Fimmtudagur 23.03.2017 - 11:26 - Rita ummæli

Lækkum vexti með takmörkun lána?

Íbúðalánasjóður bendir á áhugaverða norska leið til að draga úr eftirspurn á húsnæðismarkaði.  Reglugerð hafi verið breytt þannig að einstaklingar sem kaupa viðbótarhúsnæði í Ósló, umfram lögheimili sitt, verði sjálfir að leggja fram 40 prósent af kaupverðinu en ekki 30 prósent eins og áður var. Lánshlutfallið lækkar þar með úr 70 prósentum af kaupverði í 60 prósent.

Þetta er einnig hægt að gera hér á landi og þarf ekki lagabreytingu til, heldur aðeins reglugerð um leið og nýsamþykkt lög um fasteignalán til neytenda taka gildi þann 1. apríl nk.

Þar segir í 25. gr.:   „Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs, að ákveða í reglum hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána. Hámark veðsetningarhlutfalls í reglum settum skv. 1. mgr. getur numið 60–90% og getur verið mismunandi eftir tegundum lána og hópum neytenda. Í reglum settum skv. 1. mgr. skal heimilað aukið svigrúm við veitingu fasteignaláns til fjármögnunar kaupa á fyrstu fasteign.  Lánveitanda er óheimilt að veita fasteignalán til neytanda ef það leiðir til þess að veðsetningarhlutfall viðkomandi fasteignar fer yfir hámark í reglum settum skv. 1. mgr.“

Í fjármálastöðugleikaráðinu situr fjármálaráðherra, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri.

Ákvæðið er hugsað sem þjóðhagsvarúðartæki sem Seðlabankinn hefur mjög kallað eftir til að styðja við peningastefnu bankans.

Með því að takmarka lánveitingar gæti skapast svigrúm til að lækka vexti.

Þetta gæti því komið betur út fyrir bæði þau heimili sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og þá sem eiga fyrir fasteign.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur