Stjórnmàlamenn tala, leiðtogar gera – stóð à borðanum sem veisluklæddir Greenpeacemenn breiddu út þegar þeir höfðu komist inn í kvöldmatinn hjà Danadrottningu í gær — og hér í Bella Center, Hopenhagen, er enn beðið eftir öðru frà aðalleikurunum en misfögrum flaumi orða. Ekkert hefur frést af Obama síðan fundur hans og kínverska forsætisràðherrans Jiabao hófst um sjöleytið, og vonleysisblær farinn að færast yfir mannfjöldann hér í sölunum – en ràðstefnuninni àtti samkvæmt dagskrà að ljúka klukkan sex.
Obama var flottur í ræðustól eftir hàdegið og sagðist mundu reyna allt til að nà samkomulagi í dag. Gaf þó ekkert eftir efnislega. Öfugt við Lulu frà Brasilíu sem hélt glæsilega ræðu à undan Obama og sagði meðal annars að Brasilíumenn væntu þess engan veginn að fà fé úr lofstlagssjóðinum sem er eitt helsta deiluefnið – heldur væru reiðubúnir að borga í hann! Það er til tíðinda að í blaðamannasalnum var klappað eftir ræðu Lúlús, en sú stétt er annars ekki afar uppnæm fyrir màlrófi stjórnmàlamanna.
Enginn veit enn hvað verður, en meðan leiðtogarnir eru à staðnum lifir vonin um niðurstöðu – og það eru þeir nokkurnveginn allir nema Medvédév sem er farinn heim en mun hafa falið næstu mönnum umboð til að semja ef færi gæfist à.
Til marks um breytingarnar í heimspólitíkinni er auðvitað að sà öxull sem öllu skiptir núna í Kaupmannahöfn liggur milli Kana og Kínverja – sem hér koma fram sem forystumenn þróunarríkjanna. Hópur þeirra heitir à ràðstefnsku $G-77% sem upphófst sem stuttnefni óhàðra ríkja à kaldastríðstímum og rúmar nú 134 ríki alls. Ríki nuumer 135 er svo Kína, og heiti hópsins hér er $G-77 and China%.
Evrópusambandið kemur fram sem einskonar sàttasemjari milli Peking og Washington, en hlutverk og staða Rússa er à hinn bóginn fekar óljóst.
Það fer svo ekki à milli màla að ríkin Indland, Brasilía og Suður-Afríku eru komin í fremstu röð í alþjóðastjórnmàlum, en Íran aðeins fjær sviðsmiðju.
Athygli hér í dag vöktu annars félagarnir Chávez og Morales, suðuramerísku vinstriforingjarnir sem margir evrópskir róttæklingar hafa fest við vonir sínar. Og vonandi eru þeir að gera merkilega hluti í löndum sínum en sà bernski popúlismi sem þeir stunduðu à leiðtogafundinum bendir ekki til þess að þeir séu í mikilli alvöru. Það var samt ekki annað hægt en að brosa þegar Chávez gerði stólpagrín að Obama — fyrir að sitja ekki í sæti sínu einsog aðrir heldur læðast inn um svolitlar hliðardyr í púltið og skjótast svo þangað aftur eftir ræðuna. — Þetta verða líka lokin à valdastefnu gringóanna, sagði Chávez: Hún hverfur út um litlar hliðardyr í mannkynssögunni.
Ha, ha — gaman, gaman. En hvernig var þetta aftur með loftslagsvàna, àgæti herra Hugo Rafael Chávez?
Og enn er beðið í Bellasentri. Eftir foringjum sem gera annað en að tala.