Mánudagur 25.08.2014 - 17:48 - 2 ummæli

Jafnrétti og norræn samvinna

Á morgun er norræn ráðstefna um jafnrétti í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála.

Við ætlum að fjalla um jafnrétti á vinnumarkaði, menntun og aukna þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi. Jafnframt ætlum við að huga að stöðu lýðræðis á Norðurlöndunum þá sérstaklega með hliðsjón af stjórnmálaþátttöku kvenna í tilefni þess að verið er að fagna aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Norðurlöndunum.

Ég er einkar ánægð með að frú Vigdís Finnbogadóttir ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni sem og Margot Wallström, fv. ráðherra, fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna gegn kynferðislegu ofbeldi í hernaði.  Hún er nú stjórnarformaður Háskólans í Lundi.

Aðrir fyrirlesarar verða Gertrud Åström, formaður sænska kvennréttindafélagsins, Steen Baagoe Nielsen, lektor við Hróarskelduháskóla og fyrrverandi formaður norræns samstarfsnets um karlarannsóknir, Ingólfur Gíslason, lektor í félagsfræði við HÍ og Hege Skjeie, prófessor við Háskólann í Osló.

Ráðstefnan verður haldin í Hörpu og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á vefnum.

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Einar Steingrimsson

    Í nafni jafnréttis gæti verið sniðugt að fagna um leið kosningarétti karla á Íslandi, sem einnig verður hundrað ára á næsta ári:

    „Jafnframt ætlum við að huga að stöðu lýðræðis á Norðurlöndunum þá sérstaklega með hliðsjón af stjórnmálaþátttöku kvenna í tilefni þess að verið er að fagna aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Norðurlöndunum.“

  • Vá geggjun…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur