Við höfum lofað skattlækkunum og að skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja verði afturkallaðar. Fjármálaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp um afnám hækkunar vsk á gistingu sem kostar 1,5 milljarða á ársgrundvelli og sjávarútvegsráðherra boðar breytingar á lögum um sérstakt veiðigjald. Frumvarp mitt um afnám skerðinga til aldraðra og öryrkja er svo í kostnaðarmati hjá Fjármálaráðuneytinu.
Allt eru þetta dýrar aðgerðir og munu kosta ríkissjóð fleiri milljarða króna.
Ég hef því nokkra samúð með fjármálaráðuneytinu nú þegar beiðnir um milljarða króna tekjuskerðingar og útgjöld streyma frá ráðherrum. Standa verður við loforð, en mikilvægt er að draga úr halla á ríkissjóði.
Því tel ég brýnt að sem allra fyrst verði lagður á sérstakur skattur á skuldir allra þeirra fyrirtækja sem starfa undir lögum um fjármálafyrirtæki, líka fjármálafyrirtæki í slitum. Þau lög eru þegar til staðar, nr. 155/2010 og því einfalt að breyta þeim.
Markmið laganna er annars vegar að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins og hins vegar að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra.
Af einhverri ástæðu töldu menn ekki rétt að leggja þennan skatt á fjármálafyrirtæki í slitum, þrátt fyrir að þeirra sé mesta ábyrgðin á þeim kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns fjármálakerfisins. Í raun þjóðarbúið í heild sinni.
Ég teldi einnig rétt að hækka skattinn í 0,3-0,4% og leyfa fjármálafyrirtækjum að draga frá skattinum gjald vegna greiðslu í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Skoða mætti einnig að lækka hugsanlega fjársýsluskattinn, en hann leggst á launagreiðslur fjármálafyrirtækja.
Skuldir þeirra lögaðila sem starfa undir lögum um fjármálafyrirtæki eru um 10 þúsund milljarðar króna og ætti skattur á þær því að geta skilað um 30-40 milljörðum króna árlega í ríkissjóð, – sem ætti vel að dekka fyrirhugaðar skattalækkanir og aukin útgjöld þar til þær aðgerðir fara að skila sér í auknum umsvifum. Það sem er umfram er hægt að nýta til að fjármagna sérstakan afskriftasjóð vegna skuldaleiðréttingar til að byrja með.
Forsætisráðherra hefur þegar bent á ójafnræðið sem felst í að flest fjármálafyrirtæki greiða oft á tíðum há gjöld og skatta, en þau sem eru í slitum greiða lítið sem ekki neitt, – þótt þau séu undir sama lagabálknum. Það sama gerðu frambjóðendur okkar í kosningabaráttunni.
Skatturinn gæti einnig hugsanlega virkað hvetjandi á slitastjórnir að ljúka slitum og segja skilið við ofurlaunin sín. Aldrei að vita…
Ég tel einnig mikilvægt að auka eftirlit og aðhald til að tryggja að réttar upphæðir skili sér í ríkissjóð og að réttir einstaklingar fái útgreiðslur. Þar mætti fjármálaráðuneytið beina sérstaklega sjónum að virðisaukaskattinum. Ég hyggst sjálf óska eftir auknum eftirlits- og upplýsingaheimildum fyrir Tryggingastofnun til að tryggja réttari útgreiðslur og draga úr bótasvikum.
Þannig getum við öll tekið höndum saman og létt á áhyggjum okkar af stöðu ríkissjóðs.
Ertu að tala sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands eða eru þetta einhverjar marklausar eigin vangaveltur? Kosningabaráttunni er lokið.
Eða losa okkur við krónauna.
Spörum okkur 110milljörðum á ári.
Hvernig hljómar það í þingflokknum þínum?
En þú veist vonandi að það er þegar sérstakur skattur á fjármálafyrirtki. Fjársýsluskattur sem er skattur á skuldir og svo er sérstakur 10% skattur ofan á laun (kvennastétt) starfsmanna í fjármálafyrirtæki.
Er þín hugmynd að skattpína vinnustaði útum allt land meira?
Sammála Eygló!
Af hverju má ekki skoða þetta í alvöru? Skattlagning af þessu tagi þarf ekki að fara í mörg prósent á þessa atvinnugrein til að ná inn fyrir tekjuskerðingunni sem myndast við að hætta við virðisaukaskattlagninguna á ferðaiðnaðinn.
Þýðir þá ekki þessi skattahækkun hærri vexti eða ætlar Eygló að setja lög um þá líka?
Væntanlega er þessi skattlagning liður í að endurheimta fjármagn úr þrotabúum bankanna til að standa straum af því tjóni sem föllnu bankarnir ollu þjóðarbúinu, auk þess sem hann getur dregið úr áhættusækni starfandi banka.
Erfitt er að sjá hvernig skattar á þrotabúin ættu að hafa neikvæð áhrif á vaxtastig, eða valda auknum kostnaði fyrir almenning.
stjórninn á að hrekkja kröfuhafa eins mikið og hægt er finst 0.3 – 0.4 % vera altof lítið þeir eiga að fá sparibókarvexti útúr þessu sem er um 0.5% óverðtrygt hvaða lei menn verða að fara er bar framhfæmdaatriði
Frábær forgangsröðun að lækka skatta á hótelgistingu (erlenda ferðamenn) og svo kvótaeigendur.
Þetta eru atriði nr 1 og nr 2 á dagskránni hjá ykkur. Hvenær á að lækka skatta á almenning? er það nr 245 á dagskránni?
Af hverju er það skynsamlegt að láta venjulegt fólk borga 25% vsk fyrir vörur og þjónustu en láta hótelgistingu vera í 7% þegar við höfum of marga ferðamenn?
Hvernig er það skynsamlegt að lækka veiðigjaldið sem örfá prósent af gróða kvótaeigenda, en láta launafólk borga 40% í tekjuskatt?