Sunnudagur 11.05.2014 - 13:38 - 3 ummæli

Landsbankar og höftin

Nýlega var tilkynnt um endurfjármögnun á skuldabréfi á milli gamla og nýja Landsbankans og lýstu menn yfir ánægju sinni yfir samningnum.

Mikilvægt er þó að menn komi sér niður á jörðina er varðar afnám gjaldeyrishaftanna og á það við um Landsbankanna sem og aðra.

Horfast þarf í augu við heildarmyndina, og hætta að útdeila einhverjum plástrum.

Heildstæð áætlun um afnám haftanna er nauðsynleg í ljósi þess að vandinn er einfaldlega miklu stærri en áður var áætlað.  Þar verða að liggja fyrir lausnir varðandi ýmis atriði s.s. snjóhengjuna og skuldaskil allra gömlu bankanna.  Tillögur þess efnis liggja ekki enn fyrir frá slitastjórnum.

Í mínum huga kemur ekkert annað kemur til greina en að tryggja að þrotabú gömlu bankanna fái ekki heimildir til gjaldeyrisútflæðis fyrr en heildstæð áætlun um losun hafta liggur fyrir.  Heildstæð áætlun sem ógnar ekki greiðslujöfnuði landsins og þar með efnahagslegum stöðugleika.

Þegar hún liggur fyrir ætti að vera hægt að afnema höftin tiltölulega hratt, líkt og fjármálaráðherra hefur margítrekað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Albert Sveinsson

    Það sem ég tók mest eftir var þessi gagrýnilaus fréttamenska um þetta mál frá fréttastofum landsins það var bara allt birt sem þessir fjármálamenn sögðu og allt var svo frábært en engar almennilegar spurningar. Þetta fjórða vald sem talað er um er bara copy past á Íslandi það er bara teki við fréttatilkyningum og það birt sem heilagur sannleikur.

  • kristinn geir st. briem

    nokkuð samála eykló. vandamálið er hvaða svigrúm er til staðar ef kröfuhafar vilja standa á gjaldögum. hver væri stað landsbankans þá látum vera þó ríkið missi alt sitt hlutafé í landsbankanum er ekki viss um að ríkið sé í raun búin að borga þettað í raun. hitt er svo annað mál. verður ekki að minsta kosti að leita samþykkjis frá öðrum slitastjórnum að þeir fari ekki í dómsmál. því ef landsbankin fær að takka út gjaldeyri . verður minna eftir fyrir hina.

  • Ásmundur

    Ef þessi samningur verður ekki samþykktur gildir sá gamli. Erum við betur sett með hann? Auðvitað ekki enda útilokað að standa við hann.

    Ég veit ekki betur en að gjaldeyrishöft nái ekki yfir greiðslur af lánum enda hefði það skelfilegar afleiðingar á samskipti okkar við útlönd. Það gengur ekki að stöðva greiðslur af einu láni einkafyrirtækis en heimila greiðslur af öðrum.

    Stjórnarhættir ríkisstjórnarinnar eru með þeim hætti að við sökkvum dýpra og dýpra í fen rangra ákvarðana í stað þess að vinna okkur hægt og sígandi út úr vandanum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur