Föstudagur 24.01.2020 - 13:06 - Rita ummæli

Að vera kristinn er allskonar

Hvað er að vera kristinn?

Hvernig veit ég að ég er það? Góð spurning en líka dálítið hættuleg. Er bara til ein tegund af þannig fólki og er einhver betur kristinn en annar?

Að vera kristinn er að lifa í samhljómi við Jesús, að vilja það, velja það. Hver ætlar að gefa þeirri vegferð einkun, hver gæti þóst vita hvernig næsti maður lifir og upplifir…?

Enginn er betri en annar og göngu eins ætti ekki að setja í nokkurn samanburð við göngu annars. Þar er hættan og þar verða vandræðin,

Þeir mælikvarðar sem við notum hvað þetta varðar eru gagnslausir og oft skaðlegir. Ef fólk gæti borið trúna utan á sér…

Vissulega má segja að breytnin segi til um það hvernig okkur miðar en það nær ekki langt. Við bregðumst öll margvislega og aftur og aftur jafnvel þó hjarta okkur og vilji standi til annars,

Davíð konungur var maður eftir hjarta Guðs og almáttugur hvað hann var misheppnaður. Á köflum var breytni hans ferleg en Guð sá hjarta hans og Davíð sá Guð mitt í ruglinu,

Þrátt fyrir það tókst honum oft ekki vel upp,

Markið er sett hátt, eiginlega alltof hátt ef við ætlum að vera dómhörð og kröfuhörð. Leiðsögn Guðs, lögmálið, boðorðin og svo margt sem við finnum í fagnaðarerindinu gerir kröfur. Ég fyrir mina parta fagna þar, veit þó að ég mun ekki rísa undir þeim öllum, að minnsta kosti ekki öllum í einu….

Að vera kristinn er að vera á göngu með Guði, punktur,

Á þeirri göngu er allskonar gott og miður gott en það segir ekki söguna. Sagan góða er vilji hjartans til þess að finna Guð og gera góðu gildin að sínum.

Hið góða fagra og fullkomna, ekkert meira, ekkert minna,

Heimurinn er fullur af kristnu fólki sem er ekki að “standa” sig, fólki sem gefur sig út fyrir það að elska Guð og Hans góðu tilsögn um lífsstíl og viðhorf,

Biblían, sem sumir segja leiðinlegustu bók allra tíma, kannski helst þeir sem hana hafa ekki lesið, hún undirbýr okkur fyrir það sem koma skal og það var nákvæmt og er,

Okkur mun mistakast, ekkert meira en fyrir tímann með Guði en viðmiðið er nýtt,

Og það er betra,

Fagnaðarerindið er margslungið og ég læri sífellt eitthvað nýtt um sjálfan mig og prinsippin, grunninn í boðskapnum,

Ég get ekki færst nær Guði með verkum, get ekki komist í úrvalshóp með því að standa mig af því að ég er þegar í úrvalshópnum. Guð skapaði mig eins og ég er og elskar mig eins og ég er, ekki vegna þess hvernig mér gengur heldur þrátt fyrir það,

Það mun fullreynt að ekki er hægt að lifa trú fyrir eigin vélarafli. Trúin verður til í hjartanu og er í raun löngun, endalaus vaxandi löngun til þess að verða það sem við erum sköpuð til,

Gott fólk með góðan vilja og góðar ákvarðanir,

En blessað eðlið er spillt, því miður og það reynir hver maður á sjálfum sér..

“Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs. 19 Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.”

Róm 7

Hver þekkir þetta ekki? Að standa sjálfan sig að því að hafa breytt rangt, hugsa eitthvað alveg ferlegt……..þvert á það sem okkur langar að gera eða vera,

Að vera kristinn er að muna eftir Guði. Ekki endilega á þann hátt að við náum markinu alltaf, miklu fremur þegar okkur mistekst, þá og einmitt þá munum við eftir þvi að Guð er með okkur, Guð hefur betra plan og betra líf,

Og löngunin vex og okkar vilji víkur smátt og smátt, oftar og oftar, fyrir góðum vilja Guðs fyrir okkur,

Að vera kristinn er allsskonar en það er óralangt frá því að vera auðvelt, það er ekki fullkomið líf en það er lifandi líf, það er hugsandi líf og það er líf sem bíður okkur nýja valkosti við hvert fótmál,

Þess vegna elska ég mitt kristna líf, mitt allskonar kristna líf, mitt oft misheppnaða kristna líf, mitt lífsbætandi og yndislega kristna líf,

Meira í dag en í gær

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur