Miðvikudagur 8.11.2023 - 14:57 - FB ummæli ()

Læknisstarfsspegillinn góði

Stokkhólmur, 2014

í Læknablaðinu sá ég viðtal við gamlan kunningja, lækni sem ég starfaði með á Barnadeild Hringsins um 1980 og sem var að láta nú af störfum, rúmlega sjötugur. Hann fór þar yfir farinn veg og minntist sérstaklega með hlýjum orðum á gömlu lærifeður sína, sérstaklega þá sem störfuðu á barnadeild LSH. Fannst þeir hafa tekið sér ótrúlega vel sem kandídat á sínum tíma og sem varð til þess að línurnar í hans sérnámi voru lagðar fyrir framtíðina. Ég kynntist aðeins sumum af þeim gömlu höfðingjum sem hann nefndi, en starfaði sjálfur sem kandídat m.a. undir hans umsjón. Eins og hann nefndi og sem varð honum eitt dýrlegasta veganestið, góð virðing og traust gagnvart sjúklingnum, tel ég að sama skapi hafa verið mitt mikilvægasta veganestið í læknisfræðinni. Góð tengsl við sjúklinginn og hans aðstanendur. Þótt hugurinn væri mest tengt barnalækningum í þá daga og sem ég starfði við á ólíkum starfssviðum í 2 ár, m.a. á Landakoti, varð úr að ég varð heimilislæknir.

Í dag þegar þetta er skrifað datt upp á skjáinn minn 10 ára gömul meðfylgjandi mynd sem tekin var í Svíþjóð. Það sem heillaði mig og sem ég man svo vel etir, var litafegurðin, gamalt fallegt hús, gömul tré og gróðurinn sem skartaði  þar nýjum haustlitum. Gamalt og gott en samt nýtt. Ég hef lengi heillast af sögu læknisfræðinnar og hvað menn gátu oft gert mikið úr litlu. Traust almennings á læknisfræðina þótt oft væri lítið til ráða. Hvað síðan margt breytist í nálgun læknisfræðinnar til eiginlegra lækninga og sem jafnvel fer stundum í hringinn í kringum sjálfan sig. Mitt rannsóknaverkefni til doktorsnáms síðan var í vissum skilningi oflækningar og þegar sýklalyf eru ofnotuð jafnvel til skaða fyrir einstaklinginn og ekki síst samfélagið allt. Forfaðir minn Ari Arason, læknir var einn af fyrstu læknum Norðurlands og fékk það hlutskipti að berjast m.a. við bólusóttina með bólusetningum (kúabóluefni). Bólusetningin var skráð í kirkjubækurnar, enda flestir bólusóttir þegar þeir sóttu kirkju. Átakið sem hann og samtímalæknar um landið á þessum tíma upp úr aldarmótunum 1800 er oft talið stærsta lýðheilsusátak Íslandssögunnar í unnum mannárum talið. Eins kennsla um mikilvægi hreinlætis, ekki síst í fæðingaraðstoð. Upphaf síðar kennslu kvenna í yfirsetufræðum og fæðingarhjálp almennt og sem var upphaf ljósmæðrakennslu hér á landi. Mitt rannsóknasvið var þegar við læknarnir gerum um of, hans strfssvið, oft mikið úr litlu.

Þegar maður lítur yfir farinn veg, hefur margt breytst í læknisfræðinni, sérstaklega hvað varðar lýðheilsusjúkdómanna. Sannleikurinn er ekki svart eða hvítur. Gráa svæðið á milli alltaf mikilvægara eða skulum við segja litrófið allt. Þar sem nándin og fræðslan skipta oft mestu máli. Til að fyrirbyggja sjúkdóma og til að bæta heilsu. Læknisfræðin í dag á t.d. eingin lyf sem eru beinlínis er græðandi, nokkuð sem gamla læknisfræðin í jafnvel þúsundir ára hafði  reynt að tileinka sér og sótt í kraft til líkamans sjálfs (sjálfbærni hans eins og annarra dýrategunda í eðlulegu umhverfi), náttúrinnar sjálfrar og plönturíkisins. Forskriftarbækur var þeirra tíma lyfjafræði, allt eftir staðháttum. Nokkuð sem lyfjafyrirtæki samtímans hafa ekki lagt mikið upp úr að rannsaka með dýrum klínískum rannsóknum. Enda markmiðið að framleiða lyf sem græða má sem mest á og sem hefta eiga að geta allt mögulegt. Sannarlega samt oft mjög öflug lyf eins og t.d. svokölluð líftækni- og krabbameinslyf. Gömul góð ódýr lyf sem sum byggja á gömlu læknisfræðin hins vegar oft hætt framleiðslu á. Lyfjaskortur síðan á mörgum ódýrum en lífsnauðsynlegum lyfjum í dag mjög algengur vegna markaðslögmála verslunarinnar.

Það hefur verið mikil reynsla að fylgjast með breytinum á lyfjamarkaðnum sl. hálfa öld. Undralyfin koma hvert af öðru og sem eru kölluð allskonar töfranöfnum eins og t.d. svokölluð efnaskiptalyf sem tekin eru við offitu og sykursýki í dag og eiga að breyta hegðun okkar. Eins öll nýju geðlyfin eins og ADHD lyfin. Stundum meira gegn einkennum og vanda, en raunverlulegum sjúkdómum sem samt hafa fengið greiningaskilmerki sjúkdóma svo hægt sé að skrifa þau út á markað. Kvíði/þunglyndi er til að mynda orðinn algengur fylgikvilli nútímalífs og sem kallar á lyfjameðferð í mörgum tilvikum og sálfræðihjálp jafnvel vanfengin. Á síðari árum svo þróun að flokka okkur eftir erfðum með jafnvel óforspurðum genarannsókum, frekar en með t.t. umhverfiserfðafræðilegri nálgun og sem mestu ræður um hvaða gluggar eru opnaðir eða lokaðir í erfðamengi okkar. Þannig til að stuðla að bættri lýðheilsu allra með almennri og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, frekar en hræðsluáróðri og kollvarpað getur lífinu ef forskrift genanna er ekki á besta máta.

Nútíminn hefur enda alið af sér ótal lífsstílssjúkdóma sem leysa á með lyfjum, frekar en vinna á grunnorsökinni. Tímaleysið alltaf meira, ekkert síður hjá læknum og heilbrigðisstarfsfólki almennt, en almenningi. Rafræn tjáning og samskipti sífellt meiri en tjáning augnliti til augnlits. Sennilega er samvera og tími með skjólstæðingi þess sem maður saknar orðið mest og sem upphaflega dró mann að starfinu. Gervigreindin síðan skammt undan og stöðug rafræn skilaboð að vinna meira í tölvunni. Útbruni meðal heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst hjúkrunarfæðinga og lækna er síðan mikill.

Mitt það mikilvægasta í starfi er að þykja vænt um það og sem læknisfræðin sannarlega býður upp á. Meta líka breytingar og getað speglað í fortíðinni. Margar breytingar líka til góðs og aukin þekking á gangi sjúkdóma. Aukið skyn á því sem maður telur mikilvægast og að fá tækifæri til að miðla þekkingu sinni til annarra. Einn mikilvægasta þekkingin kemur enda af reynslunni, helst á sem ólíkustu sviðum læknisfræðinnar. Gerir hana um leið svo miklu skemmtilegri og skýrari, heildrænni og með meiri yfirsýn. Aukin næmni á vandamálin. Starfskraftur sem brennur enn fyrir starfi sínu, þótt fullorðinn sé og nálgast svokallaðan eftirlífeyrisaldur, er þannig mjög mikilvægur heilbrigðiskerfinu öllu. Því þegar hann hættir störfum, nýtur hans ekki lengur við..nema þá til skrifa auðvitað. Fyrir unglækna eru þetta held ég mikilvæg skilaboð, að vera meðvitaður um sífellda þróun fagsins og möguleikann á að móta það á sem bestan veg. Vonandi eins fyrir þá sem yngri eru að meta reynslu þeirra eldri og forðast mistök í skipulagningu heilbrigðiskerfisins og sem við sjáum svo víða í dag. Millistjórnendur geta síðan valið að taka mark síðan á þeim sem ofar sitja í stjórnsýslunni, eða auðvitað berjast með og í grasrótinni.

Sjúkrastofnun Hólmavíkur, febrúar 2024

Stöðugt þarf maður samt að minna sig á gildi sitt í heildarmyndinni. Stundum getur það verið sárt. Það sem hefur gefið mér mest og ég stöðugt minntur á, eru samt alltaf mannlegu tengslin og vinnátta jafnvel við manneskjuna, frekar en sjúklinginn. Eitthvað sem eflist með hverju starfsárinu. Stundum meira í hlutverki leiðbeinanda/fræðara og stuðningsaðila en samkvæmt hreinni læknisfræði eins og hún er marklögð á hverjum tíma. Samtalsmeðferð er einn þýðingarmesti partur í heimilislæknisfræðinni. Vísindaþátttaka í þessu öllu saman er engu að síður dýrmætur skóli. Góðir leiðbeinendur eru þar mikilvægastir. Niðurstöður rannsókna leiða síðan til breytinga til góðs og ögunar í starfi. Sama má segja um möguleikann á að fá að kynnast sem mest ólíkum starfsstöðum lækninga á góðum stöðum í kerfinu, enda eins og áður segir ekki allt á bókina lært. Reynsla sem kallar samt á mikla vinnu og viðveru á vinnustað og sjúkrahúsum. Kostar hins vegar og oft mikla fjarveru frá fjölskyldu sem miklu betur hefur tekist að samræma í dag en fyrir nokkrum áratugum. Eins með möguleikum á að breytingum, tilfærslum á starfsstöðum. Mín reynsla a.m.k. til 40 ára af vinnu á BMT LSH, áður Slysa- og bráðamóttöku Landspítalans samfara heimilislæknastörfum hefur þannig verið mér ómetanleg í starfi, ekki síst í dreifbýlinu. Á sama tíma og sérhæfing í læknisfræðinni er samt alltaf að aukast og hver og einn læknir á að eiga sinn fasta samanstað í kerfinu.

Símenntun er mikilvæg til að deila þekkingu, ekki síst milli kynslóða og vísindasviða. Vísinda og greinaskrif ekkert síður. Greinaskrif með að markmiði að fræða almenning út frá bestu þekkingu og reynslu höfundar, einnig. Þannig varð til sú dægrastytting að ég fór að blogga fyrir 15 árum. Allt tengt fræðslu og upplýsingum til almennings en eins stjórnsýsluleg gagnrýni á heilbrigðiskerfið. Margt sem tengist þróun sem var andstæð minni reynslu og sýn. Réttri forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og að vel sé farið með fjármagn. Eins ferðapistlar utan úr heimi og sem gaf manni oft aðra sýn en sem maður hefur hér heima.

Eins jafnvel um bolabrögð og lögbrot samkvæmt gildandi íslenskum lögum eins og samráðsleysi stjórnvalda var við Sóttvarnaráð Íslands í heimsfaraldri Covid19 og ég hef áður gert grein fyrir. Eins með tilliti til breytingatilburða með nýjum Sóttvarnalögum og þar sem sjónarmið heimilislæknisins eru gjaldfelld. Gengið var allt of langt með heftingu á tjáningarfrelsi með (skyndi) þjóðaröryggisnefnd ríkisstjórnarinnar um falsfréttaflutning. Þar sem jekki var hlutað á vísindamenn og lækna sem vel áttu að þekkja til út frá reynslunni. Ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. var nýttur sem stjórntæki stjórnvalda til að móta skoðanir almennings. Langtímaskaðinn og tapað fjármagn til skynsamlegra fjárfestinga fær sagan ein að dæma um og alltaf er að koma betur í ljós t.d. í staðarvali á nýja þjóðarsjúkrahúsinu á Hringbrautarlóð. Stærstu og dýrustu skipulagsmistökum Íslandssögunnar að mínu mati.

Lífið, fjölskyldan og starfið, lífsskoðanir og reynsla, gleði og særindi, allt er þetta nátengt að lokum og litið er yfir farinn veg. Sennilega hef ég verið heppinn, og svo sannarlega sé ég ekki eftir neinu. Sárast er aðeins að sjá afleiðingar slæmrar stjórnsýslu og stjórnunar í heilbrigðiskefinu og sem koma hefði mátt í veg fyrir. Auðvitað nálgast allir sitt og læknisfræðina á sínum forsendum með gott eitt í huga. Allir gera sín mistök, líka ég, en flestir reyna sitt besta. Sannleikurinn er ekki heldur svartur eða hvítur eins og áður segir, heldur meira í lit. Stjórnsýslan og pólitíkin lýtur hins vegar sínum eigin lögmálum.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · útivist

Miðvikudagur 20.9.2023 - 19:53 - FB ummæli ()

Umræðan, gömul og ný um frjálsa sölu áfengis- til góðs eða ills?

Enn og aftur liggur fyrir frumvarp stjórnarþingmanna um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og jafnvel heilsu- og blómabúðum, í nafni frjálshyggjunar. Skrifaði pistil um sama efni fyrir 8 árum um umræðan er ekki ný. Netsala áfengis hefur aukist gríðarlega sl. ár og áfengisneysla Íslendinga stóraukist, jafnhliða áfengistengdum sjúkdómum og vímuvanda. Áfengisbölið var þegar mikið í þjóðfélaginu 2015, oft tengt öðrum vímuefnum. Birti svo hér undir greinarkorn um fyrirséðan vanda og svipað umræðuefni fyrir meira en öld siðan og löngu áður en ÁTVR fékk loks einokunarstöðu fyrir sölu, í nafni lýðheilsuvarna. Segja má, engu að síður, að verstu spár hafi rættst.

Þótt flestir geta umgengist áfengið í hófi, verða stöðugt fleiri ofneyslunni að bráð og sem sést best í þeim löndum þar sem verslun með áfengi hefur verið gefin frjáls. Sérstaklega þó þar sem hún var ekki frjáls áður, en gefin frjáls á síðustu áratugum í nafni frjálshyggju og einstaklingsfrelsis. Einstaklingsfrelsis sem er hálfgert öfugmæli þegar fíknin og víman hefur tekið völdin og mikið meira er vitað um en áður og spilar með allt annan mann en þinn eigin, tengt erfðum og sérstökum áhrifum á miðtaugkerfið. Vil byrja hér samt á smá upprifjun úr pistli sem ég skrifaði 2011 (Gulu augun og lifrarbólgan) í tilefni mikillar aukningar á áfengisneyslu landans, mest vegna aukinnar sölu á léttvíni og bjór frá því hann var leyfður, tengt aukningu á beinum líkamsskaða og aukinni tíðni lifrarbólgu og skorpulifur. Menn og konur hljóta nú að sjá í hvað stefnir ef sala áfengis verður gefin frjáls í næstu kjörbúð, jafnhliða sælgætinu og gosinu, þar sem við erum margfaldir Norðurlandameistarar í neyslu. Eða jafnvel áfengis í stað vandaðra blómvanda í blómabúðunum. Kannski bara með einni sölnaðri rós á útsöluverði á flöskunni.

„En Adam var ekki lengi í paradís. Í stað þess að láta af helgarsiðum okkar, bættum við bara við okkur bjórinn og léttvínið. Hálft til eitt glas af léttvíni á dag átti svo sem ekki að vera svo óhollt og jafnvel hollt hvað æðasjúkdómana varðar. Nýjar rannsóknir benda hins vegar á að öll áfengisneysla getur verið varasöm, líka lítil, ekki síst er varðar hættu á myndun krabbameina, sérstaklega meðal kvenna. En hvað var það sem fór úr böndunum hjá okkur? Sennilega svipað og í öllu öðru, óhófið.“

„Alkóhól-lifrarbólga er almennt talin algengasta ástæða lifrarbólgu eins og áður sagði og sem er í réttu hlutfalli við magn áfengis sem er neytt í þjóðfélaginu, ekki síst sídrykkju flesta daga. Vaxandi bjórdrykkja og neysla léttvína á síðustu árum er því verulegt áhyggjuefni, þótt ennþá getum við ekki talist meðal mestu drykkjuþjóðum veraldar. Og auðvitað ber að fagna breyttu drykkjumynstri landans þar sem slysum og ofbeldisverkum tengt ölvun hefur ekki fjölgað í takt við aukna neyslu heildarmagns áfengis og sem nú nálgast að vera að meðaltali um 8 alkóhóllítrar á ári fyrir alla 15 ára og eldri. Nóg er nú vandmálið samt enda hafa um 7% fullorðinna lagst inn á Vog til áfengis- og vímuefnameðferðar (2010).“ Í dag er þessi tala um 10%.

Horfum nú mikið lengra aftur til fortíðar og eins og stundum áður hér á blogginu mínu, í alþýðutímaritið Eir um heilbrigðismál. Grípum hér niður í kafla úr ræðu Guðmundar Björnssonar, læknis (síðar landlæknis 1906–1931) sem þar var öll skrifuð og hann hafði haldið sunndaginn síðastan í sumri í húsi iðnaðarmanna í Reykjavík aldamótaárið 1900.

Heiðruðu tilheyrendur!

Margar skoðanir hafa staðið óhaggaðar í hugum manna þúsundir ára og verið taldar óhrekjandi – og þó fallið að lokum fyrir vopnum vísindanna. Það var um langan aldur talið óyggjandi, að jörðin væri flöt, og eins hitt, að hún stæði kyr og gengi sólin í kring um hana. Svo mikil fjarstæða þótti fyrst í stað kenningin um það, að jörðin snerist um sjálfa sig, að manninum, sem þau sannindi voru flutti, var hótað lífláti, ef hann tæki ekki orð sín aftur. Um langan aldur hefir það verið talið satt og óyggjandi að áfengi styrkti sál og líkama og „gleðji mannsins hjarta“ á saklausan hátt. Ef þessari kenningu verður hrundið, þá mun sú breyting hafa miklu meiri áhrif á framför mannkyns, en skoðanaskiptin á lögun jarðarinnar og staðháttum hennar.

Ykkur er vel kunnugt, að margir vilja nú hrinda þessari gömlu skoðun á áfenginu, segja að hún sé röng og reyna að koma því inn í almenning, að áfengisnautn sé jafnan skaðleg og eigi að afnemast. Lífláti hefir þeim ekki verið hótað þessum mönnum, því að tímarnir hafa breyst, en hitt hefir ekki á brostið, að þeir hafa verið sakaðir um öfgar og brugðið um kenningar og ófrægðir á margan hátt.

Hvað er þá rangt og hvað satt í öllu því, sem sagt er um áfengið? Ekki getur sami hlutur verið bæði flatur og hnöttóttur. Enginn hlutur getur verið bæði ómissandi og óhafandi. Allur þorri manna heldur enn að áfengið sé ómissandi. Hinir eru miklu færri, sem á móti rísa og segja að það sé óhafnadi. En aldrei hefur þessi deila verið eins hörð og almenn eins og nú um lok þessarar aldar, og af því hefir leitt, að fræðimenn hafa á síðari árum gefið áfenginu og áhrifum þess miklu meiri gaum, en nokkru sinni áður. Sannur vísindamaður hirðir ekki um óp lýðsins; hann hefir það eitt fyrir augunum, að leiða sannleikann í ljós, ryðja burtu hleypidómum og auka rétta þekkingu.

Allur þorri manna er þeirrar skoðunar, að hófleg inntaka af áfengi glæði skynjunargáfuna, skerpi vitið, veki saklausa gleði og örvi viljann. Menn fá sér eitt staup eða tvö og óðar finnst þeim hinn andlegi þróttur sinn aukast, en áhyggjurnar dofna og yfir öllu glaðna. „Guð lét fögur vínber vagsa, vildi gleðja dapran heim“ segir eitt af góðskáldum þjóðar vorrar. Guðs gjöf og guðaveig hefir vínið verið kallað öld eftir öld. Menn hafa að vísu ávalt bætt því við, að ofnautn áfengis valdi böli og bágindum, en sagt um leið, að áfengið eigi ekk sök á því, þó það sé vanbrúkað, og verði hver að gæta sín. Skádið, sem ég nefndi, segir í sama kvæði, að fyllisvínin smáni guðs gjöfina, engu síður en bindindismennirnir, og hann er í fullu samræmi við almenningsáliti, eins og það hefir verið.“

Snúið huganum að því, hvort þið viljið halda áfram að neyta áfengra drykkja, hvort sem það mun vera til hagsmuna eða tjóns fyrir þjóðina, að áfengir drykkir eru hafðir á boðstólnum í vörubúðum og gesthúsum handa hverjum sem hafa vill. Ef gagnsemi áfengis væri meira en tjónið, sem að því hlýst, þá væri það gott og blessað og þá ætti að hafa það til sölu í hverri sveit. En nú hefir því verið haldið fram hér á landi í mörg ár að aðalútkoman af áhrifum áfengis á þjóðina er annars vegar stóreflis bein fjáreyðsla, hins vegar líftjón margra manna og heilsuspjöll á sál og líkama.

Og allt stendur þetta óhrakið. við sjáum meinið. Við getum bætt úr því, bannað alla sölu áfengra drykkja. En við gerum það ekki. Hvað á þetta lengi að ganga? Er þjóðin of rík, eða of hraust og heilsugóð? Nei, en hún er svo óvön því, að vera á undan öðrum þjóðum, er oftast langt í humáttinni á eftir þeim. Aðrar þjóðir keppa hver við aðra að vera fremstar. Við viljum vera á eftir. – Það er ekki siður hér á landi að hugsa svo hátt, að við Íslendingar getum komist langt fram fyrir aðrar þjóðir í nokkurri breytingu til framfara. Við eigum miklu hægar með að afnema áfengisverzlun, en nokkur önnur þjóð í Norðurálfunni. En við gerum það ekki – til þess að verða ekki langt á undan nágranaþjóðunum. Þetta segjum við ekki upphátt. Við berum annað fyrir, segjum að þjóðin sé ekki fær um innflutningsbann á áfengi, eða algert sölubann, sé ekki undir það búin, að hagnýta sér slík laganýmæli.  Sama viðbáran er höfð á móti flestum öðrum tillögum til framfara hér á landi; en hún lítur illa út meðan þjóðin er að berjast af öllum sína veika mætti fyrir nýmælum í stjórnarskrá landsins, en játar þó á margna hátt að hún hefir illa hagnýtt sér stjórnarskrána, sem til er.“

http://www.visir.is/ekki-setja-afengisidnadinn-undir-styrid/article/2015703139999

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/06/09/gulu-augun/

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 23.5.2023 - 18:46 - FB ummæli ()

Læknisþjónusta á Hólmavík, í tímans rás

Gamla læknishúsið á Hólmavík, reist 1896-1897.

Eitt elsta húsið á Hólmavík er gamla læknahúsið byggt 1896-1897. Nú hýsir það Kvennfélagið á Ströndum. Fyrsti læknirinn er þangað flutti 1897 var Guðmundur Scheving Bjarnason og sem þjónaði héraðinu til 1909. Annar var Magnús Pétursson sem þjónaði héraðinu frá 1910-1922. Baráttu hans gegn Spænsku veikina er vel getið m.a. í söguriti Strandamanna 1918. Honum ásamt læknum norður í Árneshreppi og í Djúpinu tókst að forða íbúum frá smiti með tilmælabréfum til íbúanna um sóttvarnir. Frægt er að þannig tókst að halda héraðinu smitfríu af völdum Spænsku veikinnar. Berklar voru í upphafi 20 aldar helsti óvinurinn. Margir höfðu auk smitgátar, mikla trú á lækningamætti fjallagrasa, enda meðalaforskrifta gjarnan að leita í grasa- og forskriftarbækur. Næstur kom Karl Georg Magnússon sem var héraðslæknir í Hólmavík 1922-1941. Hann var vel liðinn og tók mikinn þátt í félagsstörfum hverskonar. Eftir hann kemur Valtýr H. Valtýsson og er héraðslæknir til 1947. Hann reyndist Strandamönnum vel, en varð fyrir því áfalli, sem sumir kölluðu þá annan skæðasta sjúkdóm landsins, eftir berklunum og sem tekið var eftir að gætti í æ ríkara mæli. Kransæðastífla (coronary thrombosis), hét sá sjúkdómur nánar tiltekið. Læknar voru í þá daga ekki farnir að átta sig almennilega á þessum skæða sjúkdómi, en sem síðar var farið að beita árangursríkum mótatgerðum gegn, m.a. asperin lyfjameðferð. Þá var Hjartavernd stofnað í þeim tilgangi að hamla á móti þessum nýja vágesti með forvörnum og sem reyndist mjög vel. Tóbaksreykingar var talinn langmesti áhættuþátturinn, ásamt offitu og hreyfingaleysi.

Eini vegurinn suður á þessum árum var um Steinadalsheiði og síðar yfir Tröllatunguháls. Miklir vegatálmar nema þá helst yfir hásumarið yfir í Dalasýslu  og Reykhólahrepp. Lagning Innstrandavegar suður með Húnaflóa var heldur ekki raunin fyrr en um 1950. Á þessum tímum urðu menn því að vera sjálfbjarga að mestu við sín læknastörf.

1950 var tekið í notkun nýtt og veglegt læknishús á Hólmavík og sem talið var þá eitt það stærsta og fullkomnasta á landinu með sjúkrastofum á neðri hæðinni. Eins röntgentækjum búið og læknisstofu og apóteki á neðri hæðinni, auk húsnæðis fyrir hjúkrunarkonu. Á efri hæðinni var læknisíbúðin með fallegu útsýni yfir Steingrímsfjörð og sveitirnar í kring. Erfiðlega gekk þó að ráða lækna til fastar og lengri búsetu. Margir hins vegar ágætir kandídatar og læknar. „Einn kemur þá annar fer og þóttu þessi eilífu læknaskipti vera mikill höfuðverkur fyrir Strandamenn. Ísleifur Halldórsson, læknir var þó kyrr í nokkur ár.“

Í byrjun áttunda áratug síðustu aldar var farið að huga að nýjum læknabústað, enda mikil þörf fyrir gamla læknahúsið til rekstrar sjúkraskýlis. Eins var farið að huga að stækkun þess til að fjölga sjúkraplássum. Áttatíu prósent Íbúa Strandasýslu töldu að mönnunarvandi á lækni í héraði væri eitt alvarlegasta byggðarmálið, enda héraðið oft á tíðum læknislaust. Nýr læknisbústaður var síðan loks byggður 1977 og sjúkraskýlið (gamli læknisbústaðurinn) stækkað síðan með viðbótarbyggingu 2003. Ný og fullkomin Heilsugæslustöð var vígð 1985. Enn vantaði samt oft lækna. Sameining heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur við Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) átti sér síðan stað með lögum árið 2008.

Heilbrigisstofnun HVE, Hólmavík. Dvalarheimili aldraða (gráa álman, læknishúsið „nýja“ (1950) heilsugæslan (vígð 1985), sjúkrabílageymslan og nýi læknisbústaðurinn (1977) ofan við.

Sigfús Ólafsson var fastur læknir á Hólmavík (1990-2000) sem segja má hafi helgað sig mest allra í áhrifaríkum forvarnaraðgerðum gegn hjarta- og æðasjúkdómum með tengslum við íþróttir og gönguhvatningu til handa Strandamönnum. Síðan kom Guðmundur Sigurðsson, læknir (2004-2016) og var góður hvalreki fyrir Strandamenn. Fastur hópur ákveðinna lækna hefur sinnt afleysingum og mannað alla lausa tíma frá árinu 2001. Þar á meðal undirritaður sl. 26 ár. Íbúafjöldinn hefur verið svipaður sl. öld, þó heldur fækkað sl. ár í héraðinu öllu, eftir töluverða fjölgun upp úr miðri síðsutu öld. Umferðaþungi þó margfaldast enda liggur þjóðleiðin til Ísafjarðar gegnum héraðið og ferðamannafjöldi þúsundfaldast, sérstaklega á sumrin. Enn er þó aðeins einn sjúkrabíll tiltækur með tveimur frábærum sjúkraflutningsmönnum með grunnmenntun í bráðalæknisfræði, en hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengist til fastra starfa sl. ár. Samt frábærir sjúkraliðar og sem sumir ganga í flest störf. Flestir reiða sig á hjálp björgunarsveitarinnar Dagrenningar, þegar mikið liggur við. Strandasýsla hefur um árabil samt verið skilgreind sem brothætt byggð hjá stjórnmálamönnunum.

Sjúkraskýlið (sjúkrahúsið) en nú eingöngu skilgreint sem öldrunarstofnun, dvalarheimili aldraða sem fengið hafa vistunarmat. Sjúkraflutningar landleiðina suður á Akranes eða til Reykjavíkur eru í dag yfir 100 talsins á ári, enda ekkert sjúkrahús á staðnum fyrir bráðainnlagnir. Sjúkraflutningur frá Hólmavík tekur u.þ.b 5-6 klukkustundir og stundum jafnvel læknislaust á meðan í héraðinu sem nær 100 km í norður, suður og vestur frá Hólmavík. Innviðirnir þannig í raun brothættari að mörgu leiti en fyrir meira en öld síðan!!

Tilvísanir:

Grein Guðmundar Hraundal í lesbók Mbl 5.júni 1966

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/12/07/aldarspegillinn-a-strondum/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/09/09/saga-storhuga-a- strondum/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2018/03/15/throttmiklir-a-strondum/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/10/04/kortin-hans-fusa/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 11.3.2023 - 14:09 - FB ummæli ()

Þú uppskerð eins og þú sáir

Þetta ættu allir bændur að þekkja best. Þú undirbýrð akurinn fyrir bestu uppskeru sem mögulegt er og tryggir síðan sjálfbærnina og gæðin. Samt selur afurðasölufyrirtæki í þeirra eigu (Esja gæðafæði ehf) ásamt reyndar fleiri fyrirtækjum, kjúkling ólöglega til landsins beint frá Úkraínu samkvæmt frétt Bændablaðsins í vikunni. Þar sem miklar líkur eru á að kjötið beri með sér mikið magn fjölónæmra colibaktetía úr þarlendum sláturfuglum. Colibakteríur sem tilheyra flokki flórusýkla svokallaðra súna og sem eru sameiginlegar flórubakteríur hjá dýrum og mönnum. Sömu sýklar valda hins vegar líka tilfallandi algengustu og alvarlegustu sýkingum manna, svo sem í meltingarvegi, þvagfærum og jafnvel sárasýkingum (klasakokkar reyndar, MÓSAR, MRSA).
ESBL colibakteríurnar hafa verið hvað algengastar og sem eru ónæmar bakteríur fyrir flestum sýklalyfjum. Enn ónæmari fyrir nær öllum sýklalyfjum eru svokallaðar CPO colibakteríur og sem eru mjög algengar í kjúklingi t.d. í Úkraínu og sem einmitt innflutti kjúklingurinn til Íslands um og eftir áramótin kemur frá. Um  var að ræða alls 185 tonn og sem síðan var pakkaður í neytendapakkningar sem íslenskar væru (mjög illa merktar upprunalandi og í íslenskum umbúðum). Ófrosin vara í flestum tilfellum og sem lekið/smitað getur um allt í kjötborðinu, í innkaupapokann og á eldhúsbekkinn okkar. Á hendur okkar og barnanna.
Sýklarnir geta síðan leynst í görninni okkar mánuðum og árum saman. Við erum ekki að tala um neinar matareitrunarbakteríur. Þegar illa stendur á hins vegar valdið sýkingum sem mjög erfitt getur verið að meðhöndla tímalega og jafnvel sem engin tiltæk sýklalyf vinna á. Þegar hefur töluvert borið auk þess á sýklalyfjaskorti algengustu sýklalyfja sem þannig telst ekki auðfenginn kostur (t.d. kjörlyf gegn streptokokkum). Covid19 faraldurinn ætti auk þess að kenna okkur hvað smithætta getur kostað okkur mikið, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða kvefveiru.
Það hlýtur að teljast kaldhæðnislegt að fyrirtæki í eigu íslenskra bænda skuli m.a. standa að þessum innlutningi, þar að auki ólöglega og þar sem gæðaöryggiseftirlit á landamærum er ekkert. Undirritaður ásamt öðrum varaði við þessu og þróuninni þegar innflutningur á erlendu kjöti var gefinn frjáls á EES svæðinu fyrir 4 árum. Íslensk landbúnaðarvara hefur hingað til verið hvað minnst sóttmenguð af sýklalyfjaónæmum bakteríum í heimi og sem hefur varið lýðheilsuna á Íslandi miklu meira en þekkist í öðrum löndum. Kostnaður vegna illmeðhöndlaðra sýkinga vegna sýklalyfjaónæmis og þörfinni á einangrunarplássum á sjúkrahúsum, gæti hlaupið á mörgum milljörðum innan skamms. Kostnaður og síðan ótímabær dauðföll sem við höfum að mestu verið laus við.
Vandamál og þróun hins vegar víða erlendis og sem við í andvaraleysinu nú erum að flytja inn ólöglega í bakgarðanna okkar, okkar nærflóru eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í nafni frjálsrar verslunar og neytendahagsmuna! Gegn áunni íslenskri lýðheilsu gegnum aldirnar og nátengt áhyggjum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem telur að sýklalyfjaónæmi baktería sé ein stærsta heilbrigðisógn mannkyns í náinni framtíð. Nú á að fórna því forskoti og einu skrautfjöður lýðheilsunnar á Íslandi og ef undanskilið er loftið og fjallavatnið okkar.!! Af óskiljanlegum ástæðum finnst RÚV ohf. – fjölmiðli allra landsmanna – ekki málið merkilegt og þess ógetið í fréttamiðlum þeirra. Aðal frétt þess fréttamiðils í vikunni var væntanleg fjölgun kínverskra frettamanna til landsins. Maður spyr sig einning hvort það sé vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra við Samtök verslunarinnar, tengt auglýsingatekjum RÚV?
Nei, núna eru fyrirtæki í eigu afurðarsöl bændanna sjálfra a.m.k. að sá eiturplöntum í akrana sína.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 26.1.2023 - 22:23 - FB ummæli ()

Skálmöldin í íslenska heilbrigðiskerfinu

 
Samhverfu hagsmunapólitíkurinnar á Íslandi í fornöld og í dag má sjá víða. Hjá þjóð, með sömu gen að mestu leiti, en í öðru formi en landvinningum og í vígabrögðum beinna stríðsátaka. Í mannauðsstjórn heilbrigðiskerisins hins vegar sem litast hefur af sérhagsmunagæslu og allt að kúgun á starfsliði “á gólfinu”. Mikið með leppastjórn millistjórnenda stjórnvaldspýramídanum. Barátta hefur eins verið lengi um völd milli sérgreina læknisfræðinnar og jafnvel innan læknadeildar HÍ og þar sem stjórnendur hverskonar reyna gjarnan að þóknast sínum höfðingja. Ein myndbirtingin er með ákvörðunartöku staðarvals Nýja Landspítalans við Hringbraut, þrátt fyrir allar skynsemisraddir. Um allt þetta get ég sjálfur vitnað eftir rúmlega 4 áratuga starf í heilbrigðiskerfinu á fremstu víglínum, bæði í heilsugæslunni og á BMT LSH. Flest hef ég skrifað um áður á bloggini mínu sl. rúman áratug. Og því miður hafa verstu spár alltaf rættst.
Sumar sérgreinar börðust hreinlega fyrir tilverurétti sínum vegna skörunar við aðrar sérgreinalækningar eins og t.d. heimilislækningar og sem varð að sérfræðingsnámi fyrir aðeins um hálfri öld. Þannig eins og í baráttu um sjúklinginn og hvar hans málum er best fyrir komið hverju sinni. Tilvísunarstríðið svokallaða milli sérgreinalækna og heimilislækna fyrir tæpum fjórum áratugum var lýsandi um þetta ástand. Síðar var stefnt að sameiningu sem flestra stofnana og heilsugæslustöðva undir einn hatt sem og sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. T.d Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sameiginlegum Landspíta háskólasjúkrahúss. Lýðheilsustofnun Landlæknisembættisins jafnvel stofnuð og sem tók að eigin frumkvæði við fræðakeflinu um lýðheilsu. Allt að heilsugæslunni forspurðri sem þó annast sjálfa lýðheilsusjúkdómana. Haldin jafnvel lýðheilsuþing á vegum heilbrigðisráðuneytisins eins og sl. haust, án þáttöku heilsugæslunnar og fræðafélagi íslenskra heimilislækna (FÍH). Alltaf undir merkjum hagræðingar en sem síður en svo hefur orðið hvað gæði og aðgengi að þjónustunni varðar. Sjúkrarúmum jafnvel fækkað og vaktþjónustan miðstýrð á kostnað góðs og öruggs aðgengis.
Stöðug fjölgun millistjórnenda í hinu opinbera heilbrigðiskerfi með fjölgun yfirstarfssviða samkvæmt stöðugt uppfærðu nýju skipuriti er eins lýsandi dæmi um þróunina. Læknaráð fyrir lögð niður með lögum (2005 í heilsugæslunni og Læknaráð Landspítalans 2020), til að auðvelda miðstýringu að ofan. Þannig unnið að stórhöfðingjavaldi í stað bændalýðveldis sem verið hafði í ákveðnum skilningi. Þegar bændur og búalið urðu síðan jafnvel að þrælum.
Um 1000 íslenskir læknar eru nú búsettir erlendis, flestir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum læknisfræðinnar. Margir hafa ekki fengið að komast að í íslenska heilbrigðiskerfinu sl. áratugi. Á sama tíma hefur stefnt í hraða öldrun sérfræðinga í flestum sérgreinum. Samt grátum við læknaskortinn í dag! Mannauðsstjórnun hvað? Hvað ábyrgð hvílir eins á öllum millistjórnendum um árabil, sem margir hafa mest passað upp á sig og sína? Hvað hafa æðstu ráðmenn og stjórnmálamenn verið að hugsa? Eða er ekki réttar að segja, ekki hugsað. Enn síður að hlustað sé á slátt þjóðarhjartans. Vandinn í dag lýsir sér einmitt mest í skorti á nýliðun starfsmanna, og þá sérstaklega lækna og hjúkrunarfræðinga á gólfinu.
Sérgreinalæknar hafa reyndar líka þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum innan sjúkrahúskerfisins og síðan með sinn stofurekstur. Ríkið skammtar hins vegar fjármagnið og setur leikreglur, oft með hápólítísku ívafi hverju sinni. Spurningin alltaf um einkarekstur eða opinberan rekstur. Heildarfjármögnun heilbrigðiskerfisins hefur samt verið undir meðaltali Evrópuþjóða sl. rúman áratug, þrátt fyrir, eðli málsins samkvæmt, þyrfti að vera hærri vegna lítillar þjóðar í strjálbýlu landi. Samt í gjöfulu landi og þar sem þjóðartekjur á mann eru óvíða hærri. Að stórum hluta í dag með fjármagni sem streymir inn í landið tengt túristaiðnaðinum og mikilli fjölgun nýbúa erlendis frá. Atvinnumöguleikar hverskonar enda óvíða meiri. Styrking innviða heilbrigðiskerfisins hins vegar alls ekki.
Áhrifamenn innan læknahópsins og annarra heilbrigðisstétta hafa spilað lykilhlutverk í skipulaginu og deilingu fjármagns til heilbrigðiskerfisins í samráði við ráðmenn stjórnsýslunnar hverju sinni. Spilað því miður stundum meira með en á móti, með stöðnun og niðurskurðaráformum í allskonar myndum. Heilsupólitíkin þar á bæ þá stundum meira í ætt við ættarveldin fornu og þar sem lepparnir voru margir til að hafa stjórn á lýðnum. Millistjórnendur í stjórnsýslupíramídanum lúta enda lögmálum íhaldsseminnar og er sjálfhverf í eðli sínu. Tengd pólitíkinni hverju sinni, í stað þess að vera framsýn og til hagsbóta fyrir almenning.
Starfsfólkið á gólfinu hefur haft minnst um þetta allt að segja og dæmin óteljandi. Þöggun á gagnrýna umræðu verið besta vopn stjórnvalda og þeir fari bara annað sem fara vilja. Fjölmiðlar því miður oft spilað með nema kannski sl. ár og allt að hruni komið. Starfsmannaflótti þannig látin viðgangast eins og ekkert væri sjálfsagðara. Grunngildum þjónustunnar breytt og margir þurft að upplifa kulnun í starfi af álagi og kvíða. Mest vegna mikils vinnuálags, óásættanlegum starfsaðstæðum, skort á framtíðarsýn og vöntun á tíma með sjúklingum. Stundum sem eru í mestu hremmingum lífs síns og á starfsmanna ábyrgð ef illa fer.
Ástandið á BMT háskólasjúkrahússins undanfarin misseri ber þessu öllu vel vitni. Mikill atgerfisflótti meðal lækna og hjúkrunarfræðinga sem jafnvel hafa unnið þar til áratuga og áunnið sér mikla reynslu og þykkan skráp. Lengi hefur verið varað við bæði aðflæðisvandanum vegna vanmáttugrar heilsugæsluþjónustu og eins fyrirséðum skorti á heilbrigðisþjónustu við aldraða. Safndeild vandamála heilbrigðiskerfisins orðið til á BMT LSH þar sem allt virðist eiga að flokka fyrir aðra, en fráflæðið lítið vegna vanbúnaðar á öðrum deildum háskólasjúkrahússins og skortu á langlegurýmum fyrir aldraða. Gömlu kjarnastarfseminni á Slysa- og bráðamóttökunni sem borgarbúar hafa þekkt af góðu til margra áratuga, jafnvel fórnað. Ástand nú oft á deild sem mætti aðeins búast við í hamfaraástandi, en sem ekkert er og þjóðarhagur reyndar aldrei betri.
Nú verða læknar í LÍ að fara standa saman við nauðsynlega uppbygging heilbrigðiskerfisins, úr rústum þess gamla. Láta af sérhagsmunagæslu sinnar sérgreinar og horfa á heildarmyndina, m.a. með öflugri heilsugæslu um land allt og uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða. Deila álaginu í bráðaþjónustunni til að byrja með milli deilda eins og áður var og styrkja vaktþjónustu heilsugæslunnar. Vottorðafargan og tilvísanaskylda hverskonar er síðan að sliga heilsugæsluna sem er ofhlaðin þegar verkefnum vegna oft geðrænna vanda skjólstæðinga og vegna rafræna samskipta við Pétur og Pál. Nýjasta hugmynd atvinnulífsins er síðan að nú þurfi væntanlega heilsufarsvottorð til að stunda sjómennsku við strendur landsins. Vitleysan ríður ekki lengur við einteyming, enda aðrir sem stjórna vinnulagi lækna, en læknarnir sjálfir á gólfinu.
Standa þarf vörð í kjarabaráttunni og skapa svigrúm fyrir þá sem koma vilja heim eftir langt sérnám og mikla reynslu. Ekki veitir af og Læknadeild HÍ þarf að kappkosta að koma fleiri nemum að í klínísku spítalanámi og í heilsugæslunni. Það göfugasta sem reyndur læknir fær tækifæri til að ástunda er kennsla. Á þennan þátt hefur mikið vantað vegna tímaskots og álags. Gamla Slysa- og bráðadeildin í Fossvoginum (Slysó) var til að mynda hér áður vinsælasta kennsludeildin, og sem hentaðu sérdeilis vel í heimilislæknaprógraminu og talinn nauðsynlegur undirbúningur fyrir vinnu læknanema og kandídata úti á landsbyggðinni. Þar sem læknaskorturinn er orðinn hvað sýnilegastur.
Stórefla verður strax þjónustu við aldraða og öryrkja og skapa meiri möguleika til viðunandi vistunarrýma. Stórefla þarf þjónustu við geðsjúka og veið greiningaferli barna og unglinga. Að öðrum kosti verður ekkert annað í boði enn að grafa sig enn dýpra í rústirnar. Engu breytir Nýjr Landspítali á Hringbraut og sem stefnir í að vera áratug á eftir áætlun. Stál og steinsteypa leysa auðvitað heldur ekki mannauðsvandann.
Það er á ábyrgð lækna að standa vaktina sína, deila verkefnum skynsamlega sín á milli, tryggja góða nýliðun með þrýstingi á stjórnvöld. Á lokametrum starfsferlis sér maður best breytingarnar sem orðið hafa í starfsumhverfi lækna í heilbrigðiskerfinu. Sumt má ætla að sé „eðlileg þróun“ og aðrir teknir við keflinu. Það er engu að síður skylda reynds læknis að benda á ágalla sem við honum blasa. Með það eina að markmiði að bæta heilbrigðiskerfið. Ekkert síður er það er skylda allra lækna samkvæmt læknaeið, að koma nauðstöddum til hjálpar. Sækja þarf augljóslega í miklu hærri árlega fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Ekkert síður til nýs stofnkostnaðar á því sem stjórnvöld hafa látið hrynja niður sl. áratug og sem tekur síðan mörg ár að byggja upp. Sú staðreynd ætti að blasa við öllum, almenningi jafnt sem stjórnmálamönnum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Miðvikudagur 30.11.2022 - 17:43 - FB ummæli ()

Ný sóttvarnalög 2022 – í þágu stjórnvalda

Æðstu stjórnvöld höfðu aldrei samráð við Sóttvarnaráð Íslands, sitt eigið fagráð í heimsfaraldri Covid19. Aðeins við sóttvarnalækni og sem var ritari ráðsins og sem gaf af og til stöðumat á fyrirhuguðum ráðstöfunum stjórnvalda. Jafnvel þótt undirritaður meðlimur ráðsins margkallaði eftir fullri virkni ráðsins og þannig nauðsynlegs samráðs við heilbrigðisstéttir. Skoðanir sem ég vildi koma á framfæri þar sem ég hafði verið tilnefndur í ráðið af Læknafélagi Íslands (LÍ) í tvígang, 2014 og 2018, skipaður af heilbrigðisráðherra. Sérstaklega vildi ég sem alltaf áður, ræða sóttvarnareglur, íhlutanir stjórnvalda í samvinnu við heilbrigðisstéttir svo sem og fyrirkomulag bólusetningaaðgerða. Í gildandi sóttvarnalögum segir enda um hlutverk ráðsins “Sóttvarnaráð mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.”

Unnið var hins vegar á bak við Sóttvarnaráð (utan ritara ráðsins) að breyttum Sóttvarnalögum frá hausti 2020 með undirbúningsnefnd og sem síðan skilaði sér í frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum í byrjun árs 2021. Þrátt fyrir að ákveðið hafði verið fyrir áramót 2020 að ræða sérstaklega hlutverk ráðsins vegna óánægjuradda inna þess og boðað hafði verið til sem fyrsta fundaefni Sóttvarnaráðs. Sá dagskráliður einfaldlega felldur út af formanni og ritara ráðsins!

Tilefni undirbúningsnefndar var fyrst og fremst að koma með tillögur að nýjum sóttvaranlögum til að auka valdheimildir stjórnvalda í heimsfaraldri. Undirritaður heyrði fyrst af nefndarálitinu og sá álit þess þegar frumvarpið var lagt fram í ársbyrjun 2021. Aldrei leitaði nefndin að áliti Sóttvarnaráðs sjálfs og þar sem lagt var til að leggja sóttvarnaráð niður. Formaður LÍ (Reynir Arngrímsson), lögfræðingur LÍ (Dögg Pálsdóttir) og undirritaður gerðu alvarlegar athugasemdir á frumvarpinu í mörgum atriðum á fundi Velferðanefndar alþingis. Fyrir liggur eins álit stjórnar LÍ á þessu frumvarpi 2021. Áhersla okkar var m.a. að halda inni ákvæði laga um hlutverk Sóttvarnaráðs. Nýja frumvarpið (breytt Sóttvarnlaög frá árinu 1997) var síðan samþykkt á alþingi þar sem lög um Sóttvarnaráð fékk að haldast óbreytt.

Nýtt heildarfrumvarp um Sóttvarnalög leit svo dagsins ljós snemma árs 2022 ,en þar sem m.a. aftur er lagt til að leggja Sóttvarnaráð niður og skipa þess í stað Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og svokölluð Farsóttanefnd, fjölskipað ráðuneyta- og stjórnsýslufræðinga, yfirmanna og almannavarnaaðila, hvortveggja undir stjórn sóttvarnalæknis og að sóttvarnalæknir verði skipaður af heilbrigðisráðherra, ekki Landlækni eins og verið hefur. Þannig aukið framkvæmdavald ráðherra á kostnað verksviðs Landlæknisembættisins, á allri ábirgð framkvæmd sóttvarna og persónufrelsis.

Algengustu smitsjúkdómarnir sem ganga í þjóðfélögum á hverjum tíma eru algengust lýðheilsusjúkdómarnir sem við er að eiga á hverjum tíma, hjá börnum og fullorðnum. Heilsugæslan er gjarnan vettvangur aðgerða og þeir eru algengustu viðföng heilsugæslulækna, til greininga, forvarna og meðferða. Það hlýtur að bregða skökku við að heilsugæslulæknar eða fagfélag þeirra (FÍH) skuli t.d. ekki hafa neina sérstaka aðkomu að fyrirhugaðri Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og þrátt fyrir sérþekkingu innan þeirra raða á smitsjúkdómum og forvörnum. Ekki heldur í svokölluðu Fagráði sem nýja fumvarpið gerir ráð fyrir að sé skipað gjarnan öðrum en sérstökum fagaðilum innan heilbrigðisstétta.

Aukin miðstýring og áhrifaleysi lækna í heilsugæslu og héraði er augljós. Læknaráð eru niðurlögð og umdæmisstjórar sóttvarana ekki endilega heilsugæslulæknar og sem eru auk þess undir beinni stjórn sóttvarnalæknis.  Aukin vinna samt lagt á þeirra herðar til að sinna allskonar skriffinnsku, vottorðagerð og tölvusamskiptum t.d. með Heilsuveru. Jafnvel sinna störfum læknaritara og sem reiknitæknar við útreikninga, t.d. á flóknum skimprófum fyrir ADHD greiningar. Á sama tíma og stöðugt minni tími gefst til að sinna almennum lækningum á stofu og á vöktum. Jafnframt eru heilsugæslulæknar orðnir áhrifalausir í mótun lýðheilsustefnu eins og nýlegt Heilbrigðisþing Íslands 2022 bar glöggt með sér og þar engin aðkoma var frá Félagi íslenskra heimilislækna (FÍH) eða almennra heimilislækna yfir höfuð. Mótun sóttvarnastefnu landsins skal nú líka úr þeirra höndum og sem sjaldan hefur verið mikilvægari.

Frumvarp um Ný sóttvarnalög, alþingi 2021-2022

Umsögn Læknafélag Íslands um eldra frumvarp 2020

Fyrri fréttaumfjöllun 2021 og fésbókarfærsla 2021

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Laugardagur 8.10.2022 - 18:25 - FB ummæli ()

Ábyrgðin á hruni íslenska heilbrigðiskerfisins

Strandir í vikunni

Umfjöllun um hnignun heilbrigðiskerfisins á Íslandi hefur verð áberandi í fjölmiðlum sl. misseri. Ábyrgir fagaðilar sem best þekkja hafa tjáð sig mjög skýrt. Þróun í heilbrigðisþjónustu sem engan vegin hefur verið með sama hætti erlendis, í löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Á sama tíma og hagvöxtur og gjaldeyristekjur hafa aldrei verið meiri í Íslandssögunni, m.a. vegna mikils ferðamannafjölda til Íslands. Þróun sem kallar auðvitað á sterkari innviðaþjónustu og heilbrigðiskerfi á Íslandi. Talsmenn stjórnsýslunnar hafa hins vegar ekki gefist upp á að verja núverandi ástand og þróun sl. ára. Stjórnsýslupýramídinn sér til þess.

Mörg ár tekur að lagfæra það sem skemmt og eyðilagt hefur verið í valdatíð stjórnmálaflokka í seinni tíð sem segjast alla jafnan hafa almennahagsmuni að leiðarljósi. Vísindastarfsemin í dag er í molum, jafnvel hjá sjálfu háskólasjúkrahúsinu og þar sem núverendi lækningaforstjóri LSH hefur tjáð sig að stefnt geti í þrot!. Bráðamóttakan er í molum og áhersla á uppbyggingu heilsugæslunnar og bráðaöldrunarþjónustu hefur vantað lengi. Svokallaður fráflæðisvandi BMT LSH og yfirflæði á síðdegismóttökur er löngu augljós staðreynd og sem hefur haft mikið niðurrífandi áhrif á almenna bráðaþjónustu sem flestir gera kröfu um sem og persónufriðhelgi, þegar mest á reynir tengt alvarlegum veikindum og slysum. Vöntun er á að manna læknastöður í héraði og atgerfisflótti hjúkrunarfræðinga blasir víða við. Nýliðun í sérgrein heimilislækninga og svo sem í ýmsum örðrum sérgreinum læknisfræðinnar, er mikið áhyggjumál. Ástand og þróun sl. tvo áratugi, án þess að stjórnvöld hafi hlustað á aðvaranir og tillögur til úrbóta.

Á síðasta kjörtímabili var endurtekið reynt að ná eyrum stjórnvalda. Heilbrigðisráðherranum var síðan auðvitað skipt út í stjórnarmeirihlutanum eftir síðustu alþingiskosningar vegna slaks gengis VG og óánægju í þjóðfélaginu öllu Stjórnmálasýsla sem leggur meiri áherslur á ný embætti en ábyrgðina á illa unnu verki. Í íslenska heilbrigðiskerfinu sem tók kynslóðir að byggja upp og var talið með því besta fyrir nokkrum áratugum. Allt að þriðjungs aukning hefur verið síðan í komufjölda sjúklinga á bráðavaktir vegna ferðamanna og eins í þörf á gjörgæsluplássum. Rétt eftir heimsfaraldur Covid19 eins og var fyrir faraldurinn.

Ábyrgð millistjórnenda sem þátt hafa tekið í þessum ömurlega blindraleik er einnig mikil. Fagfólk sem lokaði augunum eða leit í aðrar áttir en til grasrótarinnar og tillagna sem þaðan komu. Miklu frekar til næstu yfirstjórnenda eins og stjórnsýslupýramídinn gerir ráð fyrir. Því minni var ábyrgðin sem millistjórnendurnir voru fleiri. Við hinsvegar sem höfum jafnvel unnið áratugum saman í heilbrigðiskerfinu og á bráðamóttökum, sáum þessa þróun vel. Faghópur sem fjölmiðlar, sem í vasa stjórnmálaflokkanna, vildu helst ekki ræða við. Því fór sem fór og auðvitað alltaf þar sem þöggun fær að viðgangast.

Undirritaður hafði unnið í 4 áratugi á gömlu Slysadeild Borgarspítalans og síðar á BMT LSH í Fossvogi þegar hann sagði starfi sínu þar lausu sl. haust, ásamt nokkrum öðrum sérfræðingum. Ekki vegna starfleiða eða kulnunar, heldur vegna langvarandi og íþyngjandi skilningsleysis stjórnvalda og endalausra skipulagsbreytinga sem oft leiddu til verri bráðaþjónustu við almenning. Undirritaður hefur tjáð sig skýrt með þetta reglulega sl. áratug. M.a. í hundruðum opinberra greinaskrifa á blogginu (gömlu Eyjunni og sem síðar varð hjá DV). Eins með viðtölum við einstaka stjórnmálamenn og Velferðarnefnd Alþingis. Aldrei samt hlotið áheyrn æðstu stjórnenda eða hjá ráðherrum, jafnvel þótt eftir hefur verið leitað! Allt það versta sem spáð hefur verið, því miður gengið eftir.

Þöggun á opinberri gagnrýnni umræðu sl. áratugi í okkar mikilvægustu málaflokkum, heilbrigðis- og jafnvel menntamálum, er stærsti áhrifavaldurinn á stöðunni í dag. Ríkisfjölmiðlarnir bera þar stóra ábyrgð og dæmin fjölmörg. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda endalaust og það má alltaf vona að stjórnmálin og ríkisfjölmiðlarnir batni á Íslandi í framtíðinni. Slagorðin, „gerum þetta saman“ eiga ekkert  síður við í dag, en í miðjum heimsfaraldri. Á meðan vill ég þó fá að standa læknavaktina mína í héraði og vonandi verð ég ekki einn af þeim síðustu sem það fá, á t.d. Ströndum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Sunnudagur 8.5.2022 - 16:45 - FB ummæli ()

Saga sem er ekki öll sögð

Frá göngutúr niður að höfninni á Akranesi í morgun

 

Læknisstarfið mitt hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Á lokakafla starfsferils er fróðlegt að líta um öxl. Í sjálfu sér hefði ég ekki getað kosið betra lífsstarf og þakklátur fyrir mín tækifæri. Starfsgleðina eining sem nær langt út fyrir venjulegan vinnutíma. En hvernig getur atvinna heltekið mann? Jú, vinna með fólki sem sýnir þakkæti og gefur endurgjöf frá skjólstæðingum í lífsins ólgu sjó. Mikil mannleg og félagsleg tengsl, sem ristir í djúpt rætur mannlífs og þjóðfélagsins. Á stöðum þar sem þjóðarhjartað slær oft hraðast.

Sjálft námið var eins og best var á kosið. Fljótlega mikil klínísk vinna ásamt bóklega náminu. Einstakir kennarar og leiðbeinendur, margir af gamla skólanum og sem voru kyndilberar nútíma læknisfræði á þeim tíma og læknisþjónustunnar hér á landi. Bæði hvað varðaði sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslu. Fyrir rúmum 40 árum, rétt eftir að Borgarspítali var reistur. Musteri í mínum huga og gamli Landspítalinn var farinn að láta á sjá með öllum sínum úthýsum. Heilsugæslustöðvar víða að rísa á höfuðborgarsvæðinu og boðberar framsýnnar hugsunar.

Ég ílengdist lengi í spítalavinnunni sem unglæknir, á hinum ýmsu deildum. Að lokum mest á bráðamóttökum. Reynsla og kennsla í þjónustulund sem fylgdi mér í mitt loka sérnám í heimilislækningum. Aldrei slitnaði þráðurinn þó við Slysa- og bráðamóttöku Borgarspítalans og sem síðar var kennd við Landspítalann og eftir sameiningu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Sl. 12 ár síðan aftur í fullu starfi sem sérfræðingur á deildinni. Alltaf samt tengdur heilsugæslunni og landbyggðarlækningum og sem ég hef nú aftur snúið mér alfarið að.

Reynslubrunnur ætti þetta að kallast úr grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Eftir doktorsnáms í heilsugæslu- og smitsjúkdómafræðum 2006 var ég klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessum grunni öllum vil ég nú benda á þær miklu brotalamir sem ég sé í þróun heilbrigðisþjónustunnar sl. ár. Vinnuforgangsröðun og skipulagi og sem stjórnendur hampa gjarna og segja að tengist þróun til betri vegar. Enn er það svo?

Að mínu mati hefur aðgengi að venjulegri heilbrigðisþjónustu stöðugt versnað. Aukin áhersla hefur verið á vaktþjónustur hverskonar sem víða er mjög undirmannaðar. Starfsemi BMT LSH og vaktþjónustunnar víða úti á landi eru augljósustu dæmin. Unglæknar látnir stöðugt bera meiri birgðar, oft reynslulitlir. Grunnþjónustu í almennri bráðaþjónustu slasaðra og veikra jafnvel úthýst og sem enginn veit lengur hvar á sinna. Gamla góða Slysadeildin klofin í herðar niður og ungu bráðalæknarnir vilja helst bara sinna bráða- og endurlífgunarherberginu og að fá að forgangsraða innlagnasjúklingum á aðrar spítaladeildir. Endurkomur bannorð í þeirra huga á deildinni og sem aðrir eiga að sinna!

Hvernig má þetta vera? Skýringa má mestmegnis finna hjá æðstu stjórnendum og sem vilja stýra stofnunum fyrst og fremst á rekstrarlegum forsemdum og að erlendri fyrirmynd stórþjóða. Millistjórnendur spila með til að komast ofar í goggunarröðina. Álit starfsmannanna á gólfinu skiptir minnstu og helst að brugðist sé að einhverju leiti við hjá stjórnmálmönnum og fréttamiðlum ef um hópuppsagnir er að ræða. Tengt starfsálagi, skipulagsleysi á göngum og áhættu á lögsóknum vegna mistaka hverskonar. Byggingaráformum samt fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús flaggað á hátíðisdögum, en sem margir telja samt eitt mesta skipulagsslys sl. aldar með tilliti til staðsetningar, atvinnuumhverfis og rekstrarhagkvæmni. Við byggjum ekki gott íslenskt heilbrigðiskerfi bara úr steypu og járni.

Aldrei meira en í dag hef ég séð jafn sundurlausa og slitna heilbrigðisþjónustu sem stöðugt hallar undan. Mín sýn og mín reynsla. Þrátt fyrir óendanlegan starfsvilja og reynslu að gera sjálfur mitt besta og þar sem mér er eingöngu umbunað með þakklæti sjúklinganna sjálfra, ekki stofnanna eða yfirvalda sem vilja minnst af mínum skoðunum vita.

Í upphafi míns starfsferils sem heilsugæslulæknir 1991 var erfitt að fá stöðu á höfuðborgarsvæðinu og starfið eftirsóknavert. Margir sóttu um hverja stöðu sem losnaði eða urðu til með nýjum heilsugæslustöðvum eins og t.d. í Grafarvogi. Læknarnir í Hafnarfirði og Garðabæ sinntu sínu vaktsvæði allan sólarhringinn auk þjónustu við Álftanes. Fóru í útköll með sjúkrabílum og sinntu heimavitjunum. Stjórnsýslan krafðist hins vegar sameiningu svæðisins undir hatt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vaktirnar okkar vöru lagðar niður, en okkur læknunum bauðst til að fá vaktvinnu hjá Læknavaktinni ehf. í Smáratogi og sem hafði áður verið til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Seinna voru síðan næturvaktirnar lagðar niður og eingöngu boðið upp á símaþjónustu um nætur. Öllum sem þá þurftu á þjónusta að halda boðið að koma á BMT LSH. Við vitum öll hvernig sú saga endaði.

Forfaðir minn, langi- langi, langafi var einn af þeim fyrstu sem útskrifaðist sem læknar frá læknaskólanum á Nesi fyrir tveimur og hálfri öld. Læknar sem þá lyftu stærsta grettistaki Íslandssögunnar í bættu heilbrigði þjóðarinnar með aðgerðum í smitvörnum, kúabólusetningum og með kennslu í mikilvægi hreinlætis. Fámennur hópur sem dreifðist um landið. Þar sem læknirinn gerði allt sem í hans valdi stóð við nauman kost og oft slæmar aðstæður.

Í dag hafa læknavísindin vissulega náð mjög langt á ýmsum sviðum með hjálp hátækninnar. Miklu meira vitað um allt hið smáa. Lyfjameðferðir hverskonar og lengt líf margra um áratugi miðað við sem áður var og flóknar skurðframkvæmdir framkvæmdar. Hins vegar eru oflækningar oft til umræðu sem stefna jafnvel því mikilvægasta og lýðheilsunni í hættu. Ofnotkun sýklalyfja meðal manna og ekkert síður notkun sýklalyfja í landbúnaði víða erlendis. Þar sem lyfin eru farin að gera meira ógagn en gagn fyrir heilsu manna og dýra.

Menn gerðu mikið úr litu hér áður fyrr, en nú stundum öfugt. Markaðshyggjan ræður oft framboði á læknisþjónustu hverskonar. Lýtalækningar t.d. á altari líkamsdýrkunar og hégóma. Forgangsröðun sérfræðilæknisþjónustu jafnvel á kostnað grunnþjónustunnar. Því meira sem ég kynni mér sögu og afrek læknisfræðinnar, því meira verð ég hissa á stöðu almennu læknisfræðinnar í dag. Heilsugæslustöðvar víða illa mannaðar læknum, jafnvel á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og vaktsvæði stækkuð og sameinuð undir einn hatt. Geðheilsunni sífellt verr sinnt. Öryggi sjúklinga og slasaðra stefnt sífellt í meiri hættu. Umferðarþungi um landsbyggðirnar samt aldrei meiri. Sjúkraflutningar hanga víða á bláþræði og langar vegalengdir að fara milli landhluta og þar sem læknisþjónusta er yfir höfuð til boða. Þyrluþjónusta LHG byggir á veikum grunni og mjög svo takmörkuðum þyrlukosti, þar sem ekkert má út af bera. Sú þjónusta auk björgunarsveita víða um land hafa samt oft bjargað því bjargað varð. Sjúkraflutningar með sjúkraflugi hins vegar miklu takmarkaðri í dag vegna færri nothæfra flugvalla.

Almenningur er í veikri stöðu og neyðarópin oft sem í óbyggðum væri. Brothættar byggðir síðan víða og þar sem heilbrigðisöryggið er látið víkja. Stjórnmálamenn eru lélegir boðberar slæmra tíðinda hvað stjórnsýsluna varðar og oft meira eins og varðhundar kerfisins. Hagmunaárekstrar liggja víða og ekki má bregðast bræðrasamkomulagi flokka á milli. Fjölmiðlar auk þess oft eins og í vösum þeirra. Sagan því ekki alltaf öll sögð, saga sem samt mestu máli skiptir fyrir okkar almenna öryggi og mest má læra af. Furðulegt í ljósi þess hve stórkostleg saga læknisfræðinnar síðustu alda annars er.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 15.2.2022 - 10:04 - FB ummæli ()

Sóttvarnaráð Íslands – að vera eða vera ekki með.

Neðanrituð er umsögn undirritaðs til stuðnings efnisatriðum í umsögn Atla Árnasonar, sérfræðings í heimilis- og heilsugæslulækningum,
https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetAdviceFile/… á stjórnarfrumvarpi til laga um ný sóttvarnalög.
Eins til stuðnings umsagnar Umboðsmanns barna á sama frumvarpi og þar sem kemur í ljós álit hans á vöntun samráðs stjórnvalda fagaðila í sóttvarnaaðgerðum.
Lítil virkni Sóttvarnaráðs Íslands (SÍ) sl. rúm 2 ár í heimsfaraldri Covid19 er vægast sagt umdeild staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra er lagt til að leggja ráðið alfarið niður. Lítil vikni SÍ í mótandi stefnu sóttvarnayfirvaldi í heimsfaraldri Covid19 2019-2022 má jafnvel túlka sem stjórnsýslubrot af hálfu stjórnvalda m.t.t. gildandi laga um mikilvægi.
Æðstu stjórnvöld, heilbrigðisráherra sem og sóttvarnalæknir (ritari SÍ) og formaður sem báðir eru smitsjúkdómalæknar, ákveða virkni ráðsins á hverjum tíma. Mjög svo strjálir fundir hafa verið hjá ráðinu sl. rúm 2 ár og f.o.f. haldnir til að kynna stöðu sem flestum í ráðinu var kunnugt, eða til kynningar á áformum sem þegar höfðu verið ákveðin af hálfu stjórnvalda. Ráðið þannig ekki nýtt sem mótandi þverfaglegt afl í stefnumörkun stjórnvalda og lögin gera ráð fyrir. Heilbrigðisráðherra sótti til að mynda aldrei eftir áliti ráðsins (síns eigin ráðs), þrátt fyrir endurteknar opinberar yfirlýsingar um víðtækt samráð allra mikilvæga aðila, á mjög svo íþyngjandi tímum. Heilbrigðislega, félagslega og atvinnulega. Almenn umræða um þessi mál var takmörkuð á fjarfundunum og tíminn naumt skammtaður. Margir mánuðir liðu síðan oft á milli funda og ekki endilega í takti við stefnu heimsfaraldursins hverju sinni. Umræða sem svo ákveðin var í boðaðri dagskrá fundar í byrjun árs 2021 um hlutverk ráðsins að ósk fulltrúa LÍ (undirritaðs), var felld niður án skýringa.
Eftir nýtt frumvarp um sóttvarnalög sem samþykkt voru með breytingum á Alþingi í febrúar 2021, stóð hlutverki SÍ óbreytt. Tillaga um breytingar í frumvarpinu á 5 gr. frumvarpsins var feld út og stóð því þannig óbreytt. Frumvarpið sjálft hafði hins vegar gert ráð fyrir breytingu á hlutverki SÍ og að það yrði aðeins ráðgefandi fyrir sóttvarnalækni, ekki ráðherra eða æðstu stjórnsýslu. Í undirbúningi afgreiðslu laganna og til að hnekkja þessari fyrirhugaðir breytingu á 5 gr. laganna, mættu til fundar Velferðanefndar m.a. undirritaður fulltrúi LÍ í SÍ og formaður LÍ.
Í áliti starfshópsins fyrir frumvarpinu (2021), en sem hafði starfað án vitneskju flestra meðlima SÍ frá hausti 2020, var í raun áréttað mikilvægi mótandi hlutverks Sóttvarnaráðs Íslands og þannig virkni (ekki síst í heimsfaraldri). “Lögð var til breyting á hlutverki SÍ svo skýrt sé að það sé ráðgefandi við mótun stefnu í sóttvörnum og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis” eins og sagði í áliti nefndarinnar. Hvergi varminnst á að leggja það niður. Tilnefnd var fulltrúi SÍ án umræðu eða vitneskju undirritaðs. Ekki heldur um tilnefningu fulltrúa sóttvaranlæknis í nefndinni.
Í tilögum sama starfshóps og sem var endurskipað af ráðherra sumarið 2021 fyrir nýtt frumvarp að sóttvarnalögum og sem nú liggur fyrir Alþingi, er hins vegar lagt til að leggja ráðið niður. Tillaga sett fram þess í stað um svokallaða Farsóttanefnd, með tilnefningu frá stjórnsýslu sjálfri. Eins og stendurí nýja frumvarpinu “…að nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttanefnd, verði sett á laggirnar sem skilar tillögum til ráðherra til opinbera sóttvarnaráðstafana vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða stofnun farsóttanefndar verður sóttvarnaráð í núverandi mynd lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk sóttvarnalæknis.”
SÍ var heldur ekki haft með í ráðum í gerð nýja frumvarpsins nú. Ekki heldur með vitneskju um starfshópinn sem vann áfram að tillögum fyrir nýja frumvarpið nú. Illskiljanleg er engu að síður sú breyting sem varð á áliti starfshópsins, nú og fyrir ári. Utanaðkomandi þrýstingur frá stjórnsýslunni, sóttvarnalækni sjálfum og hagsmunaaðilum öðrum en fagfélögum heilbrigðisstétta hlýtur að hafa komið til.
SÍ var ekki haft með í ráðum um bólusetningar og forgangshópa bólusetninga í covid-faraldrinum um áramótin 2020-2021 og sem ákveðin var einhliða með reglugerð ráðherra. Ekki heldur er varðar síðari bólusetningar og bólusetningar barna og ungmenna eins og undirritaður veit best. Öll þau ár sem undirritaður hefur setið í SÍ (fyrir Covid-faraldurinn), hefur ráðið hins vegar fjallað um allar fyrirhugaðar, og mögulegar bólusetningar (t.d. heilahimnubólgubólusetningar, pneumókokkabólusetningar, bólusetning gegn HPV, og hlaupabólubólusetningar) sem og forgangsröðun verkefna er lúta að sóttvörnum hverskonar. M.a. gagnvart notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu og varnir gegn sýklalyfjaónæmi, matvælaöryggi tengt innflutningi ferskvara, varnir og aðgerðir gegn kynsjúkdómum og lyfjameðferð Lifrabólgu C meðal smitaðra í þjóðfélaginu öllu.
Þöggun og baktjaldamakk gagnvart SÍ hefur þannig einkennt starfsemi og virkni ráðsins sl. 2 ár. Unnið var jafnvel að því að leggja ráðið niður með nýju lagafrumvarpi um sóttvaranlög nú og þannig þverfagleg sjónarmið heilbrigðisstétta útilokuð frá umræðunni. M.a. sjónarmið hins almenna læknis og heilsugæslunnar sem undirritaður hefur alltaf reynt að taka mið af. Undirritaður óskaði því eftir að losna undan trúnaði við ráðherra sl. vor og endurskipun í ráðið eftir 8 ára setu.
Smitsjúkdómar hverskonar og þá sérstaklega öndunarfærasýkingar í þjóðfélaginu eru meðal algengustu lýðheilsusjúkdóma og mikilvægt viðfangsefna heilsugæslulækna hverju sinni. Að þeir hafi síðan ekki úr sínum röðum beina aðkomu að sóttvarnastefnu stjórnvalda á hverjum tíma, er ótækt að mínu mati og lítilsvirðing gagnvart starfsgrein heilsugæslulækna og í raun hinns almenna læknis í Læknafélagi Íslands. Gagnvart almennri heilbrigðisþjónustu, tengslum lýðheisusjúkdóma við þjóðfélagsmyndina hverju sinni og félagslega farsæld.
Vilhjálmur Ari Arason DrMed, heimilis- og heilsugæslulæknir og fyrrum tilnefndur fulltrúi LÍ í Sóttvarnaráði Íslands til 8 ára.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 1.2.2022 - 18:42 - FB ummæli ()

Birtingamynd íslensku heimsfaraldranna í heilbrigðiskerfinu og stjórnun

Sl. 2 ár sýnir best hverjir bera mestu vinnubyrðarnar í Covid19 heimsfaraldrinum, heilbrigðisstarfsfólkið. Aðilar og starfsemi þeirra sem samt hefur verið reynt að hlífa við ofurálagi með sóttvarna- og neyðaraðgerðum stjórnvalda og sem eru jú allavega. Að hlífa heilbrigðiskerfinu við að fara alveg á hliðina og þjóðarsjúkrahúsið rekið ýmist á hættustigi eða neyðarstigi. Það þrátt fyrir að sjaldnast liggi svo margir á gjörgæslu hverju sinni, tengt faraldrinum.
Úrræðið með Covid-göngudeildinni hefur auðvitað skipt sköpum að ekki hefur farið verr. Engu að síður kemur mörgum stjórnmálamanninum þetta aukaálag á óvart sem Covid faraldurinn veldur. Staðreyndin er að sl. tvo áratugi hefur álag á spítalann oft verið yfirgengilegt og sem margoft hefur verið bent á og fjallað um í fjölmiðlum. Nýting sjúkrarúma á LSH langt yfir það sem eðlilegt getur talist (> 80% og oft upp undir 115%) og sem valdið hefur miklum fráflæðisvanda af Bráðamóttöku spítalans. Fleiri tugir sjúklinga beðið þar jafnvel dögum saman, á göngunum. Ásókn eftir hverkyns bráðaþjónustu eins stöðugt aukist þess utan. Vegna álagsins hefur stór hluti lækna og hjúkrunarfræðinga sagt þar upp störfum sl. ár. Eins vegna vöntur á góðri stjórnun að margra mati, vöntunar á forgangáherslum kjarnastarfsemi deildarinnar til að sinna bráðveikum og slösuðum. Að hlustað sé a.m.k. á starfsfólkið sem best þekkir til og sem á auk þess stöðugt yfir sér áhættu á málsóknum og kærum fyrir mistök í starfi, tengt stjórnleysi og álagi.
Fyrir Covid19 gekk nefnilega annar faraldur yfir heilbrigðiskerfið sem ekki er mikið fjallað um þessa daganna og sem þá sérstaklega sneri að almennri bráðaþjónustu slasaðra og bráðveikra. Túristaflæðið til Íslands. Vel yfir 2 milljónir á ári, rétt fyrir Covid19 í árslok 2019. Þrátíuprósenta aukning milli ára og eins á ferðalögum þeirra um landið okkar. Án nokkurs viðbúnaðar stjórnvalda til að styrkja innviðaþjónustu heilbrigðiskerfisins á þjóðarsjúkrahúsinu. Heilbrigðisþjónustu og löggæslu er varðar öryggi í strjálbýlinu og á vegum landsins.
Enn á ný, eins og eftir efnahagshrunið 2008 en í góðærinu nú, hugsa stjórnvöld mest um gróðamöguleikana og enn betri efnahagsleg innkomu tekna fyrir ríkissjóð og atvinnulífið með vaxandi fjölda túrista. Ekki með minnstu bakþanka um tímann sem hefur farið forgörðum og tækifæra á nauðsynlegri styrkingu á innviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þjónusta sem víða hefur bara veikst. Reynsla þannig ekki nýtt til að laga og bæta það sem allt hefur snúist um í þjóðfélaginu sl. 2 ár. Mikla veikleika heilbrigðiskerfisins. Með hins vegar meiri hömlum á atvinnu-, skóla- og menningarlíf þjóðarinnar en efni stæðu til ef allt væri í lagi. Biðlistar jafnframt lengst inn í framtíðina á eðlilegri almennri heilbrigðisþjónustu fyrir unga sem aldna, tengt andlegri sem líkamlegri vanheilsu.
Stærsti hluti vandamálsins liggur þannig enn í dag í vöntun þess að stjórnvöld hlusti á grasrótina í heilbrigðiskerfinu og á starfsfólkið sem þar vinnur. Taki mark á því sem það segir. Óvirkt Sóttvarnaráð Íslands, skipað fulltrúum heilbrigðisstétta og sem á að móta sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda og ráðherra heilbrigðismála með Sóttvarnalækni samkvæmt gildandi landslögum, er auðvitað ekkert annað en stjórnsýslubrot á Covid tímum. Ráð sem ráðherra vinnur nú að með frumvarpi sínu um ný Sóttvarnalög á Alþingi, að verði aflagt í núverandi mynd. Ráð sem annars og undir eðlilegum kringumstæðum gæti komið með þverfagleg nálgun á mótun sóttvarnaráðstafana, eða fengið a.m.k. að vera með í samtalinu margfræga.
„Í frumvarpinu er einnig lagt til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra eins og landlæknir. Og að ábyrgð sóttvarnalæknis heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. !!!
„Ný fjölskipuð farsóttanefnd á að taka við af sóttvarnaráði sem verður lagt niður.“  !!! https://www.ruv.is/…/willum-thor-vill-fara-donsku…
Eftir stendur engu að síður og hvað sem snýr að sóttvörnum, vanræksla stjórnvalda á heilbrigðiskerfinu um árabil og sem aldrei fyrr hefur verið berskjaldaðri og augljósari en nú. Á sama tíma og heilbrigðiskerfið þarf nú enn og aftur að fara að takast á við kunnan faraldur sem lamið hefur áður á starfsfólki og starfsemi bráðaþjónustunnar vegna undirmönnunar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn