Vinkona mín Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur farið öfugt frammúr í morgun. Ég lái henni það sosum ekki. Valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni er ekki um ríkisstjórn eða forseta. Vissulega skipta úrslitin miklu fyrir ríkisstjórnina – en forsetinn situr áfram hvað sem hver segir í atkvæðagreiðslunni, og getur vitnað til þess verði hann spurður að engin efnisleg afstaða til […]
Hann entist ekki daginn, fögnuður Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar yfir ákvörðun forsetans um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í Kastljósi í kvöld voru þeir báðir á því að best væri að sleppa atkvæðagreiðslunni – ef stjórnarflokkarnir gerðu svo vel að fallast á gömlu lögin (þegar Sigmundur Davíð var á móti og Bjarni sat hjá). Vel kann að […]
Næsti kafli í málinu endalausa er þjóðaratkvæðagreiðsla – hvort sem menn eru sammála forsetanum eða ekki – og þá er að ganga til þess verks. Sjálfur tel ég að forsetinn hefði átt að samþykkja lögin, og byggi þá skoðun á orðum hans sjálfs – í síðasta áramótaávarpi, í yfirlýsingunni frá fjölmiðlalagamálinu 2004 og röksemdum í […]
Merkileg frétt sem ekki hefur vakið næga athygli síðustu daga er sú að ríkisstjórnin er farin að borga fyrirtækinu Standard og Poor’s fyrir að breyta hjá sér lánshæfismatinu. Þetta gerðist í fyrsta sinn á gamlársdag þegar fyrirtækið gaf út það mat að horfurnar fyrir Ísland væru ekki lengur neikvæðar heldur stöðugar. Við var borið samþykkt […]
Þá er Icesave loksins búið við Austurvöll, og kominn tími til. Siðasta upphlaupið, þegar bresk lögfræðistofa tók að sér verkstjórn á alþingi Íslendinga, var algerlega viðeigandi ömurleg. Í atkvæðagreiðslunum í kvöld bar hvað mest á lýðræðisást þeirra sem hér sátu við völd í sextán ár án þess að sýna nokkurntíma vilja til annars en að […]
Ætli ég sé einn um að þykja það óþægilegt þegar látnir menn gylla fyrir mér varning og þjónustu í auglýsingatímunum? Nú er flugeldasalan á fullu, og þá er endurflutt auglýsing sem Flosi Ólafsson las inn á fyrir löngu – nú eða kannski bara í fyrra – og maður hrekkur við: Hann Flosi, sem er alveg […]
Lögfræðistofan Mishcon de Reya hefur komist að þeirri niðurstöðu að vextirnir á Icesave-láninu séu of háir – eða það segir allavega í fréttum Moggans og RÚV. „Flokksgæðingar“ – sem er örugglega eitthvert Samfylkingarlið – þykjast að vísu hafa fundið út að lögfræðingarnir – eða réttara sagt lögfræðingurinn, sem heitir Michael Collins, færi engin rök fyrir […]
Loftslags-skömm – Climate Shame – var hrópað fyrir utan Bella Center í nótt, sem að minnsta kosti kvartrímar við Climate Change og er andstæðan við hið langþráða Climate Justice. Og í dag hafa öll helstu umhverfis- og loftslagssamtök lýst megnum vonbrigðum sínum með niðurstöðuna af ráðstefnunni í No-Hopenhagen eða Brokenhagen. Það hafa þjóðarleiðtogar líka gert, […]
Stjórnmàlamenn tala, leiðtogar gera – stóð à borðanum sem veisluklæddir Greenpeacemenn breiddu út þegar þeir höfðu komist inn í kvöldmatinn hjà Danadrottningu í gær — og hér í Bella Center, Hopenhagen, er enn beðið eftir öðru frà aðalleikurunum en misfögrum flaumi orða. Ekkert hefur frést af Obama síðan fundur hans og kínverska forsætisràðherrans Jiabao hófst […]
Í gærkvöldi og í morgun hefur verið bjartara yfir Bellusentri en alla vikuna áður – leiðtogafundurinn hafinn og spár um nýja gerjun virðast hafa ræst. Hillary Clinton var miklu sáttfúsari í hádeginu í gær en bandarískir embættismenn áður mörg dægur, og þegar Hillary var búin að lofa stuðningi við loftslagssjóðinn mikla gáfu Kínverjar líka eftir […]