Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Föstudagur 04.03 2016 - 09:14

Heilagri en sjálfur páfinn í forvörnum gegn reyktóbaki

Samkvæmt nýjustu tölum reykja enn 10% fullorðinna á Íslandi og sem sennilega má teljast harðasti kjarninn. Töluverð umræða hefur verið um rafretturnar og sitt sýnist hverjum um þær þótt rannsóknir sýni að ekkert auðveldi tóbaksreykingamanneskjunni jafn auðveldlega að hætta reykingum og þær. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir hefur skrifað töluvert um þær á Vísi að undanförnu og þar […]

Föstudagur 19.02 2016 - 13:22

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

  Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]

Fimmtudagur 18.02 2016 - 20:23

Verstu martraðirnar II

Í tilefni af umræðu dagsins um frjálsan innflutning á hráu kjöti erlendis frá til landsins í kjöflar nýlegs EFTA dómsúrskurðar þar að lútandi að ósk innflytjenda, síðasta pistli sem og nýlegu viðtali við mig í Bændablaðinu um mikla áhættu á m.a. útbreiðslu sýklalyfjaónæmra klasakokka (svokallaða samfélagsmósa) í flóru landsmanna og nýlegu viðtali í sama balði við […]

Þriðjudagur 19.01 2016 - 20:00

Kynsjúkdómafárin og tárin í dag

Á árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm. Fyrir öld […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 09:46

Stóru heilbrigðismálin okkar í allt of litlu samhengi

    Margir líta fram hjá þeim megin þáttum í heilbrigðisþjónustunni sem styrkt getur hvað best heilbrigði þjóðarinnar. Ekkert síður fjölmiðlarnir og sem eru mest uppteknir af tískukúrum hverskonar sem selja. Hlutfallslega fer mest af fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins í þá þætti sem minnstu máli skipta í heildarmyndinni. Heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litið og þar […]

Laugardagur 12.12 2015 - 13:11

RÚV mýrin og þjóðfélagsumræðan

Sú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði mála. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í […]

Föstudagur 04.12 2015 - 20:06

Alþingi í manninn, en samt sjálft með boltann

Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]

Laugardagur 28.11 2015 - 17:38

Rafhleðslutækið sjálft verður ekki til umfjöllunar í París

Nú eftir helgina hefst heimsráðstefna í París um loftlagsmál framtíðarinnar, mengunina í lofthjúpnum og vaxandi hlýnun jarðar. Stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið og ekki að tilefnislausu. Lagt er á ráðin með spár um gróðurhúsaáhrif og minnkun súrefnismettun jarðar, bráðnun jökla meðal annars á Íslandi og hættu á hamfaraflóðum í framtíðinni. Hvenær skildi […]

Miðvikudagur 11.11 2015 - 10:32

Hvenær slitnar rófan í Hringbrautarvitleysunni?

Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum […]

Fimmtudagur 15.10 2015 - 15:52

Tattoomenningin – allt fyrir ímyndina, en ekki heilsuna

Gríðarleg aukning hefur orðið í að ungt fólk fái sér húðflúr hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og sem nálgast að fjórði hver fullorðinn einstaklingur sé með húðfúr ef marka má erlendar kannanir. Ætla má að tíðnin sé allt að 80% meðal ungs fólks auk þess sem húðflúrin ná yfir […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn