Færslur fyrir flokkinn ‘Húsnæðismál’

Miðvikudagur 26.07 2017 - 09:54

Hvað eru margar íbúðir í byggingu?

Þegar rætt er um húsnæðisvandann hljóta tölur um fjölda íbúða í byggingu að skipta miklu máli. Sveitarfélög fara með skipulagsvaldið, úthluta lóðum, afgreiða byggingarleyfi og skrá hjá sér byggingarstig framkvæmdanna.  Því hefur ekki verið til á einum stað hversu margar íbúðir eru í byggingu á hverjum tíma.  Stjórnvöld þ.m.t. Seðlabankinn, Hagstofan, fjármálaráðuneytið og stjórnmálamenn hafa […]

Laugardagur 29.04 2017 - 08:00

Þarf pung til að byggja hús?

Við hjónin erum að byggja hús.  Í þessu verkefni tókum við ákvörðun um að ég myndi sjá um samskipti við hönnuði, iðnaðarmenn og flesta birgja.  Ég vissi fyrir að byggingarbransinn væri mjög karllægur.  Í skýrslu sem ég lagði fram á Jafnréttisþingi kom fram að konur eru aðeins um 3% í starfsstétt iðnaðarmanna og sérhæfðs verkafólks […]

Mánudagur 17.04 2017 - 12:00

Hola verður til

Fyrsta skóflustungan að fyrsta húsinu sem við hjónin byggjum sjálf var tekin í síðustu viku.   Í dag erum við því stoltir eigendur að stórri holu, sem verður fyllt með frostfríu efni á næstu dögum. Gleðin var mikil enda langur aðdragandi að þessari fyrstu skóflustungu. Lóðin var keypt fyrir ári síðan.  Ég hringdi í leigusalann minn […]

Þriðjudagur 11.04 2017 - 08:55

#Þaðerhægt

Auglýsingum Íslandsbanka (viðskiptabanki minn), um að með því að skipuleggja og gera áætlanir sé hægt að eignast húsnæði, hefur víða verið tekið illa. Þetta eru sömu viðbrögð og þegar ég skrifaði pistil fyrir nokkru um að lán væri ekki lukka. Á sama tíma segir umboðsmaður skuldara að umsóknum um greiðsluaðlögun frá ungu fólki á leigumarkaðnum […]

Sunnudagur 19.03 2017 - 15:48

Íbúðaskortur og töfralausnir?

Árin 2018 / 2019 verða væntanlega árin sem byggingariðnaðurinn verður farinn að framleiða þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta árlegri þörf markaðarins skv. áætlun Samtaka iðnaðarins.  Árin 2018/2019 eru einnig árin sem Bjarg íbúðafélag, nýtt leigufélag í eigu ASÍ og BSRB, áætlar að fyrstu leigjendurnir muni flytja inn í íbúðir þeirra.  Á sama tíma […]

Þriðjudagur 28.02 2017 - 14:32

Ertu að tapa á Airbnb?

Mikið er rætt um húsnæðisvandann þessa dagana og ekki hvað síst vandann á almenna leigumarkaðnum. Eitt af því sem talið er hafa mikil og neikvæð áhrif á hann er leiga íbúða til ferðamanna á vefsíðum á borð við Airbnb. Fleiri hundruð herbergja, íbúða og húsa má finna til útleigu á vefnum og líklega gera flestir […]

Mánudagur 06.02 2017 - 16:22

Tekið á skuldavanda heimilanna

Heimilum landsins vegnar betur. Um mitt ár 2009 voru skuldir heimilanna 126% af landsframleiðslu, en eru í dag lægri en þær hafa verið í aldarfjórðung.  Þetta er árangurinn af markvissri baráttu framsóknarmanna fyrir því að taka á skuldvanda heimilanna allt frá bankahruni.  Hvort sem um var að ræða yfirdráttarlán, gengislán eða verðtryggð lán þurfti að […]

Miðvikudagur 19.10 2016 - 13:14

Þúsundir Leiguheimila á næstu árum

Fyrsti umsóknarfresturinn vegna Leiguheimilanna í nýju almennu íbúðakerfi rann út þann 15. október.  Nýja kerfið fer vel á stað því fjór­tán aðilar sóttu um stofn­fram­lög úr rík­is­sjóði til bygg­ing­ar eða kaupa á 571 íbúð sem ætlað er að slá á hús­næðis­vanda tekju­lægri ein­stak­linga og milli­tekju­hópa. Íbúðalánasjóður mun kanna hvar þörfin fyrir hagkvæmt leiguhúsnæði er mest […]

Mánudagur 26.09 2016 - 10:22

Auglýst eftir samfélagssinnuðum leigusölum

Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku þinni á morgunverðarfundi um stofnframlög ríkisins og almennar íbúðir, sem fram fer í Háteig A á Grand hóteli, þriðjudaginn 27. september kl. 9:00-10:00. Morgunverður er borinn fram frá kl. 8:30. Markmið með veitingu stofnframlaganna er að bæta húsnæðisöryggis efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu  og viðeigandi […]

Miðvikudagur 14.09 2016 - 08:06

Almennar íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu.  Með lögunum er komið á nýju félagslegu húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraðir, fólk í félagslegum og fjárhagslegum vanda og fatlað fólk […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur