Færslur fyrir júní, 2009

Mánudagur 15.06 2009 - 10:39

Hjáseta um landráðin?

Eftir hin stóru orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um IceSave-málið er niðurstaða miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í Keflavík einungis sú að styðja ekki samninginn. Upphafsorð samþykktarinnar benda til þess að hluti þingflokks Framsóknar hyggist sitja hjá í atkvæðagreiðslu um IceSave-málið á þinginu: „Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins, haldinn í Keflavík 13. júní 2009, skorar á þingmenn flokksins að greiða ekki atkvæði með samningi […]

Sunnudagur 14.06 2009 - 20:14

Meiriháttar efnahagsráðgjöf

Í fréttum Stöðvar tvö (og á Vísi) fáum við að heyra að það sé ekkert vit að leggja á nýja skatta. Þá eigi fólk ennþá erfiðara í kjölfar kjaraskerðingar með gengisfalli og dýrtíð að ekki sé talað um skerta atvinnu – og fyrirtækin þoli auðvitað ekkert. Í staðinn á að skera niður hjá ríkinu. Þetta […]

Föstudagur 12.06 2009 - 13:06

Kóað með Kristjáni

Hingað kom í síðustu viku fólk frá Greenpeace og sagði Íslendingum þær fréttir að fyrir útflutningsvöruna hvalkjöt væri enginn markaður þar sem á að selja hana, nefnilega í Japan. Afgreiðsla fjölmiðla á þessum tíðindum var ansi mikið 2007. Fulltrúar samtakanna héldu blaðamannafund í Reykjavíkurhöfn og frá honum var auðvitað sagt víðast hvar. Flestum fréttamannnanna hugkvæmdist […]

Miðvikudagur 10.06 2009 - 20:33

Hlýðum Evu strax

Það kann að vera kostnaðarsamt að fjölga sérstökum saksóknurum og öðru starfsliði við rannsókn bankaglæpa. Og það kann að vera óþægilegt í litla kunningjasamfélaginu að koma frá ríkissaksóknara í nánum tengslum við einn þeirra sem rannsaka þarf. Íslendingar hafa hinsvegar ekki efni á öðru en að klára þessa rannsókn eins vel og hægt er. Meðal […]

Laugardagur 06.06 2009 - 18:10

Of seint að vera svartsýnn

Þetta var mögnuð mynd í sjónvarpinu í gær og á skilið meira umtal en hún hefur fengið hér ennþá –kannski af því við Íslendingar höfum alltaf um eitthvað annað að hugsa en það að náttúran sé orðin ónáttúruleg og að framtíð mannkyns sé í hættu.Til dæmis um Ísland-Holland … ? Magnaðast var kannski þegar maður […]

Föstudagur 05.06 2009 - 21:03

IceSave: Hættuleg hystería

  Viðbrögð stjórnarandstöðunnar á þingi og nú síðast í Kastljósi við væntanlegum IceSave-samningum eru hysterísk – og hættuleg. Löngu var ljóst að við áttum engan annan kost en að semja um þessar skuldir. Hinn kosturinn var að segja sig úr lögum við umheiminn og útiloka samfélagið um leið frá erlendu lánsfé, hefðbundnum viðskiptum og almennum […]

Miðvikudagur 03.06 2009 - 15:36

Áfram veginn

Man eftir þessari tilfinningu frá því í eldgamla daga, að eignast  nýtt hjól, spenna og stolt og svo örlítill kvíði – er það af réttri stærð, virka bremsur og (nú) gírar, fer það nógu hratt … Ég var að rifja upp á leiðinni austan úr Erninum (sem einusinni var lítil búð á Spítalastígnum, stórveldið var […]

Þriðjudagur 02.06 2009 - 09:47

Einsleit Fréttablaðsfrétt

Mér fannst gott hjá Katrínu Jakobsdóttur að setja niður vinnunefnd um hlutverk Ríkisútvarpsins, og mér fannst líka snjallt að í henni væri fagfólk úr ýmsum áttum en ekki stjórnmálamenn eða viðskiptafræðingar. Samkvæmt frétt frá menntamálaráðuneytinu á þessi hópur að „skoða hlutverk almannaútvarps í þjóðfélaginu“ og á að leggja niðurstöður hans til grundvallar við nýjan þjónustusamning […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur