Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur farið hækkandi á undanförnum árum. Þannig er um fjórðungur atvinnulausra, ríflega 1100 manns, með háskólamenntun eða sérskólamenntun á háskólastigi. Viðskiptafræðingar eru fjölmennastir og þar á eftir lögfræðingar.
Á sama tíma heyrast svo fréttir að erfiðlega gengur að ráða fólk í ýmis störf og atvinnuleysi mælist lítið sem ekki neitt.
Hér verður mest samkeppni um starfsfólk eftir 5 ár í Svíþjóð:
- Byggingaverkfræðingar og annað tæknimenntað fólk í byggingariðnaði
- Leikskólakennarar
- Hjúkrunarfræðingar, almennir og í bráðaþjónustu
- Læknar
- Kennarar í iðn- og tækninámi
- Hugbúnaðar- og kerfisfræðingar
- Geislafræðingar
- Sérkennarar
- Iðnaðarmenn (smiðir, rafvirkjar, kokkar, vélvirkjar, múrarar, píparar)
- Sjúkraliðar, starfsmenn í heimaþjónustu og á hjúkrunarheimilum.
Minnst eftirspurn verður eftir starfsmönnum í þessum störfum eftir 5 ár:
- Almennur starfsmaður í banka
- Aðstoðarmenn stjórnenda
- Ráðgjafar á sviði fjármála og fjárfestinga
- Ljósmyndarar
- Grafískir hönnuðir
- Sérfræðingar í samskiptum og almannatengslum
- Blaðamenn
- Tónlistarmenn, söngvarar og tónskáld
- Starfsfólk á bensínstöð
- Starfsmenn í matvöru- og smásöluverslunum
- Gjaldkerar á kassa
- Aðstoðarmenn á skrifstofu, ritarar
- Móttökuritarar
- Prentarar og bókbindara
- Starfsmenn í símsvörun
- Húsverðir
Mér sýnist að við getum yfirfært margt af þessu á íslenskan vinnumarkað. Miklar breytingar eru að verða á umhverfi fjármálafyrirtækja, tæknibyltingin hefur þegar umbreytt starfsumhverfi fjölmiðla, flestir svara sjálfir sínum símum og tölvupóstum og sífellt fleiri velja að kaupa sér frekar rafbíl en bensínbíl.
Eða hvað?

Eygló Harðardóttir
Rita ummæli