Miðvikudagur 20.08.2014 - 11:58 - 4 ummæli

Verjum þá sem minnst hafa

Fjármálaráðherra ræddi áform sín um breytingar á skatti á vörur og þjónustu á Sprengisandi síðasta sunnudag.

Þar ítrekaði hann hugmyndir sínar um að minnka bilið á milli hærra og lægra skattþreps virðisaukakerfisins og draga úr undanþágum í kerfinu.

Ég er sammála því að einfalda þarf virðisaukaskattskerfið og endurskoða löggjöfina á heildstæðan máta. En þær breytingar mega ekki bitna á þeim sem lægstar tekjur hafa.  Hægt er að komast hjá því með ýmsum mótvægisaðgerðum, svo sem hækkun persónuafsláttarins, auknum húsnæðisstuðningi og hækkun barnabóta.

Í mínum huga eru þess háttar mótvægisaðgerðir forsenda einföldunar á virðisaukaskattskerfinu.

Einföldun skattkerfisins má ekki koma niður á þeim sem minnst hafa.

 

———————–

PS. Vinsamlegast athugið að það getur tekið tíma fyrir athugasemdir að birtast.  Jafnframt áskil ég mér rétt til að hafna birtingu athugasemda.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Hvar er leiðréttingin til handa öryrkjum sem lofað var?
    Fólk lifir ekkert á 160 þúsund krónum á mánuði og hvenær á að afleggja þann þjófnað sem stundaður er af TR á tekjum úr lífeyrissjóði?

  • Eygló ég tek undir þessi orð þín um að þú sért sammála því að einfalda þurfi virðisaukaskattskerfið og endurskoða löggjöfina á heildstæðan máta. En þær breytingar mega ekki bitna á þeim sem lægstar tekjur hafa.

    Þú talar réttilega um að hægt sé að grípa til mótvægisaðgerða eins og t.d. að hækka persónuafsláttinn. En ekki gleyma því að þið létuð Sjálfstæðisflokkinn komast upp með það að tekjulægsta fólkið var skilið eftir í þeim skattalækkunum sem gerðar voru í desember. Skattalækkun upp á 5 milljarða og lágtekjufólk með tekjur undir 250.000 kr. fékk ekki krónu í afslátt af þeirri upphæð.

    Nú verður Framsóknarflokkurinn að standa með þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi því sagan sýnir að vart er hægt að treysta Sjálfstæðisflokknum til þess, því miður.

  • kristinn geir st. briem

    það er talað um að lækka skatta en hækkun á því lægra uppí um 14%. og lækkað hærra.úr 25.5%. í 24.%. telst varla lækun nema í exelskjölum. þetað mun hækka visitölur.því vísitölur miða oftast við neislu sem mun hækka ef farið úr.0-7%.upp í 14% sem mun vega meira en lækun á 25.5.%í 24 .%og mun skila sáralitlu í hagræðíngu í kerfinu . ef annað borð á að breita vaskinum. þarf að einfalda hann meira. seigjum að við setjum alt í 25%.virðisaukaskatt sem mun auka vísitöluna heilmikið því verður að afteingja visitöluna a.m.k. tímabundið þá væri dagur 1. eftir breitíngu á virðisaukaskatti. síðan þarf níta þann hagnað sem ríkið mun að virðisaukanum til að bæta kjör þeirra sem höllumstum fæti standa þá á ég við allan hagnað ríkisins af breitinguni því ríkið mun græða helmikið með minna eftirliti það á að vera nógur hagnaður fyrir ríkið. þetað er gert þanig í danmörku geingur víst vel. danmörk er eitt mesta frjálshygguríki í heimi er sagt. og eykló virðist vera hrifin af ýmsu sem kemur frá gömlu herraþjóðinni

  • Haukur Hauksson

    Hlustaðir þú ekkert á viðtalið?

    Hann Bjarni hefur margoft sagt að samhliða mun fara í hinar ýmsu aðgerðir til þess að komast á mót við fátæka.

    Þú vilt einfalda VSK-kerfið og þú vilt mótvægisaðgerðir. Alveg einsog Bjarni en þú kýst að koma þess þessa „verjum fátæka“ líðskrumsfærslu í stað þess að lýsa einfaldlega yfir stuðningi við fjármálaráðherrann.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur