Sunnudagur 21.09.2014 - 11:01 - 6 ummæli

Stúdentagarðar – fyrirmynd að félagslegu húsnæði

Nokkur umræða skapaðist í gær við pistilinn Fallegir staurar eða félagslegt húsnæði um hvað hægt er að gera fyrir félagslegt lán frá Íbúðalánasjóði til leigufélags. Félagsstofnun stúdenta hefur notað lán frá ÍLS til að fjármagna byggingu á stúdentagörðum.  Þar starfa miklir kvenskörungar sem kunna að nýta aurana og veita um leið fjölbreyttum hópi námsmanna góða þjónustu.

Oddagarðar, nýjustu stúdentagarðarnir voru teknir í notkun árið 2013. Oddagarðar eru fjögur hús við Sæmundargötu sem eru ætlaðir einstaklingum og barnlausum pörum. Annars vegar er að ræða einstaklingsherbergi með eigin baðherbergi og sameiginlegu eldhúsi, þvottahúsi, setustofu og hjólageymslu.  Húsgögn fylgja herberginu. Hins vegar eru eins og tveggja herbergja paríbúðir.  Almenn geymsla fylgir hverri íbúð, þvottavél og þurrkari er í sameign.

Húsaleiga:

Skógargarðar voru teknir í notkun árin 2009 og 2010 og eru við Skógarveg.  Þar er að finna tveggja og þriggja herbergja íbúðir fyrir fjölskyldufólk.  Ekki er sameiginlegt þvottahús heldur er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í hverri íbúð. Einnig er í boði nettenging í gegnum Ethernet HÍ.

Því til viðbótar eiga væntanlega einhverjir rétt á húsaleigubótum.

Einfalt, stílhreint og án íburðar. Berum þetta saman við að búa til dæmis í atvinnuhúsnæði eða í bílnum sínum.

Kannski gæti Félagsstofnun stúdenta verið fyrirmynd verkalýðsfélaganna um hvernig er hægt að stofna og reka vel leigufélög án gróðasjónarmiða fyrir sína félagsmenn? Jafnvel líka fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um hvernig byggja á hagkvæmar leiguíbúðir fyrir fjölbreyttan hóp fólks í fjárhagsvanda?

PS. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta, Hámu og Stúdentakjallarann, Leikskóla stúdenta og Stúdentamiðlun. Félagsgjald er innheimt af öllum námsmönnum sem skráðir eru í HÍ.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Félagsmálaráðherra og forseti ASÍ lýsa áhyggjum sínum í vænum pistlum um húsnæðisvandann og leigumarkaðinn. Og auðvitað ekki sammála um eitt né neitt. Málið er að því leyti einfalt að það vantar hundruð íbúða inná markaðinn en um framkvæmdina virðist flækjustigið loka öllum leiðum.
    En ráðherra og forseti geta einfaldlega róað sig svo notað sé íþróttamál og gefið þetta erfiða mál frá sér.
    Dagur borgarstjóri lofaði 3jú þúsund íbúðum á nýhöfnu kjörtímabili, þægilegum og ódýrum.

  • Haukur Hauksson

    Þetta getur varla verið fyrirmynd þegar það er 1500-2000 manns á biðlista í 20þúsund manna samfélagi.
    Ef við yfirfærum þessa biðlista á landi í heild þá þetta svipað og 33þúsund manns væri á biðlista fyrir félagslegri íbúð.

  • Þér finnst semsagt í lagi að leigja 19 m2 herbergi á 72 þúsund krónur?!!!!

    http://fylkisflokkurinn.is/2014/09/21/hamfarir-i-husnaedismalum/

  • Menntaða fólkið okkar fer og við fáum ómenntaða útlendinga sem enda á atvinnuleysisbótum eða félagslega kerfinu þegar ver árar ef þetta ástand breytist ekki nú þegar.

  • Rúnar Guðjónsson

    Þessi fermetraverð eru nánast á pari við verð á „alvöru“ íbúðum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu (þá tek ekki túristasvæði í miðbænum inní)

    Staðan er einfaldlega þannig að venjuleg laun hins almenna íslendings duga ekki til að kaupa/leiga venjulega íbúð.

    En það má ekki gleyma því að mörg sveitarfélög hafa brennt sig á því að taka lán með stífum skilyrðum í gegnum tíðina. Brennt barn forðast eldinn.

    -Eitt af því sem vantar fyrir byggingafélög til að hægt sé að byggja ódýrari íbúðir, eru lóðir þar sem gert er ráð fyrir að byggðar séu margar byggingar með svipuðu formi, þannig næst fjöldahagkvæmin fram.

  • Óskar Guðmundsson

    Því er vert að skoða þetta
    https://www.pdx.edu/sites/www.pdx.edu.realestate/files/2Q10-8-Keetwonen-4-30-10.pdf

    Beint við leigumiðlun
    http://www.studentenwoningweb.nl/en/EenheidDetails/300018474

    Keetwonen hverfið er einvörðungu 1-gamaeining íbúðir en fyrirtækið sem byggir er með fleiri módel
    http://www.tempohousing.com/projects/keetwonen.html
    Director og Master íbúðaeiningarnar eru t.d. tveggja eininga íbúðir.

    Einnig er þekkt að nýta einingar áþekkar þessu í hótelrekstri og eru slíkar þegar víða um land, m.a. Frost og Funi í Hveragerði.
    Íbúðaeiningar í gámastaðli hafa líka verið notaðar með góðum árangri við háskólann á Bifröst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur