Laugardagur 20.09.2014 - 09:47 - 7 ummæli

Fallegir staurar eða félagslegt húsnæði?

Í könnun Velferðarráðuneytisins á úthlutun félagslegs húsnæðis hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins frá janúar til júní sl. kom fram að aðeins 8% þeirra sem voru á biðlista höfðu fengið úrlausn sinna mála.

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa á árunum 2010, 2011 og 2012 svarað því til í könnun Varasjóðs húsnæðismála, að skortur væri á leiguhúsnæði. Á sama tíma er lítið sem ekkert fjárfest í félagslegu leiguhúsnæði og í dag eru um 1800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum og þar af um 550 í brýnni þörf bara hjá Reykjavíkurborg.

Engar umsóknir liggja fyrir hjá Íbúðalánasjóði frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um lán vegna kaupa eða byggingar á félagslegu leiguhúsnæði.  Margar góðar hugmyndir eru á lofti, ekki hvað síst hjá Reykjavíkurborg sem hefur kynnt viðamikla húsnæðisáætlun og lagt áherslu á uppbyggingu á svokölluðum Reykjavíkurhúsum.

En meira þarf til.

Það þarf að setja til hliðar fjármagn.

Er það fjármagn ekki til? Ef við höldum okkur áfram við Reykjavíkurborg þá er áætlaður kostnaður við breytingar á Borgartúninu um 230 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við breytingar á Hofsvallagötunni er 18 milljónir.  Áætlaður kostnaður við veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti er 38,8 milljónir.

Samtals eru þetta tæpar 290 milljónir króna.  Ef þetta fjármagn hefði verið nýtt til byggingar eða kaupa á félagslegu leiguhúsnæði hefði borgin getað fjárfest í húsnæði fyrir tæpa 2,9 milljarða króna með 90% lánum Íbúðalánasjóðs til 50 ára.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Hvaða hálfviti tekur 90% verðtrygt lán til 50 ára? Sá sem slíkt gerir hefur ekkert fjármálavit, og ætti að halda sig langt frá pólutík.

    Ungt eignalaust fólk ætti frakar að fytja til Noregs, heldur en að taka þátt í þessum skrípaleik.

  • Guðný Ármannsdóttir

    En listamenn fá borgað fyrir að hanna fuglahús og staura. Það verður nú að færa vinum og stuðningsmönnum einhverja bitlinga

  • Guðmundur Guðmundsson

    Hvað samsvarar skuldaleiðréttingin mörgum leiguíbúðum ?

    Ef ríkisstjórnin meðhöndlaði leigjendur til jafns á við eigendur húsnæðis samsvarar skuldaleiðréttingin þúsundum lítilla íbúða sem væru byggðar af almannafé.

    Eigendur húsnæðis skipta á milli sín ígildi tuga miljarða . Helsta úrræðið fyrir leigjendur er að þeir noti lífeyrissparnað sinn til að kaupa íbúð.

    Vandséð er hvernig þetta sparnaðarúrræði nýtist þeim lægst launuðu á leigumarkaði, sem hafa lítið eða ekkert aflögu eftir að himinhá húsaleiga hefur étið upp mestöll mánaðarlaunin.

    Hver eru úrræði stjórnvalda fyrir þennann hóp ?

  • Dennis Davíð

    Mér sýnist að ástandið sé ekki betra víða á landsbyggðinni t.d. á Suðurlandi en þar er brýn þörf fyrir félagslegt húsnæði.

  • kristinn geir st. briem

    öll lán þarf að borga til baka . sveitarfélög þurfa að hugsa um 150%. regluna

  • Þorsteinn Ásgeirsson

    Á rúmlega 100 ára reynslu og þekkingu Framsóknarflokksins og lofaðir þú Eygló Harðardóttir fyrir kosningar að koma á stað byggingu félagslegra íbúða. Er þessi grein rituð sem tilraun hjá þér til að komast undan þessu loforði ?

  • Óskar Guðmundsson

    Það er dýrt að byggja
    Þar af leiðandi er dýrt að byggja félagslegt húsnæði.
    Þegar til kemur einnig vægast sat undarleg byggingareglugerð verður málið ennþá dýrara.
    Hér er búið að troða í byggingareglugerð ákaflega fallegri hugsun en ópaktískri, nefnilega aðgengi fyrir fatlaða.
    Ekki er hægt að byggja íbúð nema svo að fatlaðir komist þar innanhúss allra leiða, þó svo að þeir komist hvorki yfir þröskuldinn á húsinu né upp stigana (engin krafa á lyftu fyrr en hús fara í 3 hæðir) hvað þá er hugsað til öryggis þeirra enda er bannað að nota lyftur og viðlíka búnað í eldsvoðum og ekkert virkar ef rafagnið er ekki á.
    Kvikni í fjölbýlishúsi verða fatlaðir að teysta á aðra íbúa eða taka áhættuna á að brenna inni.
    Þaðværi lítið mál að leysa allt þetta.

    http://www.studentenwoningweb.nl/en/EenheidDetails/300018474

    Ef þetta er hægt i Hollandi, af hverju er það ekki hægt hér?

    Er máski betra að fólk búi í iðnaðar og/eða verksmiðjuhúsnæði sem eru margar hverjar lítið annað en óíbúðahæfar brunagildrur?

    Horfa þarf til þess að bygga einstaklingsíbúðir líka enda er fólk mun lengur eitt með hækkandi barneignaaldiri sem og að millibil verður að finna húsnæði til að koma ungmennum af „hótel Mömmu“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur