Færslur fyrir október, 2008

Sunnudagur 12.10 2008 - 13:41

Hann er þolandi….

Sit hér og fylgist með silfri Egils. Egill reynir að þjarma að Jóni Ásgeir sem virkar óöruggur og deigur. Egill byrjaði ekki illa en missti svo gersamlega dampinn. Endurteknar spurningar hans um það hvort Jón ætlaði að fara að vinna í bónus eða pælingar um lífsstíl fyndust mér hallærislegar. Tap Jóns Ásgeirs snýst í engu […]

Laugardagur 11.10 2008 - 12:44

Go Egill!

Þá styttist í að guðfaðir útrásarinnar og skuldsettra yfirtaka komi fram í silfri Egils. Bíð spenntur þó augljóst sé að ekkert nýtt muni koma fram í þættinum. Hann mun nota sama trikkið og áður. Reyna að búa til stjórnmál úr málinu og fara með hefðbundna útgáfu af Davíðssálmum sem hann söng svo listilega í fjölmiðunum […]

Fimmtudagur 09.10 2008 - 11:12

Snilld og dylgjur…

Hvort sem mönnum finnst ástandið í dag vera ríkisstjórninni að kenna eður ei er morgunljóst að þar á bæ er verið að vinna ótrúlegt starf þessa dagana við ömurleg og nánast vonlaus skilyrði á meðan gerendur í málinu flugu burt í einkafákum sínum til eigna sinna erlendis. Geir og Björgvin standa í stefninu og reyna […]

Fimmtudagur 09.10 2008 - 10:29

Ekki benda á mig.

Þau eru mörg mögnuð augnablikin þessa dagana. Eitt af þeim var í gær þegar Gunnar Smári Egilsson var tekinn tali á förnum vegi. Umræðuefnið var að sjálfsögðu ástand mála… Gunnar Smári var að vanda með munninn fyrir neðan nefið. Röskur í tali laus við tilgerð. En það voru efnistökin sem vöktu furðu. Hann nánast las […]

Þriðjudagur 07.10 2008 - 18:32

Vilhjálmur Bjarnason er með málið…

Vilhjálmur Bjarnason var í speglinum áðan. Hann er að vakna blessaður og virðist loks gera sér grein fyrir þvi að í rekstri sumra fyrirtækja hér er munstur. Eigendurnir eru allstaðar og þeir eru þurftafrekir á peninga sem þeir lána sjálfum sér og félögum sínum til að kaupa af sjálfum sér og félögunum endurtekið. Svo borga […]

Þriðjudagur 07.10 2008 - 09:26

Reisn.

Þá er Landsbankinn fallinn. FME tók hann barasta yfir í nótt og stjórnin hætt að reka bankann. Þetta gerðist allt í fullri sátt og samvinnu. Hagsmunir heildarinnar skipta öllu og eigendur bankans greiða götu þeirra sem koma að rústunum og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Auðvitað er litil reisn yfir því að reka […]

Mánudagur 06.10 2008 - 22:20

Sökin er bankanna.

Sökudólgurinn er fundinn! Einkavæðing bankanna er vandinn. það var kerfið sem bjó til vonda bankamenn eða óhæfa. Auðvitað getum við alltaf bætt í götin og lagað í ljósi reynslunnar. Reynslan kenndi okkur að ríkisbankar voru ferleg hugmynd. Þessir verða vonandi ekki lengi ríkisbankar. Ef við þurfum að finna sökudólga þá finnast þeir örugglega báðu megin […]

Mánudagur 06.10 2008 - 17:35

Arfleifð götustrákanna.

Þá er það skollið á óveðrið. Af fullum þunga og við finnum öll fyrir þunganum þó hann sé kannski ekki farinn að snerta okkur beint, ennþá. Nú er allt bara stopp. Tíminn hreyfist ekki og mig langar eiginlega ekkert í sundlaugina sem ég heimsæki á eftir. Fer samt… Enda heldur lífið áfram. Glamúr og glæsilífið […]

Mánudagur 06.10 2008 - 17:20

Líkræða?

Ég vill hvorki né get dregið úr alvarleika þeirrar stöðu sem upp kom í dag og leiddi til þess að ríkisstjórnin þarf að taka bankana til sín meira og minna. En mér fannst ræða Geirs áðan full dramatísk. Mér leið eins og um líkræðu væri að ræða. Fátt gefið upp og depurðin yfirgengileg. Núna þurfum […]

Fimmtudagur 02.10 2008 - 20:19

Í fréttum er þetta helst.

Ég hef oft bölvað því að ekki eru til reglur hér um eignarhald á fjölmiðlum. Ítalir hafa ekki heldur slíka löggjöf enda sjá allir hvurslags afleiðingar það hefur. Maðurinn með aurana ræður algerlega hvað er til umræðu. það gæti hugsanlega sloppið ef viðkomandi eru sæmilega siðferðilega innréttaðir. Í hvorugu landinu er um slíka heppni að […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur