Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 06.01 2010 - 11:29

Skýrt val

Vinkona mín Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur farið öfugt frammúr í morgun. Ég lái henni það sosum ekki. Valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni er ekki um ríkisstjórn eða forseta. Vissulega skipta úrslitin miklu fyrir ríkisstjórnina – en forsetinn situr áfram hvað sem hver segir í atkvæðagreiðslunni, og getur vitnað til þess verði hann spurður að engin efnisleg afstaða til […]

Þriðjudagur 05.01 2010 - 21:32

Meirihluti og þjóðaratkvæðagreiðsla

Hann entist ekki daginn, fögnuður Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yfir ákvörðun forsetans um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í Kastljósi í kvöld voru þeir báðir á því að best væri að sleppa atkvæðagreiðslunni – ef stjórnarflokkarnir gerðu svo vel að fallast á gömlu lögin (þegar Sigmundur Davíð var á móti og Bjarni sat hjá). Vel kann að […]

Þriðjudagur 05.01 2010 - 11:45

Samþykkjum

Næsti kafli í málinu endalausa er þjóðaratkvæðagreiðsla – hvort sem menn eru sammála forsetanum eða ekki – og þá er að ganga til þess verks. Sjálfur tel ég að forsetinn hefði átt að samþykkja lögin, og byggi þá skoðun á orðum hans sjálfs – í síðasta áramótaávarpi, í yfirlýsingunni frá fjölmiðlalagamálinu 2004 og röksemdum í […]

Sunnudagur 03.01 2010 - 12:13

Standard og Poor’s gegn Sigmundi Davíð

Merkileg frétt sem ekki hefur vakið næga athygli síðustu daga er sú að ríkisstjórnin er farin að borga fyrirtækinu Standard og Poor’s fyrir að breyta hjá sér lánshæfismatinu. Þetta gerðist í fyrsta sinn á gamlársdag þegar fyrirtækið gaf út það mat að horfurnar fyrir Ísland væru ekki lengur neikvæðar heldur stöðugar. Við var borið samþykkt […]

Miðvikudagur 30.12 2009 - 23:26

Skrýtið

Þá er Icesave loksins búið við Austurvöll, og kominn tími til. Siðasta upphlaupið, þegar bresk lögfræðistofa tók að sér verkstjórn á alþingi Íslendinga, var algerlega viðeigandi ömurleg. Í atkvæðagreiðslunum í kvöld bar hvað mest á lýðræðisást þeirra sem hér sátu við völd í sextán ár án þess að sýna nokkurntíma vilja til annars en að […]

Þriðjudagur 29.12 2009 - 23:59

Látnir auglýsa

Ætli ég sé einn um að þykja það óþægilegt þegar látnir menn gylla fyrir mér varning og þjónustu í auglýsingatímunum? Nú er flugeldasalan á fullu, og þá er endurflutt auglýsing sem Flosi Ólafsson las inn á fyrir löngu – nú eða kannski bara í fyrra – og maður hrekkur við: Hann Flosi, sem er alveg […]

Þriðjudagur 22.12 2009 - 11:53

Háir vextir?

Lögfræðistofan Mishcon de Reya hefur komist að þeirri niðurstöðu að vextirnir á Icesave-láninu séu of háir – eða það segir allavega í fréttum Moggans og RÚV. „Flokksgæðingar“ – sem er örugglega eitthvert Samfylkingarlið – þykjast að vísu hafa fundið út að lögfræðingarnir – eða réttara sagt lögfræðingurinn, sem heitir Michael Collins, færi engin rök fyrir […]

Laugardagur 19.12 2009 - 14:50

Pollýanna mætt í Kaupmannahöfn

Loftslags-skömm – Climate Shame – var hrópað fyrir utan Bella Center í nótt, sem að minnsta kosti kvartrímar við Climate Change og er andstæðan við hið langþráða Climate Justice. Og í dag hafa öll helstu umhverfis- og loftslagssamtök lýst megnum vonbrigðum sínum með niðurstöðuna af ráðstefnunni í No-Hopenhagen eða Brokenhagen. Það hafa þjóðarleiðtogar líka gert, […]

Föstudagur 18.12 2009 - 20:15

Beðið í Bellasentri

Stjórnmàlamenn tala, leiðtogar gera – stóð à borðanum sem veisluklæddir Greenpeacemenn breiddu út þegar þeir höfðu komist inn í kvöldmatinn hjà Danadrottningu í gær — og hér í Bella Center, Hopenhagen, er enn beðið eftir öðru frà aðalleikurunum en misfögrum flaumi orða. Ekkert hefur frést af Obama síðan fundur hans og kínverska forsætisràðherrans Jiabao hófst […]

Föstudagur 18.12 2009 - 10:19

Bjartar vonir vakna og slokkna og vakna …

Í gærkvöldi og í morgun hefur verið bjartara yfir Bellusentri en alla vikuna áður – leiðtogafundurinn hafinn og spár um nýja gerjun virðast hafa ræst. Hillary Clinton var miklu sáttfúsari í hádeginu í gær en bandarískir embættismenn áður mörg dægur, og þegar Hillary var búin að lofa stuðningi við loftslagssjóðinn mikla gáfu Kínverjar líka eftir […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur