Fimmtudagur 15.02.2018 - 14:50 - Rita ummæli

150 viðskiptafræðingar atvinnulausir – hvar eru störfin?

Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur farið hækkandi á undanförnum árum.   Þannig er um fjórðungur atvinnulausra, ríflega 1100 manns, með háskólamenntun eða sérskólamenntun á háskólastigi.  Viðskiptafræðingar eru fjölmennastir og þar á eftir lögfræðingar.

Á sama tíma heyrast svo fréttir að erfiðlega gengur að ráða fólk í ýmis störf og atvinnuleysi mælist lítið sem ekki neitt.

Fyrir stuttu birti sænska vinnumálastofnun árlega spá sína um „heitustu“ og „köldustu“ störfin eftir 5 ár.

Hér verður mest samkeppni um starfsfólk eftir 5 ár í Svíþjóð:

  • Byggingaverkfræðingar og annað tæknimenntað fólk í byggingariðnaði
  • Leikskólakennarar
  • Hjúkrunarfræðingar, almennir og í bráðaþjónustu
  • Læknar
  • Kennarar í iðn- og tækninámi
  • Hugbúnaðar- og kerfisfræðingar
  • Geislafræðingar
  • Sérkennarar
  • Iðnaðarmenn (smiðir, rafvirkjar, kokkar, vélvirkjar, múrarar, píparar)
  • Sjúkraliðar, starfsmenn í heimaþjónustu og á hjúkrunarheimilum.

Minnst eftirspurn verður eftir starfsmönnum í þessum störfum eftir 5 ár:

  • Almennur starfsmaður í banka
  • Aðstoðarmenn stjórnenda
  • Ráðgjafar á sviði fjármála og fjárfestinga
  • Ljósmyndarar
  • Grafískir hönnuðir
  • Sérfræðingar í samskiptum og almannatengslum
  • Blaðamenn
  • Tónlistarmenn, söngvarar og tónskáld
  • Starfsfólk á bensínstöð
  • Starfsmenn í matvöru- og smásöluverslunum
  • Gjaldkerar á kassa
  • Aðstoðarmenn á skrifstofu, ritarar
  • Móttökuritarar
  • Prentarar og bókbindara
  • Starfsmenn í símsvörun
  • Húsverðir

Mér sýnist að við getum yfirfært margt af þessu á íslenskan vinnumarkað.  Miklar breytingar eru að verða á umhverfi fjármálafyrirtækja, tæknibyltingin hefur þegar umbreytt starfsumhverfi fjölmiðla, flestir svara sjálfir sínum símum og tölvupóstum og sífellt fleiri velja að kaupa sér frekar rafbíl en bensínbíl.

Eða hvað?

 

 

 

 

 

Flokkar: Menntun · Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur