Sunnudagur 09.04.2017 - 09:22 - 1 ummæli

Viltu lækka blóðþrýstinginn?

Getur jákvætt viðhorf bætt heilsu okkar og lífsgæði, jafnvel þegar við erum að takast á við mjög erfiða sjúkdóma?  Það sýna æ fleiri rannsóknir skv. þessari grein í NYTimes.   Þannig getur jákvæðni hugsanlega leitt til lægri blóðþrýstings, færri tilvika af hjartasjúkdómum og betri stjórn á þyngd og blóðsykri.

Í greininni er einnig fullyrt að þótt fólk sé misjafnlega jákvætt að eðlisfari þá geta allir aukið jákvæðni sína með einföldum æfingum. Því er ráðlagt að læra að nota þrjár af neðangreindum leiðum dagsdaglega:

  • Þakkaðu fyrir eitt jákvætt atvik á hverjum degi.  (E. Recognize a positive event each day.)
  • Leyfðu þér að njóta þessa jákvæða atviks og skrifaðu það niður eða segðu einhverjum frá því. (E. Savor that event and log it in a journal or tell someone about it.)
  • Gerðu það að venju að skrifa í þakkardagbók á hverjum degi. (E. Start a daily gratitude journal.)
  • Listaðu persónulega hæfni og skráðu hvernig þú nýttir þennan hæfileika þinn. (E. List a personal strength and note how you used it.)
  • Settu þér markmið sem þú getur náð og skráðu hvernig þér gengur að ná markmiðinu. (E. Set an attainable goal and note your progress.)
  • Skráðu niður tiltölulega minniháttar álagspunkt eða stress og listaðu upp leiðir til að endurmeta það sem gerðist á jákvæðan máta. (E. Report a relatively minor stress and list ways to reappraise the event positively.)
  • Vendu þig á að gera lítil góðverk daglega (E. Recognize and practice small acts of kindness daily.)
  • Iðkaðu núvitund, þar sem þú einbeitir þér að núinu frekar en fortíðinni eða framtíðinni. (E. Practice mindfulness, focusing on the here and now rather than the past or future.)

Koma svo 🙂

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Runar Vernharðsson

    Ætli ekki eitthvað annað en predikun úr NY TImes sé nóg til að hjálp okkur Íslendingu til að ná honum niður núna. Forusta FramSJalla hefur séð fyrir því frá D-H tímabilinu og svo SimmiBjarni. Kom on kona hvar ertu ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur