Fyrir svona áratug voru tekin upp svokölluð andsvör í umræðum í þinginu – þegar ræðumaður hefur lokið máli sínu getur annar þingmaður komið strax upp með stutta spurningu eða einhverskonar álit sem hinn svo svarar, spyrjandinn kemur aftur og ræðumaður svarar aftur. Þetta þótti mikil framför. Ræðumaður getur átt von á að þurfa að standa […]
Hér á að vera hátíð hjá áhugamönnum um umhverfismál og náttúruvernd! Árósasamningurinn um umhverfisvernd og mannréttindi verður leiddur endanlega í lög á morgun – insjalla – þegar samþykkt verða tvö frumvörp sem tryggja framgang þess af þremur meginþáttum hans sem okkur vantaði: Réttur almennings til réttlátrar málsmeðferðar vegna ákvarðana um umhverfismál, einsog það heitir nokkuð […]
Fyrir okkur mörgum sem teljum okkur umhverfissinna og náttúruverndarmenn er Guðmundur Páll Ólafsson nánast einsog heilagur maður. Svo þarft verk hefur hann unnið við að kynna íslenska náttúru og andæfa eyðingaröflum sem á hana herja. Þessvegna bregður mér þegar Guðmundur Páll sker í dag upp herör gegn vatnalagafrumvarpi Katrínar Júlíusdóttur (Fréttablaðinu, bls. 14). Ekki síst […]
Bjarni Benediktsson tilkynnti núna um helgina að hann yrði einn í kjöri þegar valinn verður formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í haust. Við sama tækifæri tilkynnti hann þau nýju viðhorf sín að Íslendingar ættu að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Í leiðinni hafnaði formaður Sjálfstæðisflokksins evrunni sem framtíðargjaldmiðli íslenska hagkerfisins. Bjarni sagði auðvitað ekkert um stöðu ríkisins innan […]
Bakkabræður pössuðu sig að ávarpa hver annan alltaf með öllum þremur nöfnum sínum af því þeir voru aldrei alveg vissir hver var hver. Gísli, Eiríkur, Helgi. Eitthvað sérlega íslenskt við þetta. Við erum einmitt ekki alveg klár á hver er hver og hvað er hvers. Í dag var haldinn fundur þriggja þingnefnda um síðasta fund […]
Rokið – helsta auðlind Íslands? Það er að vísu nokkuð langt í að sá draumur rætist en allt í lagi að láta sig dreyma eftir sögulega stund á laugardaginn þegar Haraldur orkubóndi Magnússon á Belgsholti í Melasveit vígði fyrstu vindmylluna sem tengist rafkerfinu, og byrjaði þarmeð að selja rafmagn úr rokinu vestan Hafnarfjalls. Þetta er […]
Össur Skarphéðinsson hefur heitið stuðningi Íslendinga við fyrirhugaða umsókn Palestínuríkis um aðild að Sameinuðu þjóðunum á allsherjarþinginu í september. Þetta er mikilvægt framlag af okkar hálfu við baráttu Palestínumanna fyrir mannsæmandi lífi og sjálfstæðu ríki á heimaslóðum sínum. Ýmsar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa þegar heitið stuðningi við málið – í trássi við Bandaríkjastjórn sem sífellt heldur […]
„Össur standi fyrir máli sínu“ er fyrirsögn Vísis.is á frétt um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi krafist fundar í utanríkismálanefnd þingsins þar sem Össur á … að standa fyrir máli sínu. Það er orðinn siður stjórnarandstöðuþingmanna að krefjast fundar í aðskiljanlegum þingnefndum þegar þeir þurfa að komast í blöðin. Svo heyrist yfirleitt minna í þeim […]
Björn Óli Hauksson forstjóri Isaviu ohf. hefur vinsamlegast sent mér svör við spurningum sem ég sendi honum í síðustu viku um auglýsingar Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bréf Björns Óla er hér. Um leið og þökkuð eru skjót svör verð ég að lýsa vonbrigðum yfir því að þau eru í skötulíki. Opinbera hlutafélagið er greinilega í […]
Sérkennileg viðbrögð hjá opinbera hlutafélaginu sem rekur Leifsstöð að taka niður hvalaauglýsingar Alþjóða-dýraverdarsamtakanna, IFAW, án almennilegra skýringa og ástæðu. Skil ágætlega að halveiðimenn kvarti – en er eitthvað rangt við þá ábendingu að til að geta selt ferðamönnum hvalkjöt að éta þurfi að veiða hvalinn og drepa? Hvernig sem menn snúa sér í hvalamálinu – […]