Miðvikudagur 23.10.2013 - 09:42 - 13 ummæli

Bingó hvað?

Nokkur umfjöllun hefur verið um svokallaða Bingó áætlun um uppgjör þrotabúanna.  Reynt hefur verið að heimfæra áætlunina upp á Seðlabanka Íslands.

Þar kemur enn á ný fram talan 75% afsláttur af krónueignum.  Hver skyldi hafa svona mikinn áhuga á að koma þessari tölu ítrekað að í gegnum fjölmiðla?

Það skyldu ekki vera þeir sömu og  sögðu ekkert mál að borga Icesave, ekkert mál að borga skuldabréfið hjá Landsbankanum og ekkert mál að greiða út úr þrotabúunum?

Svo ég vitni í Hörð Ægisson hjá MBL aftur: „ Íslensk stjórnvöld fá aðeins eitt tækifæri til að sjá til þess að uppgjör föllnu bankanna fari fram á þann hátt að tryggt sé að fjármálastöðugleika verði ekki ógnað – og um leið að ekki verði grafið smám saman undan lífskjörum þjóðarinnar til langframa.“

Undir er fjárhagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar til framtíðar og þar verður heildarhagsmunum ekki fórnað.

Punktur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Það hljóta nú að vera hæg heimatökin. Eru það ekki þú og þinn flokkur sem stjórna landinu? Spurningin er: „Hvenær kemur kakan þín og jólin?“

  • Jón Þór

    Áhugi manna á að losa gjaldeyrishöftinn er meiri en að leysa efnahagsvandamál landsis. Vissulega hafa höftinn slæm áhrif á fjárfestingu, en með að afhenda fjáfestum „græn kort“ þeas leyfi fjárfesta sem myndi leyfa fjárfestum að losa fjárfestinar sínar útúr landinu á einhverjum tíma hugsanlega á innan við 10 árum.

    En hver fjárfestir hér á landi þegar vextir eru á lánum 8%-10% á lánum til fyrirtækja á meðan erlendis eru vextir á lánum 3%-5%?

    Við erum eina landið í OECD sem eru með stýrivexti hærri en verðbólgu og það í gjaldeyrishöftum.

    Segir það ekki meira til um efnahagsstjórn Seðlabankans og umræðuna um gjaldeyrishöft en nokkuð annað?

  • Takk fyrir þetta Eygló.
    Mér er hugsað til orðanna hjá þér, „til framtíðar“.
    Hvað svo ?
    Þegar þessu takmarki verður náð eða ekki, hver er þá ykkar raun stefnumótun fyrir heildahagsmuni Íslensku þjóðarinnar ?
    Ég get ekki túlkað afstöðu ykkar öðruvísi en hér eigi að virkja út um allt, misbjóða náttúrinni og svo miðbjóða mörgum fjölskyldum með því að loka á áframhaldandi viðræður við ESB.
    Mörg þinna flokksystkina fara um víðan bullvöllinn með digurbarklegum yfirlýsingum um hversu slæmt það verði að ganga í ESB.
    En hvergi, og þar virðast stjórnarflokkarnir vinna þétt saman, er getið hvað mögulega kostir það væru að ganga í sambandið fyrir venjulega fjölskylu.
    Það er einangrunarstefna í sinni verstu mynd og megið þið eiga mikla skömm fyrir það.
    Á meðan er stefnumótun til framtíðar á láguplani, finnst mér.

    KV
    Sigfús Ómar.

    P.S munt þú aftur leggja fram frumvarp/þingsályktunartilögu um að ráðherrar gegni ekki þingmennsku, líkt og þú og Siv gerðuð á síðasta þing ?

    S

  • Gísli Tryggvason

    Kæra þingkona og ráðherra
    Við erum að borga Icesave ! Alveg á fullu. Landsbankinn, sem er ríkisbanki og þarmeð á ríkisábyrgð, þurfti t.d. að öngla saman um 30-40 milljörðum í verðmætum gjaldeyri nú haust. Þar með styrktist krónan lítið sem ekkert eftir allan ferðamannagjaldeyrinn.
    Ertu virkilega enn að nota þessa Icesave smjörklípu frekar en að reyna standa við eigin loforð um skuldaleiðréttingar STRAX !

  • kristinn geir st. briem

    skil reinda ekki þennan áhuga hjá morgunblaðinu. eru þettað nýjar útfærlslur af gömlu hugmindinn eða er þetað bara sú gamla óbreitt því ef þettað er sú gamla telst hún varla merkileg frétt kanski að eygló gétur frætt mig um það hvort þettað er ný útfærsla eða bara sú gamla. höfum reint að fara þessa mjúku leið og hver er árángurin. það er altaf verið að herða höftinn og stoppa í götinn men ættu kanski að grafa upp gamla kerfiskarla „konur“ sem voru uppi á haftatímanum til að kenna okkur á höftin því það virðist ekki vera þanig að þetað spreinglærða fólk viti nokuð í sinn haus .

  • Jón Ingi

    Ráðherrann veit að það er verið að greiða Icesave er það ekki ?

  • kristinn geir st. briem

    fór úti búð til að kaupa hausboka því ef marka má sögusagnir meiga framsóknarmenn ekki sjást . keipti d.v. af gefnu tilefni. skil þá ekki fyrst skama þeir gunnar fyrir að sinna ekki starfi sinu og komi vinnuni á sigmund. síðan fer gunnar að vinna vinnuna sín þá skamma þeir hann fyrir að kosta of mikkið géta menn ekki áhveðið sig fyrir hvað á að skamma framsóknarflokkinn fyrir. á ekki að kenna honum um seitni heistirjöldina af því að hann var uppi .á sama tímma . en senilega slepur hann við að hafa skapað manninn. enn senilega hefur adam ferið framsóknarmaður fyrst hann lét konuna blata sig við eru svo auðtrúa framsóknarmen

  • Skil þig ekki alveg Eygló. Finnst þér 75% talan of há eða of lág? Hvaða lausn myndi uppfylla skilyrðið um að „heildarhagsmunum væri ekki fórnað“?

  • Ásmundur

    Menn virðast gleyma því að það liggur á að losa um gjaldeyrishöftin og að um leið og það hefur verið gert þarf ekki að veita neinn afslátt á krónueignum til að skipta þeim í gjaldeyri koma úr landi.

    Kröfuhafar geta því ákveðið að bíða frekar en sætta sig við 75% lækkun enda er þetta eflaust að mestu þolinmótt fé .Svo verða menn að gera sér grein fyrir að kröfuhafar eru ekki einn samningsaðili heldur ótalmargir.

    Það þarf að semja við hvern einasta þeirra. Því er haldið fram að kröfuhafar séu að mestu leyti vogunarsjóðir. Þeir hafa orð á sér fyrir að gefa aldrei neitt eftir af sínum kröfum þó að aðrir kröfuhafar hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um afskriftir skulda.

    Það er af og frá að 75% lækkun geti verið fordæmi í samningum við aflandskrónueigendur. Mesti fengurinn fyrir kröfuhafa bankanna við að sætta sig við 75% lækkun krónueigna er að við það er aflétt höftum á erlendar eignir þeirra sem eru miklu hærri upphæð en krónueignir.

    Ef það ber að skilja pistil Eyglóar og þá pistla sem hún vísar í þannig að skilyrði fyrir afléttingu gjaldeyrishafta sé 75% lækkun á krónueignum þrotabúanna og á aflandskrónum þá líst mér ekki á blikuna. Sumir gætu samþykkt þessi kjör en hinir gætu verið miklu fleiri.

    Það er hreint brjálæði að lækka skuldir í trausti þess að kröfuhafar og aflandskrónueigendur samþykki 75% lækkun krónueigna. Það er langt frá því að vera í hendi og að mínu mati ólíklegt.

    Það er engin lausn á vandanum að greiða kröfuhöfum erlendar eignir í krónum. Við það vex aðeins snjóhengjan upp úr öllu valdi.

  • Gangi þér vel Eygló í baráttunni framundan

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Óvirðulegt að tala um svokallaða Bingó-áætlun. Foringinn (das Führer) ritstjóri Morgunblaðsins nefnir herðaðaráætlunina því nafni og þá heitir hún það.

  • Magnús Björgvinsson

    Svona að velta fyrir mér stöðunni hér ef að við hefðum tapað Icesave fyrir dómi. Því eins og ég skil þetta þá voru það ekki rök okkar sem tryggðu þann sigur heldur önnur atrið sem dómurinn tiltók.

    Eins er ég að velta fyrir mér hvort að það sé ráðherra samboðið að vera alltaf að vísa til hluta frá fyrri tíma, þegar hans hlutverk hlýtur að vera í núinu og til framtíðar. Þ.e. að leysa vandamál dagsins í dag og til framtíðar.

    Man ekki betur en að umræður um þessa „Bingóáætlun“ sé komin að mestu frá Morgunblaðinu. Er þá morgunblaðið að dreifa einhverjum áróðri frá fólkinu sem vildi ganga til samninga um Icesave?

    Finnst svona umræða og eins „allir svo vondir við Framsókn“ ekki vera neinum til framdráttar. Og þó Eygló hafi ekki farið í fararbroddi þingmanna Framsóknar í skítkasti út í stjórnvöld á síðasta kjörtíma bili þá gerðu aðrir það og flokkurinn sem heild var á móti nærri öllu sem gert var þá og kölluðu fólk „landráðamenn“ og ýmsum miður fallegum nöfnum. En nú allt í einu er „allir vondir við Framsókn“ Gæti það verið vegna þess að fólk er ekki sammmála stefnu þeirra kannski, fái ekki að taka þátt í þeirri vinnu sem er í gangi og vilji kannski að flokkurinn skýri hvernig þeir ætla nákvæmlega að framkvæma heimsins mestu skuldaafléttingu sögunar án þess að hér blossi upp verðbólgubál og bólur sem aldrei fyrr.

  • Nú líður senn að nóvember. Þá kemur í ljós hvað var að baki loforðunum. Hins vegar hefur stjórnin sýnt okkur nú þegar hver er afstaða þeirra til heimila vs. fjármagnsins með því að leyfa enn að fjölskyldur séu bornar út – jafnvel vegna lána sem svo kannski reynast ólögleg. Held að við getum lesið í það hvað verður gert. Ömurlega ómannúðlegt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur