Færslur fyrir ágúst, 2011

Miðvikudagur 31.08 2011 - 20:25

Eftir að hafa séð félaga Ögmund Jónasson í kastljósi er morgunljóst að á brattann er að sækja fyrir Kínverjann eins og kommarnir kalla hann. Helst vildi Ögmundur kaupa allar jarðir handa ríkinu fyrir lánsfé sem seljendurnir borga svo sjálfir í gegnum geggjaða skatta á bæði tekjur sínar, eignir og svo að sjálfsögðu söluhagnaðinn. Kannski pínu […]

Miðvikudagur 31.08 2011 - 14:57

Kvikmyndagerðarmenn og reyndar fleiri hafa farið mikinn vegna vandræða kvikmyndaskóla Íslands. Skólahald allt í upplausn og hver bendir á annan. Nemendur skólans eiga engan kost betri en að vera óánægðir með ráðherra og stjórnvöld því ekkert stoðar að vera óáængð með yfirvöld skólans þó þar liggi nú kannski vandinn líka.

Miðvikudagur 31.08 2011 - 09:38

Jón Bjarnason þekkir ekki Kínverjann

Einþáttungur gærdagsins í boði leikhúss fáránleikans. Jón Bjarnason er spurður út í fjárfestingar og landakaup Kínverjans Huang Nubo sem er að valda óskiljanlegum titringi. Jón setur þarna upp ógleymanlegt bros og mælir þessi orð; „Ég þekki nú þennan „Kínverja“ ekkert. Menn tala um hann eins og hann sé eini Kínverjinn. Ég held að þeir séu […]

Þriðjudagur 30.08 2011 - 10:21

Neikvæður Össur

Ekki ætla ég að deila um það við félaga Össur Skarphéðinsson að neikvæðni hjálpar ekki og jákvæðni og bros á vör er betra veganesti ekki síst þegar á móti blæs. Hann er að fjargviðrast út í stjórnarandstöðuna núna fyrir bölmóð og neikvæðni sem hann telur sérstakan vanda. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni […]

Mánudagur 29.08 2011 - 12:15

Girðingar og frelsi

Ögmundur Jónasson er mesta afturhald og íhald sögunnar ef frá er talinn Jón Bjarnason en hann lítur sér lögmálum. Um Ögmund geta menn mögulega deilt en það gerir enginn sem vill láta taka sig alvarlega að deila um eðliseinkenni stjórnmálmannsins Jóns Bjarnasonar. Þeir eru sömu náttúru og á þeim er ekki eðlismunur heldur stigs. Þessi […]

Mánudagur 29.08 2011 - 11:10

Úlfur Úlfur. Ögmundur Jónasson er risaeðla og ef hann réði værum við öll ríkisrekin. „Við“ öll ættum allt en reyndar væri það þannig að hann og félagar hans í VG myndu svo hafa umboð til að véla um öll okkar mál. Stjórnmálamenn myndu passa upp á okkur og taka góðar og skynsamar ákvarðanir handa okkur. […]

Laugardagur 27.08 2011 - 14:02

Skyldulesning; Jón Steinsson í fréttablaðinu í dag

Ég legg það til við ritstjórn eyjunnar að benda fólki á að lesa grein Jóns Steinssonar hagfræðings í Fréttablaðinu í dag sem fjallar um þá ákvörðun Geirs Haarde að setja neyðarlög og láta bankana fara á hausinn fremur en að reyna að bjarga þeim. Í þessari grein lýsir Jón því mjög vel við hvaða kjör […]

Laugardagur 27.08 2011 - 01:23

AGS hefur útskrifað sjúklinginn. Þannig er sagan sett upp nú þegar samstarfinu við AGS er að ljúka. Ríkisstórnin telur það sinn sigur að ekki varð fullkomið þjóðargjaldþrot en við hin munum hver það var sem gerði dílinn við AGS. Steingrímur og Jóhanna hafa sent hann á sakamannabekk og þurfa að lifa við þá skömm óbætta. […]

Fimmtudagur 25.08 2011 - 11:51

Órökstutt tal um jonas.is

jonas.is skrifar enn einn tímamóta pistilinn á síðuna sína í dag. Þar hefur hann uppi skoðun á málflutningi formanns félags sauðfjárbænda. jonas.is telur þann mann tala án rökstuðnings en hefur svo ekkert fyrir því að rökstyðja þá fullyrðingu frekar sjálfur. jonas.is tekur nefnilega þátt í opinberri umræðu og beitir þá gjarnan fyrir sig stóryrðum og […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 09:03

Hroki Ólínu

Ólína Þorvarðardóttir veit allt best. Hún er varaformaður sjávarútvegsnefndar og hún ætlar að keyra kvótafumvarpið í gegn sama hvað tautar og raular. Hún er að leiðrétta og lagfæra segir hún og tekur ekki mark á gagnrýni. Enda öflugir aðilar sem halda úti andófi, nefnilega þeir sem græddu mest og sitja á gróðanum á meðan við […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur