Mánudagur 02.12.2013 - 11:55 - 7 ummæli

Skuldaleiðrétting

Tillögur til leiðréttingar á skuldum heimilanna hafa verið kynntar. Mikill fjöldi fólks hefur haft samband og óskað eftir nánari upplýsingum um útfærslu og aðferðafræði tillagnanna.  Ég vil því benda á vef forsætisráðuneytisins en þar má finna mikið magn upplýsinga um skuldaleiðréttinguna.

Þar má fyrst nefna skýrslu sérfræðingahópsins en hún er einkar greinargott plagg.

Þar má líka finna kynninguna frá því á fréttamannafundinum í Hörpu og síðast en ekki síst svör við ýmsum spurningum.

Plús skýrslu um mat á þjóðhagslegum áhrifum.

Flest svör við spurningum sem lesendur kunna að hafa má finna í þessum skjölum, þannig endilega lesa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Kristján J

    Spurning.

    Hvar nálgast maður umsóknar eyðublöðin ? Er það hjá hverri lánastofnum fyrir sig á rafrænu formi ? Eða ?

    „Leiðréttingin er að frumkvæði lántaka. Hver lántaki hefur samband við sinn lánveitanda og óskar eftir leiðréttingu. Leitað er til þess lánveitanda sem lántaki er með lán hjá í dag jafnvel þó lánveitandi hafi verið annar á tímabilinu 2007-2010. Í framhaldi annast lánveitandi endurútreikning láns í samræmi við þá aðferðarfræði sem stjórnvöld móta.“

  • Jónas Bjarnason

    Sæl Eygló.
    Forsætirráðherra segir, að höfuðstólslækkun nái til 80% heimila. Það er allt of há tala. Miðað við aldurdreifingu og miklar takmarkanir sbr. höfuðstórlslækkun sérfræðingahóps, þá er klippt á mjög skyld lán sbr. lífeyrissjóðslán á öðrum veðrétti. – En SDG sagði einnig, að lækkunin ætti við öll lán tekin á umræddum tíma.
    Það er svosem í lagi, að þú sért ekki með rangar upplýsingar heldur.

  • Jenný Anna

    Fyrirsögnin á Eyjunni er: „Skuldaleiðréttin
    g“.
    Hikstaðir þú á orðinu Eygló?
    Ég myndi alveg skilja það sko.

  • Sigurður Pálsson

    Sæl Eygló.

    Eins og ég skil þetta með séreignasparnaðinn þá er ekki hægt að taka út núverandi upphæð og borga inn á höfuðstól lána heldur er eingöngu átt við söfnun næstu þrjú árin sem þá verða skattfrjáls. Er þetta réttur skilningur?

  • Sigurður Pálsson

    Önnur spurning

    Nú eru allmargir sem hafa hreinsað upp mest allan séreignasparnað á undanförnum árum og notað til að standa í skilum með húsnæðislán. Af þessum úttektum hafa allir greitt skatta. Verður það leiðrétt?

  • Guðmundur Guðmundsson

    Eigendur húsnæðis skiipta á milli sín ígildi 150 miljarða.

    Leigjendur fá bankareikning svo þeir geti sparað fyrir íbúð.

    Hvernig nýtist þetta úrræði þeim verst stöddu á leigumarkaði sem geta ekkert lagt fyrir ?

  • Tillögurnnar virðist fyrst og fremst þjóna þeim skuldurum sem ekki eru í vanda, sem sagt peningagjöf í boði skattgreiðenda. Á sama tíma og þessi jólagjöf er kynnt eru þeir sem allra verst eru staddir í þjóðfélaginu, það eru þeir sem misstu atvinnuna í Framsóknar- og íhaldshruninu, sviptir desemberuppbótinni. Hversu lágt ætlar velferðarráðherrann að leggjast?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur