Í Félagsvísum 2014 má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem tengjast lífskjörum þjóðarinnar. Þar má meðal annars finna upplýsingar um stöðu heimila á húsnæðismarkaðnum og húsnæðiskostnað frá 2004 til 2013. Árið 2013 voru 10,7% heimila í félagslegu leiguhúsnæði, 14,2% voru í leiguhúsnæði á almennum markaði og 2,2% sem voru í leiguhúsnæði en greiddu ekki fyrir það […]