Færslur fyrir mars, 2011

Fimmtudagur 03.03 2011 - 12:26

Andri Snær Magnason rithöfundur var í sjónvarpinu í gær. Hann er eins og allir vita á móti iðnbyltingunni og telur að við getum öll dregið fram lífið án þess að framleiða annað en bækur. Allar framkvæmdir sem guðspjallamaðurinn telur raska nátturunni eru vondar. Andri Snær notar orð eins og peningamenn og gróðahyggja sem skammaryrði. Hann […]

Fimmtudagur 03.03 2011 - 11:57

Í aðdraganda síðustu kosninga komu ótrúlega margir Sjálfstæðismenn að máli við mig og voru flokknum reiðir. Vildu refsa honum í viðleitni til að gera flokkinn að betra stjórnmálaafli. Ég hafði og hef ákveðna samúð með þeirri hugsun í sjálfu sér þó ég hafi þá þegar bent þessu fólki á að aðferðin sem stóð til að […]

Miðvikudagur 02.03 2011 - 10:19

Hvernig endurnýjar maður traust?

Félagi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er gamall hundur í pólitík. Hann kann sinn orðhengilshátt utanbókar og hefur þétta reynslu í að snúa vonlausri stöðu upp í stórsigur með magnaðri málnotkun og túlkun staðreynda. Nú hefur Ögmundur komist að þeirri niðurstöðu að Ástráður Haraldsson sem sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar fyrir örfáum dögum hafi nú það […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 16:17

Landsdómur til bjargar pólitískri æru

Landsdómur kemur saman í næstu viku. Þá verður ákveðið hvort farið verður í fyrstu og þá vonandi einu pólitísku réttarhöld okkar sögu. Því lengra sem líður frá hruninu og því lengra sem líður frá hneykslinu í þinginu þegar ákveðið var að að ákæra Geir þvi fáránlegar leikur sagan þá ákvörðun. Eina ákvörðunin sem landsdómur getur […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 13:07

Ég velit því lengi fyrir mér hvort ég ætti að hætta mér út í það að skrifa um mál Gunnars Rúnars sem myrti Hannes Helgason í fyrra. Afar viðkvæmt mál og sárt fyrir aðstandendur bæði fórnarlambs og geranda. Ég get ekki með nokkru móti sett í spor þessa fólk né skilið sársaukann sem málinu fylgir. […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 09:25

VG í pólitískum leikskólaleik

VG er stjórnmálflokkur sem ég hef hvað minnsta samleið með. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk heldur vegna þess að ég er í grunninn ósammála þeirri heimspeki. VG er flokkur sem rís alveg undir mínum væntingum í svo mörgu nú um stundir. Margir bera þó virðingu fyrir flokknum sem þótti í stjórnarandstöðu vera […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur