Þriðjudagur 14.07.2015 - 10:03 - 2 ummæli

Skuldsett þjóð er ekki frjáls

Ein af kröfum Evrópusambandsins sem Grikkir þurfa að gangast undir til að fá neyðarlánið er að þeir verða að selja ríkiseignir að verðmæti 50 milljarða evra.  Fjármunirnir verða notaðir til að endurgreiða lánið og endurfjármagna grísku bankana.

Mörgum finnst nóg um hörkuna gagnvart Grikkjum, ekki hvað síst að ríkiseignir skulu vera með þessum hætti teknar undan yfirráðum grískra stjórnvalda.

Ég var hins vegar ekkert hissa.

Þessi liður samkomulagsins minnti ansi mikið á ákvæði fyrsta Icesave samningsins frá 2009 um að Íslendingar gætu ekki borið fyrir sig friðhelgi fullveldis ef kröfuhafar okkar teldu ástæðu til að ganga að eignum ríkisins til fullnustu samningnum.   Þar hefðu allar eignir ríkisins verið undir, ef við af einhverjum ástæðum hefðum ekki getað staðið við samninginn.

Fyrst var talað um að þetta ákvæði væri svona „hefðbundið“ og fráleit túlkun að telja eignir og auðlindir þjóðarinnar væru undir. En áhyggjurnar voru nægar til að sett var inn sérstakt ákvæði í lögunum um ríkisábyrgðina sem takmörkuðu afsal friðhelgis.

Reynsla Grikkja sýnir að sannarlega var ástæða var til að hafa áhyggjur.

Lærdómurinn er enn á ný að þjóð sem er að drukkna í skuldum er ekki frjáls, ekki frekar en fyrirtæki eða heimili.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Er það ekki þannig með alla sem ábyrgjast lántöku að gengið er að eignum þeirra ef þeir geta ekki borgað lánið, hvort sem um er að ræða einstakling, fyrirtæki, sveitarfélag eða ríki?
    Sönn dæmisaga:
    Ég sá um að greiða öll ferðaútgjöld með Visa-kortinu mínu fyrir mína- og fjölskyldu félaga míns og var meiningin að félagi minn greiddi sinn hluta þegar Visareikningurinn væri á gjalddaga. Þegar að því kom að hann átti að greiða sagði hann mér að þau hjónin hefðu greitt um það atkvæði hvort það ætti að greiða mér tilbaka þeirra hlut og niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni var nei. Hann bætti því við að ef þau greiddu mér þá myndu peningarnir hvort sem er renna beint í minn eigin vasa og þetta kæmi bara ekki til greina af þeirra hálfu.
    Hann var að sjálfsögðu að grínast en þetta er einmitt mórallinn í umræðunni síðustu misseri og ár.

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Eygló. Allar þjóðir veraldarinnar-jarðarinnar eru skuldsettar. „Þökk“ sé steraglæpabönkum sem stýra varnarlausum og guðlausum, í boði Djöfulsins, öllum sem eru frjálst bornir, frjáls vilja frjálsir, og barnfæddir, með sitt hjarta hér á Móður Jarðarinnar lífsreynsluskóla.

    Almættið algóða, og allar góðar vættir gefi okkur öllum vit og viskunnar kærleiksríku trú, til að finna sálarinnar tilgang í hjarta okkar. Okkar eigin einka hjartans leiðbeiningar.

    Við verðum að standa og falla með sálarljósi hjartans, til að komast áfram á lífsins skóla jarðlífsþroskabrautinni.

    M.b.kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur