Þriðjudagur 1.3.2011 - 16:17 - 3 ummæli

Landsdómur til bjargar pólitískri æru

Landsdómur kemur saman í næstu viku. Þá verður ákveðið hvort farið verður í fyrstu og þá vonandi einu pólitísku réttarhöld okkar sögu. Því lengra sem líður frá hruninu og því lengra sem líður frá hneykslinu í þinginu þegar ákveðið var að að ákæra Geir þvi fáránlegar leikur sagan þá ákvörðun.

Eina ákvörðunin sem landsdómur getur tekið er að falla frá ákæru og bjarga þar með í leiðinni pólitískri æru þeirra blessuðu þingmanna sem tóku þessa geggjuðu ákvörðun.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 1.3.2011 - 13:07 - Rita ummæli

Ég velit því lengi fyrir mér hvort ég ætti að hætta mér út í það að skrifa um mál Gunnars Rúnars sem myrti Hannes Helgason í fyrra. Afar viðkvæmt mál og sárt fyrir aðstandendur bæði fórnarlambs og geranda. Ég get ekki með nokkru móti sett í spor þessa fólk né skilið sársaukann sem málinu fylgir.

Það sem ég hef áhuga á eru viðbrögð fjölskyldunnar við dómi sem kveðinn var upp. Af yfirlýsingum fjölskyldunnar á fyrri stigum málsins eru það fyrirséð og líklega myndu margir segja þau skiljanleg. Og ég ætla líka að segja það.

En um leið spyr ég.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 1.3.2011 - 09:25 - 1 ummæli

VG í pólitískum leikskólaleik

VG er stjórnmálflokkur sem ég hef hvað minnsta samleið með. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk heldur vegna þess að ég er í grunninn ósammála þeirri heimspeki. VG er flokkur sem rís alveg undir mínum væntingum í svo mörgu nú um stundir.

Margir bera þó virðingu fyrir flokknum sem þótti í stjórnarandstöðu vera flokkur grundvallaratriða sem ekki voru gerð út með afslætti. VG er klassískur ríkisflokkur sem trúir á kerfið og að embættis og stjórnmálamenn séu best til allra hluta fallnir.

Nú berast þau ótrúlegu tíðindi að VG hafi troðið Ástráði Haraldssyni í landskjörstjórn aftur. Ástráður þessi stýrði þeirri stjórn til strands fyrir stuttu síðan og varð að segja af sér fomennsku. Hvað getur flokknum gengið til með þessu?

Auðvitað er flokkurinn ósáttur við að reglur sem hann sjálfur setti vegna kosninga til stjórnlagaþings skuli hafa verið svo hraustlega sniðgengar að hæstiréttur ógilti þær. Óánægja flokksins með þá niðurstöðu beindist þó ekki að formanni kjörstjórnar, téðum Ástráði, heldur réttinum sem las úr reglunum. Þetta er svo ótrúlega barnaleg leikskólapólitík að engu tali telur.

Og grafalvarleg þegar betur er skoðað. VG hefur ákveðið að hætta að reyna að búa til nýtt Ísland en herðir í staðinn á í baráttunni fyrir gamla ruglinu. VG sniðgengur lög í pólitískum tilgangi ítrekað og þetta allt að því hlægilega dæmi er enn ein sönnun þess.

Hér er gert lítið úr þinginu, hæstarétti og ekki síst vesalings lögmanninum sjálfum þó augljóst sé að með þessu er VG að reyna að sýna honum stuðning í ímyndaðri baráttu við vondan hæstarétt.

Eru þetta ekki vinnubrögð sem við viljum kveðja spyr ég?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 28.2.2011 - 23:26 - Rita ummæli

Ríkisstjórn Íslands hefur valið Ástráð haraldsson

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 27.2.2011 - 00:29 - 3 ummæli

Hvar er pólitíska siðbótin sem lofað var?

Það er ekki í lítið ráðist að ætla að kenna heilli þjóð að hugsa um og venjast nýju siðferði í stjórnmálum. Við höfum vanið okkur við það að verja „okkar“ fólk út í eitt og drepið alla gagnrýni með því að benda á að „hinir“ séu nú ekki mikið betri.

Í kjölfar hrunsins okkar stukku fram riddarar breyttra tíma sem tóku til við að lemja húsbúnað til að koma vondum. vanhæfum og spilltum stjórnvöldum frá. Nú skyldi upphefja nýjan sið hér og á endanum hafðist hið fyrra af. Nefnilega að koma hinum vondu valdhöfum frá. Siðbótin lætur hins vegar á sér standa…..

…og eins og áður og fyrr er gagnrýni kæfð í pólitísku þvaðri og reyk. Tvö nýleg dæmi langar mig að nefna núna sem sorglegan vitnisburð þess að okkur miðar alls ekkert áfram. Fulltrúar búsáhaldafólksins, hins nýja Íslands, eru ekki þátttakendur í byltingunni þó þeim hafi skolað í ráðherrastóla sem fulltrúar hennar.

Árbót er dapurlegt dæmi um kjördæmapot þart sem fólk sem kosið er til þess að setja okkur lög þjösnast á skatttekjum okkar til að gera kjördæminu greiða. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli í þessu. Í þessu máli vill það ráðherranum líklega til happs að flokkarnir flestir eru viðriðnir klúðrið og því hagur allra að láta eins og ekkert sé. Nema þjóðarinnar auðvitað…

Svandís Svavarsdóttir brýtur lög og fær hrós að launum frá æðsta presti fyrir að hafa reynt að láta pólitík taka lögum fram. Það sem er sorglegast í þessu er að við kippum okkur ekkert upp við þetta. Steingrímur er enn maðurinn og Svandís stoltur stuðningsmaður pólitískrar sannfæringar sinnar og væntanlega með byssuleyfi á næsta lögbrot ef henni sýnist svo.

Hvar eru pottalemjandi bytlingarhetjurnar nú? Var byltingin kannski bara pólitísk borgaraleg óhlýðni til þess eins gerð að koma rétta fólkinu að? Hvað varð um fagurgalann um nýtt land? Stóð aldrei til að herma siðbótina upp á nýju ríkisstjórnina?

Kannski er erfitt að finna upphafsreitinn. Staðinn þar sem við hættum að benda á að okkar fólk megi alveg vera siðblint af því að hinir voru það svo lengi. Haldið þið kannski í alvöru að með því að safna fólki saman til að rétta yfir Geir Haarde og búa til þing um stjórnarskránna muni allt lagast?

Siðbótin kemur frá okkur sjálfum. Þeir sem búast við því að við náum pólitísku siðferði nágrannaþjóða okkar með því að pólitíkusar setji lög um við skulum verða siðmenntuð eru á villigötum. Við þurfum að þora og við þurfum að vilja.

Við erum orðin samdauna afdalamennskunni og kennum svo pólitíkusunum um. Það stendur upp á okkur sjálf að breyta. Engin lög og engir stjórnmálamenn munu breyta hugarfari þjóðar á korteri.

Ég krefst þess að þeir sem bera ábyrgð í þessum málum báðum axli þá ábyrgð af stórmennsku og pólitískri reisn.

Af hverju ekki?

Röggi

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 22.2.2011 - 12:44 - Rita ummæli

Átti forsetinn annað val?

Af hverju er Icesave málið í þessum hnút? Það er auðvitað gefið að málið er ekki auðleyst og engin leið virðist án áhættu. Hvernig stendur á því fólk sem þykist vera sæmilega upplýst og meðvitað á fullt í fangi með að glöggva sig á því um hvað þetta allt snýst? Eða hverjir valkostanna eru skástir. Er þetta mál klassískt hægri vinstri þras?

Í upphafi þessa máls laug Steingrímur því án hiks að engar viðræður ættu sér stað um málið þó félagi Svavar væri að setja stafina undir glæstan stórsigurinn eins og það hét þá. Svo átti að lauma dílnum í gegnum þingið eins og allir muna. Upp frá því hefur hann ekki notið trausts af eðlilegum ástæðum.

Í öllu þessu makalausa ferli tveggja fyrri samninga beitti ríkisstjórnin hiklaust óhemjusvæsnum hræðsluáróðri sem kom í raun í veg fyrir að málið væri rætt af viti. Auk þess sem það háttarlag skipaði fólk í raðir eftir línum sem hentuðu málinu ekki.

Stjórnmálamenn urðu ófærir til að ræða málið og tóku þess í stað að grafa skotgrafir og það er ekki fyrr en við gerð þriðja samningsins sem einhver mynd komst á vinnu þingsins í málinu. Einungis geggjuð þrautseigja stjórnarandstöðunnar og indefence hópsins kom í veg fyrir landráðsamning Steingríms og Svavars með skilyrðislausum stuðningi Samfylkingar. 98% þjóðarinnar fylgdist agndofa með.

Í sumum löndum gerist það við svona aðstæður að fjölmiðlar koma inn með þarft og málefnalegt innlegg en hér gerðist það ekki af ástæðum sem öllum hljóta að vera augljósar.

Fræðasamfélagið á Íslandi er svo sér kapituli og heilu háskólarnir hafa á skipa fólki sem er í mörgum tilfellum miklu meiri stjórnmálamenn en þeir sem til þess eru kjörnir. Þeir sem hafa átt von á upplýstri, málefnalegri og fræðilegri úttekt þaðan hafa of oft gripið í tómt.

Það er í þessu ástandi sem forsetinn fer létt með að gefa löggjafanum/framkvæmdavaldinu langt nef. Og tekur í raun löggjafarvaldið af þinginu og ríkisstjórn sem hvorki kann að vera til né deyja.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.2.2011 - 16:27 - 1 ummæli

Rökhugsun okkar Ólafs Ragnars

Það var í desember minnir mig sem ég veðjaði við kunningja minn, þrautreyndan lögmann og ljóngáfaðann, um það hvort Ólafur Ragnar léti það eftir þjóðinni að fá að kjósa um Icesave. Við erum báðir Sjálfstæðismenn og á löngum köflum stutt á milli skoðana okkar í pólitík.

Ég setti aurinn á að forseti myndi undirrita en kunninginn var sannfærður um hið gagnstæða og var sigurreifur og er enn. Að sið lögmanna beitti hann fyrir sig rökum og vitnaði í það sem á undan er gengið máli sínu til stuðnings og taldi Ólaf Ragnar ekki geta verið sjálfum sér samkvæmur ef hann undirritaði. Þar er ég honum reyndar nánast sammála.

En ég benti honum á að Ólafur Ragnar heyri ekki undir ákvæði um samkvæmni og rökrétta framvindu mála og gerði grín að þessum ályktunum lögmannsins og barnaskap. Ólafur Ragnar er fyrst og framst stjórnmálamaður sem hugsar um eigin stöðu og vinsældir.

Andrúmið er að breytast finnst mér. Stjórnmálin eru gersamlega uppgefin á þessu erfiða máli enda tók það ekki lítið á að halda Steingrími frá þeirri fullkomlega fáránlegu hugmynd að semja um það sem hann samdi um síðast.

Þjóðin sjálf er líka orðin afar þreytt á Icesave og þegar stjórnmálamenn koma núna og segjast vilja „klára“ málið þá hljómar það sem fagur fuglasöngur. Iss, hvað eru 50 000 milljónir? Og þó það yrði kannski aðeins meira. Við vorum að semja um að sleppa við 500 milljarða og svo fáum við bara lánað fyrir þessu. Íslenskara verður það varla.

Hvað borgar þú í skatta? Hvað þarf marga eins og þig til að ríkið öngli saman 50 000 milljónir í tekjur til að borga? Íslensk þjóð hefur aldrei hugsað um svona hluti. Vextir og raunvextir og yfirdráttarvextir og hvað þetta heitir allt er leiðinlegt. Yfirdráttur er aftur á móti mikið stuð…

Ég játa það að ég hef vissa samúð með báðum fylkingum. Þetta bévítans mál er að þvælast fyrir að mér skilst og áhættan af dómstólaleiðinni langt því frá léttvæg. Lögfræði er skrýtinn bransi og fátt virðist gefið og mér sýnist auk þess að réttlætiskennd ráði meiru en lögfræði hjá þeim sem vilja setja undir sig hausinn og taka hvaða þann slag sem við þurfum að taka afneitum við þessum samningi.

Réttlætiskennd minni er líka stórlega misboðið og mér finnst svo gersamlega óþolandi að þurfa að taka krónu á mig vegna Icesave enda trúi ég því ekki fyrir fimm aura að viðsemjendur okkar myndu gera það sama í okkar stöðu.

Ég tel enn að Ólafur Ragnar muni skrifa undir og muni týna til þau rök sem henta þeirri ákvörðun. Í þeirri stöðu sem upp er komin mun hann ekki geta glatt alla eins og síðast þegar öll þjóðin barðist við þvermóðskuna í félaga Steingrími. Því tel ég að stjórnmálamaðurinn taki yfir og hann safni í leiðinni prikum frá félögum sínum í ráðherrabústöðunum.

Þar slær hann tvær flugur í einu höggi því slík ákvörðun gleður varla gamla pólitíska andstæðinga sem fara kannski fremstir í baráttunni fyrir þjóðaratkvæðgreiðslu. Undarlegt hvernig tíminn fer með menn og hvernig áður ónýtur málsstaður verður skyndilega öndvegis.

Það er ekki í lítið ráðist að ætla að lesa í Ólaf Ragnar og enn undarlegra að veðja um það hvernig hann bregst við. Svo er eitt furðulegt með hann sjálfan mig…..

Ég er ekki hlynntur því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og vill treysta löggjafanum til að leysa mál eins og Iceasave. Samt einhversstaðar innst í kollinum vona ég að Ólafur Ragnar skrifi ekki undir og að ég tapi veðmálinu og hafi hraustlega rangt fyrir mér um samkvæmnina og rökrétta framvindu.

Djöfull er stundum erfitt að vera sjálfum sér samkvæmur alltaf og kannski er ég bara ekkert betri en Ólafur Ragnar þegar kemur að samkvæmni og rökhugsun.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 18.2.2011 - 11:20 - 12 ummæli

Pólitísk rétthugsun og undirskriftasöfnun

Ekki rekur mig minni til þess að undirskriftasöfnun hafi verið jafn mikið á milli tanna á fólki eins og sú sem fram fór vegna Icesave frumvarpsins. Allskonar fólk hefur skyndilega mikinn áhuga á tæknilegum atriðum og frávikum sem alltaf hafa verið til staðar þegar undirskiftum er safnað á hvaða hátt sem það hefur verið gert.

það er eins með þetta mál og mörg önnur að margir hafa enga prinsippskoðun á hlutunum heldur taka afstöðu með eða á móti út frá því hvort hlutirnir henta skoðun viðkomandi frá einu máli til annars.

Fólk er afar hrifið af málskotsréttinum sé hann notaður til að stöðva fjölmiðlalög en alls ekki sé hann notaður til að stöðva Icesave. Ég gæti haldið áfram…..

Sumir þeirra sem gargað hafa hæst um lýðræði og málskotsrétt hamast nú seint og snemma á undirskriftasöfnun þeirra sem vilja að þjóðin kjósi um Icesave. Meira að segja fólk sem alla jafna hefur haft þá skoðun að tilltölulega lítill hópur þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um alla skapaða hluti.

Pólitísk rétthugsun í sinni dapurlegustu mynd

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 17.2.2011 - 21:13 - Rita ummæli

Hvað finnst fólki um málskotsréttinn? Hvað finnst þessu sama fólki um þjóðaratkvæðagreiðslur? Að ég tali nú ekki um undirskriftasafnanir? Ég hef ekki gert vísindalega könnun og lærað en sýnist þó að margir kollegar mínir í bloggbransanum hafi í raun engar grundvallarskoðanir á þessum málum.

Eins og svo títt er um þessa þjóð hefur fólk skoðanir út og suður allt eftir pólitískri stöðu mála. Icesave málið er sem rifið út úr kennslubókinni hvað þetta varðar.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 17.2.2011 - 10:23 - Rita ummæli

Ég las það í blaðinu í morgun að Magnús Ármann hefur fengið erindi bréfleiðis sem segir að hann sé maður alsaklaus

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur