Fimmtudagur 14.11.2013 - 06:49 - 6 ummæli

Tillögur hagræðingarhópsins

Tillögur hagræðingarhópsins voru kynntar nú í vikunni.  Þær tillögur sem snúa að mínum málaflokkum eru eftirfarandi:

————

  • Fæðingarorlofssjóður hjá Vinnumálastofnun, Innheimtustofnun sveitarfélaga og meginhluti starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins sameinist í eina greiðslustofu.*
  • Skoðaðir verði möguleikar á breyttri fjármögnun ríkisins þannig að sveitarfélögum sem leggja áherslu á að veita góða heimaþjónustu verði umbunað, t.d. með því að gera heildstæða samninga um greiðslur á grunni fjölda og aldursdreifingar aldraðra.
  • Greiðsluþátttaka íbúa hjúkrunarheimila verði endurskoðuð þannig að íbúar fái greiddan lífeyri eftir almennum reglum en greiði þess í stað kostnað við húsnæði, fæði og almennt heimilishald. Jafnframt verði tekinn upp sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir íbúa með takmarkaða greiðslugetu.*
  • Aðstoð við þá sem eru óvirkir á vinnumarkaði vegna atvinnuleysis og örorku verði endurskoðuð til þess að gera hana skilvirkari:

a. Fyrirkomulag starfsendurhæfingar verði endurmetið með það að markmiði að sama þjónusta standi öllum til boða, óháð því hvort þeir eru á vinnumarkaði eða ekki. Samhæft verði verklag aðila sem tekur á langvarandi fjarvistum fólks úr vinnu. Atvinnurekendur auki sveigjanleika og ábyrgð gagnvart starfsfólki sem hætt er við að hverfi af vinnumarkaði.

b. Bóta- og skattkerfi verði byggð upp með þeim hætti að það borgi sig að vera á vinnumarkaði. Möguleikar á endurkomu í bótakerfi verði tryggðir, reyni einstaklingur fyrir sér á vinnumarkaði. Stuðningur við börn öryrkja innan örorkukerfisins verði hluti almenns stuðnings við börn alls lágtekjufólks þannig að til verði almennt fjölskyldutryggingakerfi.

c. Tekið verði upp starfshæfnimat í stað örorkumats og fyrirkomulag bótagreiðslna endurmetið.*

d. Reglur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga verði gerðar skýrari m.t.t. lágmarksgreiðslna, makatenginga og skilyrði um virkni þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð.*

e. Lengd greiðslutímabils atvinnuleysisbóta verði stytt með hliðsjón af reynslu nágrannalanda, einkum Svíþjóðar.

  • Hætt verði við fyrirætlanir um lengingu fæðingarorlofs.*
  • Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Heyrnar- og talmeinastöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskertra og daufblinda einstaklinga verði sameinaðar.*
  • Sameinuð verði verkefni á sviði tæknilegs eftirlits, þ.e. verkefni sem nú er sinnt af Vinnueftirliti ríkisins, Mannvirkjastofnun og hugsanlega einnig Geislavörnum ríkisins (umrædd verkefni heyra einnig undir heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra).
  • Sá hluti starfsemi Tryggingastofnunar sem lýtur að endurhæfingu og örorkumati, önnur starfsemi Vinnumálastofnunar en Fæðingarorlofssjóður og hluti af starfsemi Vinnueftirlits ríkisins verði sameinuð í eina vinnumálastofnun.*
  • Tekið verði upp húsnæðislánakerfi án ríkisábyrgðar og fjárhagslegur stuðningur ríkisins byggi einkum á félags- og byggðalegum sjónarmiðum. Settur verði skýr lagarammi um húsnæðislán sem stuðli að virkri samkeppni, aðgengi að lánum og fjármálastöðugleika.

————-

Tillögur sem snerta fleiri ráðherra:

  • Komið verði á fót stofnun borgaralegra réttinda með sameiningu Fjölmenningarseturs, Jafnréttisstofu, réttindagæslu fatlaðs fólks, Persónuverndarog umboðsmanns barna. Jafnframt verði skoðað hvort úrskurðanefnd um upplýsingamál ætti að vera hluti þessarar stofnunar (umrædd verkefni heyra einnig undir félags- og húsnæðismálaráðherra og forsætisráðherra).
  • Komið verði á fót stofnun neytendaverndar með sameiningu talsmanns neytenda, Neytendastofu, neytendaverndar FME og verkefnum frá umboðsmanni skuldara (umrædd verkefni heyra einnig undir fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra).

Mér finnst þessar tillögur athyglisverðar og veit að mikil vinna liggur þar á baki, hjá hagræðingarhópnum og í ráðuneytunum á undanförnum árum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • kristinn geir st. briem

    jæja: mun þettað koma í framhvæmd eftir 4.ár .?

  • Ég er þeirrar skoðunar að þessar tillögur séu ekki aðeins athyglisverðar heldur séu þær einnig bráðnauðsynlegar.

    Gagnrýnivert þykir mér að lítill vilji er til breytinga á landbúnaðarkerfinu sem kostar gríððarlega skattpeninga og skilar heldur lélegri vöru.

    Ég er hins vegar full efasemda um að þessu verði hrint í framkvæmd.

    Það er kannski ekki sanngjörn afstaða gagnvart ríkisstjórninni en hún mótast af reynslu.

    Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

    Þakkir
    Rósa GG

  • Hvað kostar það íslenska ríkið mikið að aðskilja Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar Íslands ?
    Er það tímabær aðgerð nú þegar verið að skera allstaðar niður og rekstarkostnaður ríkisstjórnarinnar mun hækka um 23% ?

  • Stefán Ólafsson

    Gott mál!

  • Tillögur hagræðingarnefndar um kerfisbreytingar í ríkisrekstrinum lofa góðu og hefur almennt verið vel tekið. Verkefni sem tekur sinn tíma að framfylgja og almenningur mun sýna því þolinmæði.
    En nú í nóvembermánuði eiga þau lykilmál að skýrast sem trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar byggir á. Skuldamál heimilanna, afnám verðtryggingar og svonefnt lyklafrumvarp. Nái þessi mál sem eru skjalfest í málefnasamningi fram að ganga mun ríkisstjórnin njóta þess hjá almenningi með velvild og góðum stuðningi og getur í framhaldi af því einbeitt sér að öðrum mikilvægum verkefnum svo sem kerfisbreytingum í ríkisrekstrinum og því að styrkja grunnstoðir samfélagsins.
    Bregðist ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn hins vegar þegar kemur að þessum lykilmálum er allt annað unnið fyrir gýg og friðurinn úti.

  • Varðandi: „c. Tekið verði upp starfshæfnimat í stað örorkumats og fyrirkomulag bótagreiðslna endurmetið.*“

    Hér hef ég áhyggjur af að fyrst og fremst sé um orðhengilshátt að ræða, byggðan á hugmyndafræðilegri kvöð fremur en raunverulegri breytingu á aðstæðum og möguleikum fólks. Ætli stjórnvöld sér að byggja á mati til starfshæfni, sem í tilfellum skertrar starfshæfni kallar á hlutastörf, er afar brýnt að hlutastörf séu til. Annars er hugmyndin um starfshæfnismat bara lítilsvirðing við fólk með skerta starfsorku. Það væri aumt að vera metinn til 25% starfsgetu þegar 25% stöðugildi eru varla til.

    Ætlar hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi og endurskipuleggja sínar starfsgreinar þannig að til verði mörg hlutastörf með margvíslegu fyrirkomulagi? Verður hægt að ráða sig verkefnabundið hjá ríkisstofnunum, t.d. í 25% stöðugildi (u.þ.b. 10 tíma á viku) sem unnið er í þremur lotum (mæting í rúma 3 tíma í hvert sinn)?

    Verður væntanlegt starfshæfnismat unnið með öðrum greiningaraðferðum en örorkumatið nú og þá hverjum?

    Með kveðju.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur