Föstudagur 07.03.2014 - 12:39 - Rita ummæli

Áfram Erna og Jóhann Þór

Nú fer að styttast í að fulltrúar okkar á Ólympíumóti fatlaðs fólks þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson keppi í Sotsjí. Þau taka þátt bæði í svigi og stórsvigi dagana 13.-16. mars.

Skíðin sem þau nota kallast monoski eða sit-ski á ensku og setskíði á okkar ylhýra. Ég fyllist alltaf aðdáun þegar ég sé keppendur á fleygiferð niður brekku á svona skíði. Ótrúlegir hæfileikar og ekki séns á að ég gæti gert þetta.

Saga Íslands á Vetrarólympíumótum fatlaðs fólks er ekki löng. Svanur Ingvarsson tók þátt í sleðastjaki í Lillehammer 1994 og Erna skíðaði í Vancouver 2010, fyrst íslenskra kvenna. Nú er Erna að keppa aftur og Jóhann í fyrsta sinn. Ég veit að þau hafa bæði undirbúið sig gríðarlega vel fyrir leikana og verða okkur til sóma. Hugur minn verður hjá þeim í brekkunni.

Opnunarhátíðin byrjar kl. 16 og mun RÚV senda beint út frá henni.

Áfram Erna og Jóhann Þór. Áfram Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur