Tillögur til leiðréttingar á skuldum heimilanna hafa verið kynntar. Mikill fjöldi fólks hefur haft samband og óskað eftir nánari upplýsingum um útfærslu og aðferðafræði tillagnanna. Ég vil því benda á vef forsætisráðuneytisins en þar má finna mikið magn upplýsinga um skuldaleiðréttinguna.
Þar má fyrst nefna skýrslu sérfræðingahópsins en hún er einkar greinargott plagg.
Þar má líka finna kynninguna frá því á fréttamannafundinum í Hörpu og síðast en ekki síst svör við ýmsum spurningum.
Plús skýrslu um mat á þjóðhagslegum áhrifum.
Flest svör við spurningum sem lesendur kunna að hafa má finna í þessum skjölum, þannig endilega lesa.
Spurning.
Hvar nálgast maður umsóknar eyðublöðin ? Er það hjá hverri lánastofnum fyrir sig á rafrænu formi ? Eða ?
„Leiðréttingin er að frumkvæði lántaka. Hver lántaki hefur samband við sinn lánveitanda og óskar eftir leiðréttingu. Leitað er til þess lánveitanda sem lántaki er með lán hjá í dag jafnvel þó lánveitandi hafi verið annar á tímabilinu 2007-2010. Í framhaldi annast lánveitandi endurútreikning láns í samræmi við þá aðferðarfræði sem stjórnvöld móta.“
Sæl Eygló.
Forsætirráðherra segir, að höfuðstólslækkun nái til 80% heimila. Það er allt of há tala. Miðað við aldurdreifingu og miklar takmarkanir sbr. höfuðstórlslækkun sérfræðingahóps, þá er klippt á mjög skyld lán sbr. lífeyrissjóðslán á öðrum veðrétti. – En SDG sagði einnig, að lækkunin ætti við öll lán tekin á umræddum tíma.
Það er svosem í lagi, að þú sért ekki með rangar upplýsingar heldur.
Fyrirsögnin á Eyjunni er: „Skuldaleiðréttin
g“.
Hikstaðir þú á orðinu Eygló?
Ég myndi alveg skilja það sko.
Sæl Eygló.
Eins og ég skil þetta með séreignasparnaðinn þá er ekki hægt að taka út núverandi upphæð og borga inn á höfuðstól lána heldur er eingöngu átt við söfnun næstu þrjú árin sem þá verða skattfrjáls. Er þetta réttur skilningur?
Önnur spurning
Nú eru allmargir sem hafa hreinsað upp mest allan séreignasparnað á undanförnum árum og notað til að standa í skilum með húsnæðislán. Af þessum úttektum hafa allir greitt skatta. Verður það leiðrétt?
Eigendur húsnæðis skiipta á milli sín ígildi 150 miljarða.
Leigjendur fá bankareikning svo þeir geti sparað fyrir íbúð.
Hvernig nýtist þetta úrræði þeim verst stöddu á leigumarkaði sem geta ekkert lagt fyrir ?
Tillögurnnar virðist fyrst og fremst þjóna þeim skuldurum sem ekki eru í vanda, sem sagt peningagjöf í boði skattgreiðenda. Á sama tíma og þessi jólagjöf er kynnt eru þeir sem allra verst eru staddir í þjóðfélaginu, það eru þeir sem misstu atvinnuna í Framsóknar- og íhaldshruninu, sviptir desemberuppbótinni. Hversu lágt ætlar velferðarráðherrann að leggjast?