Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku þinni á morgunverðarfundi um stofnframlög ríkisins og almennar íbúðir, sem fram fer í Háteig A á Grand hóteli, þriðjudaginn 27. september kl. 9:00-10:00. Morgunverður er borinn fram frá kl. 8:30. Markmið með veitingu stofnframlaganna er að bæta húsnæðisöryggis efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi […]
Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum er komið á nýju félagslegu húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraðir, fólk í félagslegum og fjárhagslegum vanda og fatlað fólk […]
Merkileg breyting er að verða á íslenskum húsnæðislánamarkaði þar sem sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa aukist verulega. Þannig eru æ fleiri nánast að taka beint lán hjá sjálfum sér, í stað þess að fjármálafyrirtæki eða Íbúðalánasjóður fái lánað hjá lífeyrissjóðunum og við greiðum milliliðunum viðbótarálag á vexti lífeyrissjóðanna okkar. Aukin útlán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa líka […]