Fimmtudagur 02.05.2013 - 22:24 - 5 ummæli

Valdaþrá vinstra vorsins

Lengi er von á einum, eða tveimur. Félagi Össur tekur ekki á heilum sér núna þegar hann sér að stjórnmálin hans eru eiginlega komin á öskuhaugana og leggst kylliflatur fyrir Framsóknarflokknum daglega í von um að fá að fljóta með. 

Og nú birtist Björn Valur í glimrandi góðu skapi og reynir eins og félagi Ögmundur að búa til gott veður pólitískt svo gamla maddaman Framsókn íhugi að taka gjaldþrotin frá vinstri upp í.

Rökstuðningur Björns Vals fyrir því að Framsókn ætti að taka þennan farangur með er auðvitað brandari. Vinstri flokkarnir eru svo þægilegir í taumi og þeir eru svo rosalega viljugir að taka á skuldavanda heimilanna. 

Þeir höfðu bara ekki tíma til þess síðustu fjögur árin enda uppteknir af því að lumbra hvor á öðrum, en nú er stundin loks runnin upp. Og það undir gunnfánum Framsóknar en á þeirra loforð trúði hvorki Björn Valur né aðrir sneyptir vinstri menn fyrir aðeins örfáum dögum.

En þegar vonin um ráðherrastólana vaknar er allt hægt. Nú efast VG og Björn Valur ekki um að loforð Framsóknar er lausnin. Á maður að hlægja eða gráta?

þetta er ótrúlega afhjúpandi. Engin prinsipp önnur en völd. Sem er í auðvitað í rökréttum takti við VG allt síðasta kjörtímabil. 

þar var prinsippum VG hent fyrir völd. Björn Valur er til í annað þannig  kjörtímabil.

Ég veit eins og aðrir að þjóðin er það ekki.

Ætli Framsókn sé það?

Röggi

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (5)

  • Össur og Samfylking voru strax á kosninganóttinni árið 2003 búin að kasta frá sér forsætisráðherraefninu Ingibjörgu Sólrúnu og vildu gera Halldór Ásgríms að forsætisráðherra svo lengi sem X-S kæmist að völdum. Þetta hljómar allt voða kunnuglega.

  • Haukur Kristinsson

    Nei, ekki gráta Röggi, ekki heldur hlægja.

    Best væri ef þú hefðir vit á því að þegja.

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Það er lífsspursmál fyrir vinstriflokkana að komast í stjórn.

    Þeir vilja nefnilega enga úttektir eða rannsóknir að misgjörðum lögbrotum þeirra sem upp komu á síðasta kjörtímabili,

    Nú skal talað fallega um Framsókn og það er af sem áður var þegar Framsókna var kennt um allt illt sem miður fór í samfélaginu þegar Framsókn var í stjórn síðast.

    Nú hefur Samfylkingarfólk gleymt Kárahnjúkadæminu sem þeir hafa ævinlega kennt Framsókn um,
    nú munu þetta lið ekki kannast við að hafa haft Vigdísi Hauks að háði og spotti,
    hætt verður að tala illa um Óla Óla, Halldór Ásgríms, Þórólf Gíslason, eða Gunnlaug pabba Sigmundur, líkt og Samfylkingarliði hefur gert hingað til,
    Og nú mun vinstraliðið ekki kannast við að hafa talað niður skuldaleiðréttingarleið Framsóknar, o.s.frv., o.s.frv.

    Allt gert til að selja sig sem ódýrast, bara til að halda völdum.

    Og viti menn, að um leið og Samfylkingin kemst aftur í stjórn, munu þeir haga sér eins og þeir hafi eigendavald yfir ríkisstjórninni.
    Það verður farið á fullu að tala um að það sé lífsnauðsyn fyrir Ísland að komast í ESB, að það verði að taka kvótann af núverandi kvótahöfum, að það verði að klára stjórnarskrána,og það verði að taka upp Evru.

    Þeir eru oft undarlegir hinir pólitísku rekkjunautar, þegar á þarf að halda.

    Það eru nefnilega engar hugsjónir eða prinsipp hjá Samfylkingunni eða Vinstri-Grænum þegar þau þurfa að halda völdum.

  • Röggi er áhyggjufullur og má vera það en staðan er einfaldlega þessi. Forsætisráðherrastóllinn er Framsóknar. Frá því verður ekki hvikað. Leiðrétting á stökkbreyttum skuldum heimilanna. Frá því verður ekki hvikað. Sigmundur Davíð hefur lýst því yfir, að hann hefji ekki formlegar stjórnarmyndunarviðræður við flokk eða flokka fyrr en samþykki fyrir þessum tveim meginatriðum liggur fyrir.
    Frammi fyrir þessu stendur Sjálfstæðisflokkurinn. Hvort Bjarni Benediktsson, formaður flokksins er þess megnugur að brjóta odd af oflæti sínu og flokksins kemur í ljós innan tíðar. Fallist hann á kröfur Framsóknar er leiðin væntanlega greið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ráði hins vegar þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem telja sig allt að því eiga erfðarétt til krúnunnar og fyrtast við og fyllast vandlætingu ef einhverjir dirfast að bjóða þeim birginn þá er allt eins víst að Sjálfstæðisflokkurinn vermi stjórnarandstöðubekkinn annað kjörtímabilið í röð. Og kannski eru þeir til innan flokksins sem létu sér það í léttu rúmi liggja, einkum og sérílagi ef það kynni nú að reynast happadrjúgt í valdataflinu á þeim bæ til lengri tíma litið.
    Hvað sem því líður liggur fyrir hvað Sigmundur Davíð leggur til grundvallar áður en kemur til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni hefur fengið tvo fundi með Sigmundi og það kann að gefa vísbendingar en verði undirtektir dræmar og hik í Sjálfstæðisflokknum er nokkuð ljóst að Sigmundur Davíð mun róa á önnur mið. Röggi með sitt bláa blóð í æðum og rökhyggju í besta lagi hlýtur að hafa skilning á því.

  • Þau tíðindi eru helst að vinstriflokkarnir guldu þvílíkt afhroð, að glæsilegt Íslandsmet var sett, og ekki ólíklegt að vegið hafi verið að Evrópumeti.

    En ólíkt öðrum metum sem Íslendingar setja, þá er það um þetta af málpípum Vinstri grænna og Samfylkingar. Í staðinn er boðið upp á spuna, hreinar lygar og ómengaðan hatursáróður í garð sigurvegara kosninganna. Þá er í þessari flóru líka að finna hótanir, eins og t.d. þá hótun ritsóða DV, Reynis Traustasonar, að það sé stutt í fjöldamótmæli á Austurvelli.

    Það kemur ekki á óvart að ritsóðinn með gjaldþrotið á bakinu, sem aldrei er rætt í DV, skuli hóta þessu, enda lýsti svokallaður blaðamaður DV því yfir í dag, að hann fyrirliti Sjálfstæðisflokkinn. Sá er grunaður um umfangsmikla hatursherferð á samfélagsmiðlum.

    Það er ljóst af reynslu síðustu fjögurra ára, að vinstrimenn valda hvorki sigrum né tapi.
    Afhroð dugar ekki einu sinni til, að þetta fólk horfi í eigin barm.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur