Miðvikudagur 02.10.2013 - 12:20 - 6 ummæli

Heimili í forgrunni

Forgangsmál ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að gera íslenskum heimilum og fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Það endurspeglast ekki hvað síst í nýju fjárlagafrumvarpi.  Þar er lagt upp með að stoppa skuldsetningu ríkissjóðs með fyrstu hallalausu fjárlögunum í sex ár og auka kaupmátt heimilanna. Samhliða því er hugað að verðlagsáhrifum til að margfalda ekki skuldir heimilanna og stór skref tekin til að afnema skerðingar síðustu ára.

Jóhanna Sigurðardóttir, fv. forsætisráðherra, skrifaði nýlega að forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar gæti ekki verið ólíkari síðustu ríkisstjórn.

Þó ég sé ekki fyllilega sammála er þó að minnsta kosti einn reginmunur þar á.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun ætíð standa með íslenskum heimilum, íslensku þjóðinni gegn fjármagnseigendum, erlendum sem innlendum.  Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun ekki berjast um á hæl og hnakka til að tryggja að íslenska ríkið ábyrgðist hundruðir milljarða króna í erlendri mynt til að gæta hagsmuna erlendra kröfuhafa.  Erlendir fjármagnseigendur munu ekki njóta sérkjara í boði ríkisstjórnarinnar, á borð við undanþágu frá bankaskatti sem lagður var á einmitt í þeim tilgangi að standa undir kostnaði vegna bankahrunsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Sverrir Hjaltason

    Breiðu bökin er að finna hjá sjúklingum á spítölum að ykkar mati. Þeir sem helst þurfa á hjálp að halda að ykkar áliti eru útgerðarmenn og stóreignafólk. Kosningasigur Framsóknar var fenginn með fölskum loforðum og lýðskrumi. Ykkar skömm verður lengi uppi.

  • Sæl Eygló

    En hvenær á að fara að gera eitthvað í málunum varðandi bankana. Man ekki betur en veitt hafi verið undanþága frá samkeppnislögum til að klára mætti málin og síðan hefur harla lítið gerst.

    Þú komst einnig með hugmynd varðandi það að stofna sjóð fyrir þá sem standa í málaferðum við bankana ef ég man rétt. Hvað er að frétta af þeim sjóði? Það gefur augaleið að það hallar mjög á neytandann sem á einhverjar krónur í eigið fé að standa í málaferlum við banka sem munar ekkert um 100 milljónir eða svo.

    Nú dugir ekki lengur að skrifa bara pósta á Eyjuna fyrir þig. Þú ert komin til áhrifa og þarft að láta verkin tala.

    Kv. PV

  • þakka fyrir 47 kr skattalækkunina. Í hverjum mánuði!

  • Uppleggið í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014 er að mestu gott fyrsta skref og fyrirheit gefin um hagræðingu og kerfisbreytingar á næstu árum. Markmiðið með hallalausum fjárlögum er lykilatriði til framtíðar litið og flestir sanngjarnir menn sammála um mikilvægi þess.
    Auðvitað hafa komið fram óánægjuraddir hjá ýmsum hagsmunahópum sem þrífast á framlögum úr ríkissjóði og er það eðlilegt. En þeir verða að sýna biðlund og skilning. Með batnandi hag ríkissjóðs verður unnt að mæta óskum um aukin framlög á flestum sviðum.
    Sumt í fjárlögunum er samt með nokkrum ólíkindum og verður sjálfsagt lagað í meðförum þingsins. Hugmyndin um innheimtu legugjalds á sjúkrahúsunum er taktlaus og einnig sú staðreynd að Landsspítalinn fær ekki þá viðspyrnu með fjárlögunum sem nauðsynleg er.
    Furðu gegnir að RUV sætir ekki hagræðingarkröfu samkvæmt frumvarpinu og fær aukin heldur hækkun milli ára sem nemur 319 milljónum og alls 3.514 milljónir til ráðstöfunar á árinu. Útþanið batterí sem að ósekju og án teljandi sársauka fyrir þjóðina hefði mátt skera niður um milljarð og færa þá upphæð yfir í heilbrigðisþjónustuna.
    Þrátt fyrir áherslumun og nokkrar deilur líta fjárlögin bærilega út og það styrkir ríkisstjórnina óneitanlega að gamli refurinn Steingrímur J Sigfússon er í sáttarhug og merkja má af grein hans í Fréttablaðinu í dag og lýsir sig tilbúinn til þess að leiða strákana sem fara fyrir ríkisstjórninni inn á réttar brautir og þá geta góðir hlutir gerst eins og hann orðar það. Ekki ónýtt að hafa þann spakvitra öldung með sér í liði einkum með hliðsjón af afrekum hans í fráfarandi ríkisstjórn sem að sögn skipstjórans að vestan verður skráð gylltu letri í sögubækurnar sem hin stórbrotnasta frá lýðveldisstofnun. Og ekki er það verra að ungir jafnaðarmenn og ungir vinstri grænir er vaknaðir til lífsins og farnir að hugsa um pólitík eftir fjögurra ára Þyrnirósarsvefn og hyggjast nú með velútfærðu aðgerðaplani láta til sín taka og þá væntanlega með góðum stuðningi við ríkisstjórnina með nokkrum skilyrðum þó í anda leiðtogans frá Þistilfirði.

  • Það er frábært að þið lækkuðu tekjuskatt. Það gefur fólkið í landinu aukinn kaupmátt. Yfir 80% fólks er í milliþrepinu.
    Lækkað tryggingagjald mun svo hjálpa fyrirtækjum að ráða fleiri fólk og fjárfesta sem minnkar atvinnuleysi.
    Ásamt að stefna að hallalausu fjárlögum á fyrsta ári er þrekvirki.

  • Ásmundur

    Framsóknarflokkurinn stendur aðeins með sumum íslenskum heimilum á kostnað annarra heimila. Það væri svo sem gott og blessað ef um væri að ræða þau heimili sem helst þurfa á sérstakri fyrirgreiðslu að halda.

    Þessu er hins vegar þveröfugt farið. Almenn flöt lækkun lána gengur að mestu til þeirra sem búa við best kjör. Leið Framsóknarflokksins er því fjármagnstilfærsla frá hinum verr settu til hinna best settu.

    Framsóknarflokkurinn þarf að svara því hver tilgangurinn er með því að afnema verðtryggð lán úr því að fólki gefst kostur á óverðtryggðum lánum.

    Hvers vegna mega ekki þeir, sem treysta sér ekki til að taka óverðtryggð lán, taka verðtryggð lán? Óverðtryggð lán hafa miklu þyngri greiðslubyrði fyrstu árin auk þess sem greiðslubyrðin getur skyndilega rokið upp úr öllu valdi vegna verðbólguskots.

    Afnám verðtryggðra lána mun þannig leiða til að margir geta alls ekki eignast íbúð nema stefnt sé að því að lánin beri neikvæða raunvexti sem myndi hafa hrikalegar efnahagslegar afleiðingar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur