Sunnudagur 13.11.2011 - 23:17 - 4 ummæli

Lágkúra

Ein leið og örugg til að öðlast 15 mínútna frægð er að skrifa bara nógu stórt og mikið um þá sem ritstjórn eyjunnar telur vera pólitíska andstæðinga sína. Björn Valur Gíslason er frægur fyrir margt blessaður og kjaftháttinn hefur hann í umframmagni.

Þegar hann vill annað hvort ná athygli eða þá dreifa henni frá hlutum sem ekki henta honum að fjallað sé um skrifar hann bara eitthvað vont um einhvern Sjálfstæðismann og ritstjórn eyjunnar hleypur til og gerir að frétt.

Hvað er þá vinsælla en gamli Davíð Oddsson? Þetta er gömul brella sem ég hélt reyndar að Jón Ásgeir hefði fullnýtt en lengi er von á einum.

Ég á auðvitað ekkert með það að velta því fyrir mér hvað Björn Valur dundar sér við þegar hann hefur ekkert gáfulegt að segja en finnst magnað hvað eyjan nennir að leggjast lágt á sama tíma og ritstjóri hennar hikar ekki við að vanda um fyrir öðrum.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 11.11.2011 - 13:28 - Rita ummæli

Stundum þegar forsetar Bandaríkjanna hafa átt undir högg að sækja og kosningar að nálgast hafa þeir gripið til þess snjallræðis að koma sér upp stríði eða til vara alvarlega milliríkjadeilu við vonda einræðisherra. Þetta hefur oft virkað vel.

Á Íslandi birtist þetta þannig að ráðamenn bora göng í gegnum fjöll og þá helst í kjördæminu sínu. Gildir þá einu hvort einhver glóra er í verkinu.

Ef allt væri með felldu á Íslandi hefði enginn stjórnmálamaður þrek til þess að tala fyrir Vaðlaheiðargöngum í því árferði sem nú er.

Stjórnmálamenn sem berjast af öllum mætti fyrir erlendri fjárfestingu af hvaða tagi sem er hafa svo döngun í sér til þess að vilja bora göng sem börnin okkar munu þurfa að borga harðri hendi út í hið óendanlega.

Burt með erlenda fjárfestingu og tökum í staðinn lán til að bora óarðsöm göng í gengum kjördæmi mitt.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 8.11.2011 - 20:01 - 4 ummæli

Helgi Hjörvar og rökræðan

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar sem helst hefur unnið sér það til frægðar að senda Geir Haarde til landsdóms þrasaði við Bjarna Ben um efnahagsmál í þinginu í dag. Helgi er afsprengi morfísrökræðulistarinnar og getur verið skratti skemmtilegur þegar sá gállinn er á honum.

Helgi barmar sér undan tillögum Sjálfstæðisflokksins í skattamálum að mér virðist á þeim forsendum helstum að sá flokkur hafi verið í ríkisstjórn þegar allt hrundi. Helgi Hjörvar man auðvitað alls ekki að hann var sjálfur hluti af þeirri ríkisstjórn. Það er að verða plagsiður Samfylkingar að reyna að skjótast undan því að vera í þeim ríkisstjórnum sem flokkurinn er þó sannarlega í.

Gagnrýni Helga á tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir er ekki útbúin neinum rökum heldur miklu frekar gömlum tuggum um að eina leiðin út úr kröggunum sé að skattleggja allt upp í topp. Helgi hirðir að öðru leyti ekki um að svara því hvers vegna skattalækkanir myndu koma heimilum og atvinnulífi illa nú þegar allt efnahagslíf þjóðarinnar er að beinfrjósa.

Skattahækkanir og stórmagnað hugmyndaflug við smíði nýrra skatta auk vaxtahækkana Más Guðmundssonar klæðskerasaumaðs seðlabankstjóra Jóhönnu Sigurðardóttur er einungis að skemmta AGS og ríkisstjórn sem keppast svo við að gefa hvort öðru toppeinkunn fyrir allt saman. Magnað skjallbandalag þar á ferð og helstu klappstýrur eru kröfuhafar og vogunarsjóðir.

Ég reyni ekki að þræta fyrir það að okkur hefur miðað áfram frá hruni en held því fram að það sé ekki vegna ríkisstjórnarinnar hans Helga Hjörvars heldur þrátt fyrir hana.

Ekki er mikið gefandi fyrir rökræður um tillögur í efnhags og skattamálum sem snúast einungis um það hvaðan þær koma en í engu um það sem þær geta falið í sér. Ef Helgi Hjörvar og hans fólk réði yrðu skattar aldrei lækkaðir alveg óháð því hvort tekjur ríkissins af skattheimtunni minnki í réttu hlutfalli við aukna ásókn í launin okkar eða stöðu þjóðarbúsins í stóru eða smáu.

Helgi Hjörvar trúi því nefnilega að besta leiðin til að örva atvinnulíf og einkaneyslu sé að Steingrímur fá launin okkar að stærstum hluta til úthlutunar að smekk áður en okkur tekst að nota þau til þess að örva hagvöxt í gegnum neyslu með tilheyrandi auknum skatttekjum.

Svona er heimsmynd Helga Hjörvars þegar kemur að skattamálum. Þegar ríkið þarf aura skal það ekki gert þannig að fólki sé hvatt til neyslu sem skilar bæði fjörugu atvinnulífi með aukinni skattinnheimtu heldur einungis með auknum sköttum á fólk og fyrirtæki sem hafa síminnkandi kaupmátt hafi það á annað borð vinnu. Engir hagsmunaaðilar á vinnumarkaði deila þessari delluhagfræði með ríkisstjórninni en slíkt hreyfir nú ekki við Helga Hjörvar.

En þetta rímar svo allt í dúr rog moll við hugmyndir gömlu allaballana um að best sé fyrir okkur öllum komið í vinnu hjá hinu opinbera þar sem stjórnmálamenn eins og Helgi sjálfur getur séð um að taka fyrir okkur ákvarðanir.

Ég hef samúð með þeim sem tala um mistök Sjálfstæðisflokksins í skattamálum í góðærinu en skil ekki að þeir sem tala mest um það geti ekki séð að skattahækkanir í niðursveiflu eru líka mistök.

Af hverju hefur Helgi Hjörvar ekki þrek til að rökræða þessi mál?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 8.11.2011 - 13:09 - 1 ummæli

Auðvitað er ókostur að vera ekki á þingi….

…sérstu formaður Sjálfstæðisflokksins en hvort það er frágangssök á þessum tímapunkti er svo allt annað mál.

Formannssalagurinn í Sjálfstæðisflokknum er að taka á sig mynd þessa dagana. Ekki er hægt í fljótu bragði að setja stórágreining málefnalegan milli frambjóðandanna á oddinn og því er slegist um aðra hluti.

Hvernig er hægt að vera ósammála um að það sé lakara að formaður flokksins sitji ekki á þingi? Og það jafnvel þingi sem mörgum finnst vart á vetur setjandi.

Allar ákvarðanir eru teknar á alþingi og þar fer umræðan fram. Þar sitja saman í einni sæng framkvæmdavald og löggjafi og takast á. Hvernig getur verið gott fyrir formann stjórnmálaflokks að hafa þar ekki seturétt?

Hanna Birna hefur svo marga kosti að mér finnst það taktískt rangt hjá hennar fólki að láta umræðuna snúast um þennan veikleika hennar með því að reyna að hártoga gildi þess að leiðtogar flokka sitji á þingi.

Slíkt tal beinir umræðunni bara enn sterkar að þessu sem er svo kannski þrátt fyrir allt alls ekkert aðalatriði þegar til lengri tíma er ltið.

En ég efast þó ekki um að Hanna Birna mun leggja ofurkapp á að komast á þing fái hún brautargengi á landsfundi.

Enda veit hún að mjög er mikilvægt að formaður Sjálfstæðisflokksins sitji á þingi…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 4.11.2011 - 12:34 - Rita ummæli

Þá vitum við það. Hanna Birna fer gegn Bjarna Ben. Flestir Sjálfstæðismenn eru þögulir og segja fátt núna. Eru líklega að koma sér upp almennilega rökstuddri skoðun á málinu. Þetta er tíðindi á hvaða bæ sem er og ekki skrýtið að undiraldan sé sterk.

Þeir tjá sig mest núna sem aðhyllast flokka þar sem engin hreyfing er. Fjölmiðlar sem nýverið lögðu allt sitt í að reyna að þegja landsfundi VG og Samfylkingar munu nú ganga af göflum og lúsaleita að neikvæðum fréttum af landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Samfylking skartar Jóhönnu áfram en hún sat í ráðherrastól í ríkisstjórn sem sumir vinstri pennar kalla verstu ríkisstjórn allra tíma. Aðrir telja augljóst að hún sé í forsæti fyrir einmitt þá ríkisstjórn núna. Jóhanna hefur setið á þingi frá upphafi vega kosin til að setja okkur lög.

VG

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 28.10.2011 - 23:06 - 5 ummæli

Neyðarlög og landsdómsóbragðið

Hæstiréttur hefur þá staðfest að neyðarlögin halda. Þetta er gleðitíðindi og mikilvægi þessarar niðurstöðu meira en flestir virðast gera sér grein fyrir. Mér finnst undarlega hljótt um þetta mál en á því eru auðvitað eðlilegar skýringar.

það er algerlega fáránlegt í raun að Steingrímur J Sigfússon sé sá maður sem fjölmiðlar þurfa að ræða við og leita viðbragða eftir þennan úrskurð hæstaréttar. Ef Steingrímur hefði snefil af pólitískum manndóm myndi hann vísa á Geir Haarde og biðja fjölmiðla um álit þaðan.

Sumir pennar hafa reynt að endurhanna söguna um setningu neyðarlaganna annað hvort þannig að Geir Haarde hafi ekki átt annan kost en að setja lögin eða til vara að hann hafi nú ekki verið einn í því verki. Þetta fólk vill hafa söguna þannig að Geir tók einn allar vondu ákvarðanirnar en í félagi við Jóhönnu og Össur þær góðu. Hvoru tveggja hræbillegar eftiráskýringar sem halda hvorki vatni né vindi þeim sem útbúnir er söguþekkingu og pólitískum heilindum.

Fólkið sem annað hvort kom Geir Haarde fyrir landsdóm eða skrifaði sig til ævarandi skammar með stuðningi við þann gjörning læðist með veggjum þegar þessi úrskurður hæstaréttar er til umræðu.

Steingrímur var í viðtali í útvarpi í dag og umfjöllunarefnið niðurstaða hæstaréttar. Þar var hann minntur á að VG sat hjá þegar lögin voru sett. Steingími J Sigfússyni fannst óþarfi að vera að elta söguna með þessu hætti. Litlu skipti núna hverjir hefðu verið hvað þarna.

Það skyldi þó ekki vera. Steingrímur getur trútt um talað. Fyrir hann skiptir litlu hver sagði hvað eða gerði. Hann situr ekki og bíður meðferðar fyrir landsdómi af því að hann gat ekki komið í veg fyrir hrun fjármálakerfis heimsins sem fyrst féll yfir okkur og eins og augljóst mátti vera, svo yfir alla hina líka.

Það gerir hins vegar Geir Haarde fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar. Ég allt að því vorkenni þeim alþingismönnum sem misstu frá sér dómgreindina daginn örlagaríka þegar sú ákvörðun var tekin.

Þeir sem á eftir okkur koma verða svo að reyna að skilgreina hvaða eiginleika fólk í stöðu Jóhönnu og Össurar þurfa að hafa til að bera til þess að geta setið áfram eins og ekkert hafi í skorist við háborðið.

Hver dagur sem líður frá þeirri ákvörðun leikur allt þetta fólk verr bæði pólitískt og persónulega. Og nú þegar hæstiréttur hefur endanlega klárað málið og þjóðin getur glaðst eru
stjórnmálamenn í ráðuneytum og meirihlutasætum á alþingi með slíkt óbragð í munni að engum dylst sem vill sjá.

Og þeir finna bara alls ekki leiðina út úr skömminni…….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 25.10.2011 - 20:17 - 4 ummæli

Bankasýslan og prinsippsleysi þjóðar

Núna sjá margir sigur í því að stjórn bankasýslu ríkissins hefur sagt af sér og nýráðinn forstjóri ætlar ekki að taka starfið. Prinsippslausa þjóðin skilur málið ekki . Þjóðin sem heldur að hún vilji boðlega stjórnsýslu án pólitískra afskipta vill nefnilega akkúrat þannig stjórnsýslu. Þegar það hentar.

Við viljum stjórnmálamenn sem vasast í öllu eftir pólitískum hentugleika. Við viljum enga andskotans armlengd. Við viljum stjórnmál í öllu. Það er fólkið sem er líklegt til að láta ekki pólitísk hagsmunamál ráða för!

Svo tekur þjóðin bara glænýja afstöðu næst þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af. Þá verða heldur engin prinsipp sem ráða heldur bara dægurumræða þess tíma og svo hið klassíska sjónarmið; Með hverjum held ég…..

Þeir sem fagna núna eiga þau stjórnmál sem við búum að í dag skilið…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 24.10.2011 - 15:57 - Rita ummæli

Ég hef aldrei verið aðdáandi fjölmiðils eins og DV. DV telur sig vera í heilögu stríði þar sem allt er heimilt ef bara starfsmenn blaðsins telja sig vita sannleikann. Götuslúður og gróusögur fá vængi hjá DV og það finnst sumum gaman. Og svo selur það líka….

Ég ætla ekki að neita því að blaðið getur gert gott gagn en það eru slæmu dagarnir sem skyggja um of á þá góðu. Stundum fá blaðamenn DV menn og málefni á heilann.

Þá getur umfjöllunun orðið annað hvort á þá lund að verja menn út í eitt eða þá að hundelta fólk. Fólk sem á peininga eða telst til fyrirmenna á mjög undir högg að sækja hjá DV. Og jarðvegur fyrir neikvæðni í garð þannig fólks er frjór nú um stundir. Þar rær DV og fer of oft yfir strikið fyrir minn smekk.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 23.10.2011 - 18:20 - Rita ummæli

Samfylkingin er í afneitun. Ekki er ofsagt að stórfundur flokksins um helgina staðfesti það. Þar tala forystumenn flokksins eins og Samfylkingin sé í stjórnarandstöðu og þurfi ekki annað en að komast til valda svo koma megi stefnumálum flokksins að.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 23.10.2011 - 10:11 - Rita ummæli

Samfylkingin er í afneitun. Við erum auðvitað alls ekki að sjá það í fyrsta skipti hjá stjórnmálaflokki en afneitun Samfylkingar núna eru svo alger og öllum svo ljós að í raun gerir enginn ágreining um þetta. Vandi flokksins er óviðráðanlegur.

Mest þó vegna þess að Samfylkingin neita rað horfast í augu við hann. Vissulega er erfitt að hafa byggt tilveru sína á einu máli og aðeins einu máli sem virðist í dag næsta vonlaust mál að koma með til næstu kosninga.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur