Þriðjudagur 23.09.2014 - 10:10 - 19 ummæli

Gámafordómar

Fyrir nokkru deildi ég myndum af gámahúsum á fésbókarsíðu minni.  Það kom mér nokkuð á óvart að í stað þess að skoða myndirnar og tenglana virtist orðið gámur vera nóg til vekja neikvæð viðbrögð.

Sama virðist einkenna fréttir að Landspítalinn hefur í hyggju að nýta gáma sem skrifstofuhúsnæði fyrir starfsfólk sitt.

Því vil ég gjarnan gera enn eina tilraunina til að vinna á fordómum gegn gámum, ekki hvað síst þar sem þar má finna nokkur af mínum draumahúsum þökk sé flottum arkitektum og iðnaðarmönnum sem geta sannarlega hugsað út fyrir kassann 🙂

1. Maison Container Lille.  Þetta 208 fm2 einbýlishús er hannað af Patrick Partouch.  Notaðir voru 8 gámar í húsið og það tók þrjá daga að setja húsið upp á lóðinni. Nánari upplýsingar og ljósmyndir.

Maison_Gamur

Maison_Gamur_inni

2. Redondo Beach gámahús.  Húsið er hannað af DeMaria Design´s og endurnýtir 8 mismunandi stóra gáma.  Með því að nota tilbúnar einingar var hægt að byggja 70% af húsinu annars staðar en á lóðinni. Nánari upplýsingar og ljósmyndir

Redondo_Beach_Shipping_Container_Home

3.  Cover Park í Skotlandi.  Húsið er hannað af Edo Architecture og er ætlað til útleigu fyrir listamenn.  Takið sérstaklega eftir torfþakinu og hversu vel gámarnir falla inn í umhverfið við vatnið. Nánari upplýsingar og ljósmyndir.

CoverPark_torfþak

CovePark_vid_vatnid

CovePark_innan

4. Tvær útfærslur á skrifstofuhúsnæði úr gámum frá Bretlandi.

Riverside_SH

Riverside_London

5. Nýjasta draumahús okkar hjónanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Kristján Kristinsson

    Nýjan spítala, takk. Ætti að vera algjört forgangsatriði.

  • Það þarf að finna annað nafn á svona byggingingar en að kalla þetta gáma . Gámur er geymsla og vísar til flutnings og geymslu. Þessar byggingar sem raðað er saman úr stáleiningum eru allt annars eðlis og yfirleitt geta verið mjög vandaðar vistarverur. En aðal einkenni þeirra er að þær eru smíðaðar fjarri uppsetningarstað þar sem þeim er raðað saman eftir ósk og geta staðið bæði stutt og mjög lengi.

  • Mér líst mjög vel á þetta. Einn kostur er að hægt er að breyta og bæta við án þess að þurfa að fá leyfi hjá arkitekt. Þetta minnir mig á gámaviðlagasjóðshúsin sem margir Vestmannaeyingar fengu eftir gos. Þetta voru ágætis heimili og í hittifyrra sá ég að eitt hús var í notkun á Vestfjörðum. – Maður þarf að taka erfitt stærðfræðipróf til þess að koma með athugasemd.

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Kanski okrlánastofnunum finnist að þetta ágæta gámadæmi sé ekki nógu dýrt dæmi fyrir kaupmáttrsvikið alþýuðufólk þessa lands? Alþýðufólkið, sem þær sömu okurlánastofnanir ætla sér jafnvel að ræna aftur, samkvæmt fyrri uppskiftum?

    Kanski þetta ágæta gámadæmi færi eitthvað betur í gagnrýnendur, ef orðinu ,,gáma“ yrði skipt út fyrir orðið ,,einingar“?

    Ég hef góða reynslu af vönduðum gámabústað í Noregi.

    Raka og mygluvandamál myndu minnka, ef siðblindugráðugir og óábygir bankaráns-byggingavertakar komast ekki upp með að byggja og selja illa byggð hýbýli á fullu okurverði. Og með samsekri meðvirkni-aðstoð risaokurlánafyrirgreiðslu stórnarskrárbrota/lögbrota-lánastofnana og dómstóla Íslands.

    Úff!

    M.b.kv.

  • Er það tilviljun að í kjölfar breytingar á byggingareglugerð sem leiðir til hækkunar á byggingakostnaði þá er reynt að gera þessa tegund húsnæðis aðlaðandi? Ég held ekki. Á fólk ekki rétt á að búa í mannsæmandi húsnæði eða hvað?

  • Þessar byggingar eru hryllingur og mikil sjónmengun. Arkitektúrinn á húsunum er ljótur og það veldur depurð að horfa á þau. Ekki þar fyrir að mörg uppsteypt hús eru nákvæmlega eins og þessi, steriliseraður bauhaus-ismi, sem er hreinlega mannskemmandi. Gámar geta aldrei boðið upp á annað en svona ömurleg hús.

  • Óskar Guðmundsson

    Keetwonen er gott dæmi um „einingahus“

  • Svanur Guðmundsson

    Við hjá Smáíbúðum höfum hannað og smíðað í samstarfi við fyrirtækið PEP litlar íbúðir til að mæta vanda á húsnæðismarkaði. Byggingarnar nota gáma sem stoðgrind fyrir byggingarnar og buðum sveitarstjórnarmönnum að skoða fyllkláraða íbúð. Treystum við okkur til að reysa viðkomandi íbúðir á 6-9 mánuðum. Fulltrúar frá Kópavogi mættu til að skoða en borgarfulltrúar núvernandi meirihluta í Reykjavík sáu ekki ástæðu til að mæta. Jafnframt áttum við fundi með skipulaginu í Reykjavík og þar kom fram að engin lóð væri til í Reykjavík og áhugi á að leysa bráðavanda fólks í húsnæðisvanda var enginn.

  • Örn Johnson´43

    Ég held að það sé fullur virðisaukaskattur á öllum sem ekki er byggt á lóðinni sjálfri, ergo verðið ríkur upp, annars góð hugmynd.

  • Góð hugmynd en auðvitað óframkvæmanleg hér á landi eins og flest annað gott.

    Í fyrsta lagi eru hér engar lóðir sem fást tilbúnar með vatns – skólp- og rafmagnsleiðslum hvað þá með skólum, götum og fullbúnum samgöngu lausnum eða slíkum nauðsynlegu, líka fyrir „braggapakk“ án þess að lóðin kosti margar milljóir. Væntanlega leggst svo gatnagerðagjöld og flestum þeim gjöldum sem hægt er að troða á eina eign.

    Í öðru lagi stenst þetta ekki nýja byggingareglugerð þar sem einangrun þarf að vera miklu meira en þessir „braggar“ bjóða uppá og aðgengi fyrir fatlaða þarf að vera 100 % í öllum húsum. Fyrir nú utan að ekki má vera beint aðgengi úr stofu inná bað!

    Nei – það er hægt að slá upp ýmsum hugmyndum en er ekki boðlegt þegar frúin veit betur en svo að þetta sé í boði fyrir aðþrengdan almenning á Íslandi – frekar en annað.

  • Ingunn Loftsdóttir

    Eigum við að breyta byggingareglugerð eingöngu vegna þess að þig skortir betra hugmyndaflug í að leysa þann gífurlega vanda sem er að skapast á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig væri að gera ungu fólki og tekjulágum kleift að kaupa sér eða leigja almennilegt húsnæði sem uppfyllir íslenska staðla – það er nefninlega vel mögulegt að dreifa auðnum aðeins betur.

    Við hljótum öll að gera þá kröfu að horft sé á þessa hluti í stærra samhengi og þessi mál leyst til lengri tíma.

  • Haukur Hauksson

    Gámar eru snilld 😀

  • olafur thorsteinsson

    Tetta er snidugur byggingarkostur en ordid gamur er frekar neikvat beta er ad nota eining eg by i noregi og her er byggt heilu blokkinar med somu hugmynd og (gamanir) en hver hefur sin smekk

  • Guðný Ármannsdóttir

    Ef ég kaupi mér gám og fæ stað til að hola honum niður get ég samt ekki skráð mig til heimilis þar, heldur ekki ef ég innrétta mér vintage íbúð í óhefðbundnu húsnæði svo sem iðnaðarhúsnæði. Og ekki er hægt að fá íbúðalán til þess að kaupa eitthvað svoleiðis. Þessu þarf að breyta.

    Samsetning fjölskyldna hefur breyst mikið, margir eru orðið einhleypingar stóran part af ævinni og vilja gera eitthvað annað við launin sín en setja þau eingöngu í húsnæðiskostnað. Aðeins húsnæði sem hentar vísitölufjölskyldum er samþykkt sem íbúðarhúsnæði hjá lánastofnunum og yfirvöldum. Vona að þið farið að skoða það.

  • Sigurður

    Enn ein afleiðing þess að spilltur fjórflokkurinn þorir ekki að ráðast að rót vandans.

    Okurlánakjör sem hvergi þekkjast í veröldinni utan íslands.

    Hæstu vextir í heimi, ofan á verðtryggingu og vexti ofan á það.

    Nýjasta útpspilið svo hægt sé að halda áfram að horfa í hina áttina, að fólk búi bara í gámum.

    Fullkomin uppgjöf fyrir peningaöflunum.

  • Hrafn Arnarson

    Hugsað út fyrir kassann. Hverjir flytja inn slíka gáma núna? Hvaða fyrirtæki?

  • Ég er bara nokkuð ánægður með gámahúsið sem ég reisti sjálfur á Ægisgarði við Gömlu höfnina.

    http://icelandbike.com/mapofreykjavik.html

  • Hrafnhildur

    Mig langaði að spurja félagsmálaráðherra hver væri munurinn á því að bjóða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum og sjúklingum upp á gámahúsnæði og hins vegar fangelsisstarfsmönnum og föngum? Hér vitna ég í umræðu frá árinu 2011 – http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/25/verksmidjur_gamar_og_isbrjotar_duga_ekki/.

  • Geir Birgir Guðmundsson

    Þetta vissi ég ekki fyrr en ég rakst á þessa umfjöllun í morgun. Er þetta ekki alveg galið að húsnæðismálaráðherrann sjálfur Eygló Harðardóttir í flokki Framsóknar hafi sent frá sér þessa umfjöllun, hugmyndir og ábendingar um gámahús til handa fátækri alþýðu þessa lands! Er hér kominn fram áætlun Framsóknar í húsnæðismálum? Ætlar Framsóknarflokknum í raun að takast að klúðra öllum sínum kosningaloforðum svo gjörsamlega? Verður það heimsmetið sem hann hefur svo mjög talað um og þráð að verði eftirmæli og kyndilljós flokksins undir stjórn núverandi formanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar?

    Ekki nóg með það heldur er hún undrandi að fólk kokgleypi ekki hugmyndir sínar og kallar það „gámafordóma“. Maður veit varla hvort að maður á að hlægja eða gráta yfir forheimsku kjósenda þessa lands að kalla þetta yfir sig. Ætlar fólk aldrei að læra af reynslunni?

    En dæmið sjálf og lesið um drauma Framsóknar í húsnæðismálum:

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur