Mánudagur 16.09.2013 - 10:17 - 2 ummæli

Hjónaband og stjórnarsamstarf

Það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis.  Nýjasta dæmið er umræðan um „ærandi“ þögn Sjálfstæðismanna.  Ekki er langt síðan umræðan var um gagnrýni einstakra Sjálfstæðismanna.

Eflaust á þetta sér eðlilegar skýringar.  Fjölmiðlar þurfa fréttir.

Staðreyndin er sú að stjórnarsamstarf er ekki ólíkt hjónabandi.  Þar koma saman tveir ólíkir einstaklingar sem ætla að vera saman,  en sameinast ekki í einn einstakling.  Forsenda hjónabandsins er virðing og vilji til að leysa málin sameiginlega.

Það breytir því ekki að parið getur haft ólíka sýn.

Til dæmis klóra ég mér stundum í kollinum yfir trú Sjálfstæðismanna á mikilvægi þess að lækka skatta.  Alla skatta.  Auðlegðarskatturinn er ágætt dæmi, en  fjármálaráðherra hyggst ekki framlengja hann.  Ég tel að lækkun ýmissa annarra skatta henti betur til að auka verðmætasköpun í samfélaginu en ég skil ómöguleika Sjálfstæðismanna í að viðhalda skattinum.

Það væri einfaldlega gegn því sem þeir standa fyrir.  Því sem þeir ályktuðu.

Ég veit að þeir velta stundum vöngum yfir áherslum samvinnu- og framsóknarmanna, en sem hluti af „hjónabandinu“ hlusta þeir og virða afstöðu okkar á grunni stjórnarsáttmálans.

Því sem við lofuðum.  Því sem við ályktuðum.

Munurinn á stjórnarsamstarfi og hjónabandi er kannski sá að í flestum hjónaböndum er ekki heilt klapplið fyrir því að illa gangi.  Þar sem menn jafnvel vona að illa gangi.  Geta fyllt heila þætti og leiðarasíður dagblaða á grunni þeirrar vonar.

Að lokum vil ég nefna hversu góð samskiptin eru á milli formanna þessara tveggja flokka.  Upphafsmanna „hjónabandsins“.

Því forsenda þess að leysa ágreiningsmál er að tala saman.

-Svo skemma að vísu ekki góðar pönnukökur …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • kristinn geir st. briem

    það voru víst líka góð samskipti milli davíðs og halldórs það endaði ekki vel skil ekki heldur þessa ofurtrú á skattalækkanir bara af því bara þettað er spurníngin hvernig þær nítast þjóðvélaginu best sé í sálfum sér enga ástæðu að leggja aulegðarskattin niður en það mætti gera hann samgjarnari en það virðist ganga ílla að ræða saman stjórn og stjórnarandstaðan en það er örugglega báðum að kenna það þarf altaf góðan vilja hjá báðum aðilum til að hjónabönd endist vel það sést best á öllum hjónaskilnuðunum hér á landi vonandi getið þið farið mjóa veiginn og haldið saman

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Vafalaust er þetta rétt hjá Eygló. Það er allt sem bendir til þess að þessir auðmenn komnir úr auðmannafjölskyldum geti látið sér koma samna .Þeir koma úr sama umhverfi og hafa þar af leiðandi sömu sýn á lífið og tilveruna. Vafalaust allt aðra sýn en Eygló og annað venjulegt fólk hefur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur