Fimmtudagur 26.09.2013 - 08:58 - 9 ummæli

„Pólitískt sjálfsmorð“ ekki á dagskrá

Hörður Ægisson, Morgunblaðinu: „Staðan er þessi.  Fulltrúar erlendu kröfuhafanna munu á næstunni halda því fram, byggt á ósannfærandi greiðslujafnaðargreiningum sem þeir hafa sjálfir framkvæmt, að það sé ekkert sem standi í vegi fyrir því að hægt sé að ljúka uppgjöri föllnu bankanna – og þeir fái aðgang að erlendum eignum búanna. Samtímis verði hægt að vinna niður krónustabba föllnu bankanna yfir lengra tímabil – hugsanlega tíu til tuttugu ár – með útgáfu ríkisskuldabréfs í erlendri mynt.

Slík nálgun tekur engu tali.  Mikil óvissa ríkir um spár Seðlabanka Íslands um þróun viðskiptajafnaðar.  Ekki ríki eining um þær tölur innan Seðlabankans.  Þrátt fyrir fjármagnshöft þá hefur Seðlabankanum ekki tekist að byggja upp neinn óskuldsettan gjaldeyrisforða að ráði síðustu misseri.  Það er í miklu ósamræmi við þær væntingar sem uppi voru þegar efnahagsáætlun AGS var samþykkt á sínum tíma – og endurspeglar þá staðreynd að flestar spár um gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins hafa reynst of bjartsýnar.

Íslensk stjórnvöld fá aðeins eitt tækifæri til að sjá til þess að uppgjör föllnu bankanna fari fram á þann hátt að tryggt sé að fjármálastöðugleika verði ekki ógnað – og um leið að ekki verði grafið smám saman undan lífskjörum þjóðarinnar til langframa.  Þau stjórnvöld sem hyggjast taka þá ákvörðun að veita erlendum kröfuhöfum forgang að þeim takmarkaða gjaldeyri sem þjóðarbúið skapar – fram yfir íslensku heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði – munum á stundinni fremja pólitískt sjálfsmorð.

———-

Þessi ráðherra telur bjart framundan enda situr hún í ríkisstjórn sem er tilbúin að ganga alla leið til að verja hagsmuni íslenskra heimila, – íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin treysti okkur til þeirra verka og við munum standa undir því trausti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Fróðlegt, Eygló, en viltu ekki senda þetta beint á réttan viðtakanda? Heimilisfangið er:

    Sjálfstæðisflokkurinn

    Valhöll
    Bolholti 1
    105 Reykjavík

  • Kæra Eygló.
    Þegar þú leggur af pistli þínum með orðunum „Þessi ráðherra telur bjart framundan enda situr hún í ríkisstjórn sem er tilbúin að ganga alla leið til að verja hagsmuni íslenskra heimila, – íslensku þjóðarinnar“ þá velti ég fyrir mér um leið og virði þitt markmið (og vona að það gangi upp sem fjölskylduföðurs, skuldara og hlutaeiganda að fasteign),hvort að það sé þitt eigið markmið eða hvort að allir sem eiga sæti við ríkistjórnarborðið deili þessum markmið ?
    Máttu við margnum ?
    Ekki nýtur þetta álit þitt mikils hjá Samtökum atvinnulífsins, ekki er verið að gera markmiðinu auðvelt fyrir með mikilli umræðu um verðbólguna núna sem búast má við að rjúki upp þegar og ef þitt markmið næst fram.
    Svo bara efast ég um að frændur þínir í FLokknum hafi nokkrar áhyggjur af heimilinum landsins, nema sínum eigin.

  • Ragnar Freyr Ingvarsson

    Það hefur nú samt lítið gerst fyrir venjulegt fólk sem á skuldug heimili.

    En þið hafið hinsvegar verið dugleg að ausa skattaafsláttum að þeim sem mest hafa – varla þarf að telja það upp!

    Eitthvað finnst mér það einkennileg forgangsröðun!

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    „Þjóðin treysti okkur til þeirra verka og við munum standa undir því trausti.“

    Samkvæmt könnunum hefur það traust minnkað mikið.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Það eru langt frá því að vera eingöngu „vondir útlendingar“ sem eru kröfuhafar föllnu bankanna. Frekar ódýr málflutningur það. Umhyggja fyrir íslenskum heimilum hefur því miður ekki enn komið í ljós hjá þessari ríkisstjórn, aðeins verið hlaðið undir þá sem eiga allra mest og boðað enn meira af slíku.

  • Hlynur Jörundsson

    Ég fékk ágætis skýrslu hjá Velferðarráðuneytinu um daginn. Hún heitir „Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2011 og undir Varasjóður húsnæðismála“. Ég ráðlegg þér að lesa hana Eygló … því vandamálið er ekki Frúin í Hamborg … heldur kerfið … það sem þú og fleiri stýra. Menn geta auðvitað haldið í drauminn um Frúna í Hamborg og reflexreddingum með skattlagningu á kröfuhafa … hvorutveggja er bara morfín fyrir krabbameinssjúkling.

    Það er búið að vera ansi ódýr og þægileg skýring á fúski og úrræðaleysi fyrrum stjórna að kenna alltaf „hruninu“ og „gjaldeyrisstöðunni“ um vandamál … og húsnæðisvandamálin okkar orsökuðust ekki af þeim völdum heldur kerfi sem er snargalið og græðgi þeirra sem höfðu áhrif á breyturnar sem stýra byggingarkostnaði.

    Uppgjörsmál föllnu bankanna er málinu lítið viðkomandi og í raun engin ástæða til að borga þeim kröfurnar í öðru en íslenskum krónum enda væri það varla samrýmanlegt jafnræðisreglunni að sumir fengju í gjaldeyrir en aðrir krónum við slit þrotabúa eða nauðarsamninga.

    Alfarið höfuðverkur kröfuhafa að verða sér út um gjaldeyrir og kemur ríkinu ekkert við … þetta voru íslenskir lögaðilar sem hrundu og eiga auðvitað ekki að njóta neinnar annarar meðferðar varðandi sín mál en aðrir lögaðilar … líka þeir lifandi.

  • Of seint því kröfuhafar sveitarfélaga og orkuveitu Reykjavíkur fá og hafa fengið greitt í erlendum gjaldeyri úr varasjóðnum okkar og á niðursettur gengi sem er hugsað fyrir lífsnauðsynjum en nýtis fyrst og pólitíkussum sem baða sig með því að þeir séu að ná góðum árangri í rekstri.

  • kristinn geir st. briem

    skemtilegt hjá merði en ætli fleiri flokkar þurfi ekki þennan fjölpóst.
    það þarf að skoða alla möguleika sem koma upp líka frá bönkunum en það skal skoðast með varúð gjaldeyrishöft verður erfit að gera í áföngum heldur þarf að gera það í eitni aðgerð t.d. menn verða að vera búin að birgja sig upp af nauðsinavörum til nokkra mánaða hafa uppoð á gjaldeiyri mestur kúfurinn verður farin eftir nokkra mánuði og ríkið fær allnokkuð að aukakrónum en þetað verur sárt hvað sem menn gera hef meiri trú á að taka blásturin hratt af ef þetta verður vel framhvæmt á þettað ekki að taka meira en 6 mánuði og verðum við að hafa nauðsinjar til þess tima eftir það verður að takka fast á spákaupmensku á gjaldeyri sem mun koma á eftir nú hef ég trú á að bæði bjarni og sigmundur þekki klækina vel og ættu að géta fundið góða leið útúr þessu

  • Rafn Einarsson

    Það sem þessi ríkistjórn þarf að loka fyrir strax er þessi óskýranleg gjöf sem Seðlabankinn gefur þeim sem kemur með erlent fé til landsins, þetta er hvorki meira né 20% ofaná þá upphæð sem aðilinn kemur með.

    Nokkrir eru búnir að koma með 1000 millj. sem gefur þeim 200 millj. í meðgjöf vegna hvers, ekki vegna góðmennsku þeirra að koma með pening til landins og styrkja gjaldeyrisstöðuna, nei þessir aðilar hugsa bara um sig sem von er.

    Ég hef ekki enn séð hagnað Seðlabankans á þessum gjafaviðskiftum til fyrrverandi stórgrasera á Íslandi.

    Þetta þarf að stoppa strax!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur