Sunnudagur 4.10.2020 - 19:02 - FB ummæli ()

Kortin hans Fúsa…

Í miðjum Covid-heimsfaraldri á Ströndum, staldrar maður auðvitað við. Sagan á Ströndum og upplýsingaflæðið úr fjölmiðlunum í þéttbýlinu vekur upp áður óþekktar tilfinningar og hugsanir. Í brothættri byggð vegna fráflæðis úr sveitum og sjávarplássum, í hina “eftirsóttu” menningu fyrir sunnan sl. áratugi. Heilu sveitirnar hafa tæmst, meðal annars vegna tilflutnings landbúnaðar- og sjávarauðlindakvóta. En auðvitað líka í kapphlaupinu um nútíma lífsgæði og menntun.

Hér á Stöndum voru fyrir ekki svo löngu síðan, rúmlega hálfri öld, þrjú læknishéruð. Í Árneshreppi, í Djúpinu og á Hólmavík. Ljósmæður og prestsetrin miklu fleiri og íbúafjöldinn margfaldur. Það þótti um margt gott og öruggt að búa í Strandasýslu og Djúpinu. Þótt fátækt í almennum skilningi þess orðs væri nokkur, komst fólk vel af og fáir sultu eða voru á vergangi. Hafði svo verið um aldir, en hvergi var mannfólkið hraustara og úræðabetra. Andlegt heilbrigði gott og mannkostir miklir. Farsóttir komu auðvitað og fóru, en a.m.k. einhver læknir í héraði sl. rúmlega tvær aldir.

Þegar ég byrjaði að leysa af sem héraðslæknir (í dag heitir það heilsugæslulæknir og á morgun kannski fjarlæknir) á Hólmavík fyrir tæpum aldarfjórðung, var þegar farið að gæta mikils landsflótta, aðallega í þéttbýlið fyrir sunnan. Togaraútgerðin við það að fara úr plássinu og fiskikvótinn seldur. Reglulega var þó farið í fámennið í Árneshrepp til að veita nauðsynlega fasta læknisþjónustu. Djúpið var nánast tómt að norðanverðu og aðeins búið á einstaka bæ. Í “suðursýslu” Vestfjarða eins og svæðið var stundum kallað og þar sem aldirnar áður hafði verið hvað blómlegasta byggð Íslands. Jafnvel sú fjölmennasta í upphafi landnáms eins og segir frá sagnaskáldsögu Bergsveins Birgissonar um Svarta víkinginn. Ein fegursta sveit Íslands að meðtöldum hrykalegum ströndum.

Víðátta læknishéraðsins náði í meira en hundrað kílómetra í norður, vestur og suður frá Hólmavík. Oft um ófæra eða illfæra vegi að fara á veturna. Nú liggur þjóðvegurinn til Ísafjarðasýslu gegnum héraðið um Steingrímsfjarðarheiði, niður í Djúp. Mikil bílaumferð er allt árið gegnum héraðið þótt íbúar svæðisins séu orðnir fáir. Meðalaldur íbúa þó hvað hæstur á landinu. Í læknabústaðnum á Hólmavík eru enn varðveitt gömlu landakortin hans Fúsa, Sigfúsar Ólafssonar, læknis (d. 2002) og sem hann eftirlét þeim sem eftir komu.

Kortin sjálf, kennileitin og öll gömlu sveitabýlin sem þar eru merkt, segja mikla sögu. Um hugsanlegar vitjanir gegnum tíðina vegna veikinda og slysa. Þegar skipuleggja þurfti sjúkraflutninga í þaula og hafa sem mest samráð í öllum aðgerðum. Enginn flugvöllur er nú eftir fyrir sjúkraflutninga nema á Gjögri í Árneshreppi. Einn sjúkrabíll og um tvöhundruð kílómetrar að keyra suður til Akranes sem er höfuðstaður heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE).

Ófáar vitjanir og sjúkraflutninga með sjúkraflutningsmönnunum góðu, hef ég sinnt frá Hólmavík, stundum við erfiðar aðstæður. Lánið samt oftast leikið við mann. Tilviljanir og stundum óskiljanleg forsjá, en alltaf í góðu samráði við alla. Oft hef ég skoðað kortin hans Fúsa og spurt mig, hvar og hvernig best er að bregðast við ef kall kemur. Einn sjúkrabíll, frábærir sjúkraflutningsmenn en oftast enginn hjúkrunarfræðingur lengur allri þessari brothættu og fámennu byggð. Stundum samt treyst á þyrluflug LHG.

Í Covidinu nú hugsar maður samt aðeins öðruvísi hér norður á Ströndum og þar sem ekkert smit hefur enn komið upp. Hvernig er best að verjast sóttinni og þar sem enginn vísindalega sannreynd lækning er til við. Ég hugsa til gömlu læknanna og hvernig hefðu þeir brugðist við stöðunni. Sennilega með einangrun héraðsins og öflugum smitvörnum með allskonar nálægðartakmörkunum eins og stundum áður. Hvíti dauði, berklarnir er nærtækasta fordæmið fyrir rúmri hálfri öld. Áður spænska veikin fyrir einni öld. Íslenskar lækningajurtir og þá sérstaklega fjallgrösin komu þar jafnvel við sögu og ég skrifaði nýlega um.

Ég hef verið fulltrúi Læknafélag Íslands í Sóttvarnaráði Íslands sl. 8 ár. Skipaður af heilbrigðisráðherra með bréfi til ráðgjafar honum og sóttvarnalækni, ef eftir er leitað. Ráð sem skipað er fulltrúum heilbrigðisstétta með sérþekkingu í smiti og smitvörnum. Ekki einn einasti fundur hefur samt verið haldinn með ráðherra sjálfum og eingin bein samskipti. Ráð sem hefur komið stöku sinnum saman til að samþykkja fyrirliggjandi sóttvarnastefnu stjórnvalda.

Gömlu kortin hans Fúsa hafa gefið mér góð hughrif hér á Hólmavík. Maður þekkir líka orðið betur aðstæður og er reynslunni ríkari. Öryggið, ef undan er skilinn malbikaði þjóðvegurinn, þó sjaldan minna.  Samráð í héraði, samstaðan og minni ferðamannastraumur er helsta vonin.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 2.10.2020 - 09:56 - FB ummæli ()

Engin bylgja enn á Ströndum…

Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, aðallega í fyrstu bylgju faraldursins í apríl.

Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert og þannig næmið mjög mikið í samfélaginu í vetur. Mögulegt er auðvitað að einhverjir séu með mótefni og hafi fengið einkennalausa sýkingu, án þess að veikjast fyrir sunnan.

Hætt er við að næm samfélög eins og Strandirnar geti fengið yfir sig holskeflu Covid19 faraldursins, ef ekki er varlega farið. Spurningar hafa svo sem verið frá byrjun að loka eigi fyrir ónauðsynlegar samgöngur á Strandir í þessum tilgangi. Hvergi á landinu er meðalaldur hærri. Heilbrigðisþjónustan miðast við lítið sjúkrahús og heilsugæslustöð á Hólmavík. Einn læknir og enginn hjúkrunarfræðingur flesta daga. Einn sjúkrabíll og hérað sem spannar meira en 100 km, norður, suður Strandir og allt innra Djúp. https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 26.9.2020 - 18:20 - FB ummæli ()

Kálfanes á Ströndum 2020

 

Kálfanes og Ós við Steingrímsfjörð 25.9.2020

Ekki er hjá því komist að tengja líðandi atburði við söguna og landið, í gær á göngu minni upp í Kálafanesfjall, eins og fyrir rúmlega 4 árum og sem ég skrifaði þá um. Í aðdraganda forsetakosninga og sem mig langar að rifja upp og þar sem sumir spá nú upphafi mestu efnahagskreppu Íslandssögunnar, hvað svo sem það merkir. Í tilefni af lífsbaráttu almennings gegnum aldirnar við oft óblíða ströndina, mikla fátækt og plágur og ekki síst baráttuna við stórhöfðingjana sem öllu réðu. Einn var þó sá stórhöfðingi sem lét skoðanir valdaklíkunnar ekkert á sig fá og var mikill vinur smábændanna. Guðmundur góði Arason Hólabiskup (1203) og sem barðist fyrir fátæklingana. Þegar Guðmundur tók við embætti biskups á Hólum fyrir um 800 árum skipaði hann svo fyrir að enginn í biskupsdæmi sínu skyldi svelta og allir sem kæmu að Hólum ættu að fá tvær máltíðir á dag, í mikilli óþökk höfðingjavaldsins. Guðmundur góði varð hins vegar svo vinsæll að tugir manna fylgdu honum hvert sem hann fór um héruð, væntanlega með vitneskjuna um að þá væru mestu líkurnar á að fá magafylli. Guðmundur góði heimsótti ennfremur frekar fátæk héruð eins og Strandirnar og sem sagan segir að hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Einn sá staður sem hann gisti á var Kálfanes og reist hafði verið kirkja 1182. Í jarðabókinn 1709 kemur fram að Kálfanes var þá meðal stærstu bújarða Strandasýslu og hlunnindi lágu m.a. í silungsveiði í Ósá og Tröllkonusíki, auk mikillar grasa- og hrísræktar. Tenging við aðra kirkju í mínum huga í fjarlægum heimshluta á svipuðum tíma.

kirka kálfanes

Kirkjurústir í Kálfanesi

Ófáar eru laugarnar á Ströndum sem Guðmundur góði blessaði á leið sinni og sem taldar voru veita lækningamátt löngu eftir hans daga, löngu fyrir sögu læknisfræðinnar á Íslandi 1760. Í dag er ég hins vegar læknirinn á Ströndum og reyni að beita nútíma læknisfræði í þágu íbúanna. Í stað lækningajurta og lauga áður fyrr. Reyndar má enn finna uppsprettuna góðu í Kálfanesi, en vatnið í henni var talið svo heilagt og kröftugt að bera mætti það yfir þveran Steingrímsfjörð í lopahúfu, án þess að dropi færi til spillis. Á öðrum stað við Kaldbak má enn finna lind sem ætluð var sjónveikum. Á Laugarhól í Bjarnafirði má síðan baða sig í Guðmundarlaug.  

Á bæjarhlaðinu við Kálfanes vex enn sjaldgæf fræg lækningajurt, stórnetlan. Stórnetlunnar er getið í heimildum frá 18. öld og talið var að rót hennar hefði sérstaklega mikinn lækningarmátt. Ef hún væri soðin í víni og hunangi að þá gagnaðist hún gegn brjóstveiki, hósta og hryglu og getið er m.a. um í ritum Ólafs Olavius og í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Líklega hefur þessi jurt verið flutt til landsins og ræktuð fyrst og fremst til lækninga, en einnig var hægt að vinna úr henni hör til dúkagerðar og til skrifpappírsgerðar og sem þótti mjög góður víða erlendis. Jörðin Kálfanes lagðist í eyði árið 1940 en þar eru nú nýir ábúendur. Flugvöllur Hólmavíkur liggur nú í landi gamla Kálfaness.

Á Kálfanesi á Ströndum mætist nútíminn og fortíðin. Gömul læknisfræði og ný og sem ég hef stundum skrifað um áður. Eins saga góðmennsku, heiðarleika og umburðarlyndis. Guðmundur góði biskup skaraði fram úr hvað þessa hugsun varðar fyrir 800 árum og sem sumir stjórnmálamenn dagsins mættu taka sér til fyrirmyndar og stundum vilja mest hygla sér og sínum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 24.9.2020 - 08:05 - FB ummæli ()

Íslandsmosinn gæti verið gagnlegur gegn Covid

Í dag og þar sem engin góð lækning er til, samkvæmt sannreyndum vísindum, gegn Covid19 smitsjúkdómnum, er ekki úr vegi að líta til fortíðar og sögu læknisfræðinnar. Ótal margar forskriftir eru til að lyfjum sem bæta áttu allskonar ástand og lina þjáningar. Saga læknisfræðinnar og grasafræðin eru þessu til frekari til staðfestingar. Sjálfsagt má efast um mátt ýmissa gömlu lyfjanna, en sem í flestum tilvikum sköpuðu sér fasta sess sem lækningameðferðir vegna reynslunnar. Ekkert í nútíma læknavísindum er heldur til sem beinlínis er græðandi, aðrar en skurðaðgerðir. Allskonar gagnleg lyf hins vegar til að hefta sjúkdómsgang, eða til að drepa bakteríur sem herjar á líkamann, ef þær eru þá á annað borð næmar fyrir lyfjunum vegna ofnotkunar, en því miður fæstar veirur.

Erfitt og kostnaðarsamt getur verið að sýna fram á græðandi mátt náttúrulyfja. Ónæmiskerfið okkar og sem var ekki skilgreint sem slíkt fyrr en snemma á þessari öld, á stærstan þátt í að viðhalda almennu heilbrigði samkvæmt bestu vísindaþekkingu og sem er líka lykillinn í flestum sjúkdómsmyndum ef það bregst. Kerfi sem líklega hjálpa má með ýmsu móti. Vítamín og ýmiss fæðuefni eru þar mikilvæg (mikið rætt um mikilvægi D vítamíns t.d. í dag), og svo allskonar önnur sérstök efni úr jurtaríkinu, en sem er okkur hulið í nútímanum. Ljósefnin (phytochemicals) þar á meðal og ég hef áður skrifað um. Eins er mér minnisstætt kremið hennar Siggu sem við notuðum á Ströndum fyrir meira en áratug og sem unnið var úr uppleystum íslenskum lækningagrösum, blandað í lýsi og repjuolíu og sem grætt gat legusár í bókstaflegum skilningi. Allt náttúruleg efni til lækninga í misjöfnum skömmtum til mislangs tíma og önnur fyrirbyggjandi í langtímanotkunar gegn margskonar sjúkdómum.

Vandamálið með Covid lækninguna er einmitt ekki bara vöntun á eigin svörun ónæmiskerfisins, heldur bólguferlarnir sem fara í gang og geta verið lífshættulegir. Lungnabilun t.d. vegna bólgna í æðum og eitlakerfi, sem og tilhneying til blóðstorknunar þegar líður þekur á sjúkdóminn. Sein viðbrögð ónæmiskerfisins með mótefnum gegn veirunni og síðari virkni frumubundna ónæmiskerfisins í bólguferlunum er sennilega um að kenna. Bólgur gefa okkur hins vegar tækifæri að ráða við með ákveðnum bólguheftandi lyfjum og jafnvel ónæmisbælandi. Cortcoid sterar (sykursterar) hafa þannig sýnt fram á góðan árangur með þetta að markmiði og jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um gigtarlyfið Plaquenil, en sem ekki hefur verið sannreynt vísindalega. Aukaverkanirnar geta líka verið alvarlegar. Síðan eru ákveðin ný veirulyf sem vonir eru bundnar við e.t.v. síðar. Bólusetningar er þó sú lausn sem flestir vonast eftir að geti orðið fyrirbyggjandi gegn Covidsýkingu. Ekki eru allir þó jafn bjartsýnir með áreiðanleikann og varanleikann og ef vörn mannsins býr fyrst og fremst í frumubundna ónæmiskerfinu, án myndunar sérhæfðra mótefna sem bólusetningar byggjst á. Ónæmi sumra gegn Covid19 núna gæti líka byggst á ósérhæfðum mótefnum, með jafnel krossónæmi gegn skyldum coronaveirum sem við höfum smitast af áður með krossónæmi, kannski ekkert óskylt svörun okkar og var með kúabóluefni gegn stórubólu frá því fyrir meira en tveimur öldum síðan.

Að þessu öllu sögðu langar mig að nefna sérstaklega tilvist tveggja jurtaefna sem um aldir hafa verið talin hafa sérstakan lækningarmátt, sennilega fyrst og fremst í því að temja og slá á bólgur, en jafnvel til almennrar græðingar. Sennilega þekkjum við Íslendingar best, fjallagrösin (cetraria islandica), hvíta mosann. Eins mætti hugsanlega nefna blóðberg sem er þekkt í mörgum forskriftarlyfjum hér á landi. Eins jafnvel stórunetlu sem er mjög sjaldgæf hvannategund hér á landi og sem sennilega var upphaflega flutt til landsins um 1200 vegna lækningarmáttar síns.

Algengustu sjúkdómarnir sem fjallagrösin áttu að lækna voru einkenni í öndunarfærum og meltingarvegi. Fjallagrösin innihalda glúkan, líkenín og ísólíkenín. Sterk seyði af fjallagrösum var jafnvel talin hafa berklahemjandi áhrif, sem eru rakin til fúmarprótócetrarsýru. Jurtin hefur lengi verið talin gagnleg til lyfjaframleiðslu gegn kvefi. Lyfið auðveldar sjúklingum að hósta upp slími og dregur úr slæmum hóstahviðum. Beiskjuefnið í jurtinni er talið hafa styrkjandi áhrif á maga og garnir, örva meltingu og matarlyst. Þessa eiginleika skal ekki vanmeta þegar sjúklingur er haldinn þróttleysi eftir erfiðan smitsjúkdóm.

Hornstrendingur einn sagði um grösin: „Þau voru notuð þannig við brjóstveiki og lungnabólgu. Þau voru soðin í 2 klukkustundir, grösin síuð frá grasavatninu, það látið í flöskur og tekið inn 3svar á dag. Við magaveiki voru þau líka notuð. Það meðal var búið þannig til að 4 lítrar af nýmjólk voru látnir í pott ásamt dálítið stórri visk af fjallagrösum. Þetta var soðið í 4 klukkustundir, en þá var það orðið aðeins 1 og hálfur pottur (eða 11/2 lítri). Þetta var orðið svo gott meðal að það jafnvel læknaði víst 2 sjúklinga sem voru með spænsku veikina 1918, norður í Hælavík. Þeir höfðu áður langan tíma fengið meðul frá þrem læknum, en ekkert af þeim dugði.“ Eins segir að sumir bæir á Ströndum hafi getað haldið berklunum algjörlega frá börnum, þótt börnin sóttu skóla með berklasmituðum börnum, með því einu að gefa þeim daglega fjallagrasamjólk!

Aðgerðir stjórnvalda nú í þriðju bylgju Covid-faraldursins og sem engan enda viðist ætla að taka, miðast að smitvörnum og rakningu smits. Hefðbundnar læknismeðferðir eru ekki til nema í allra verstu tilfellum í gjörgæslumeðferð. Langt er í áhrifaríkar bólusetningar og góð veirulyf eru ekki í augnsýn. Nú verðum við því að treysta örlítið á söguna, almenn vísindi og grasafræðina, eins og mannkynið hefur gert um aldir gegn pandemíum m.a., oft á áhrifaríkan hátt. Gullinrót (tumeric) sem ég hef fjallað um áður með ljósefnunum góðu og fjallagrösin íslensku koma þar sannarlega við sögu. Það sakar a.m.k. ekki að drýgja hafragrautinn sinn með nokkrum fjallagrösum í vetur.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/07/16/brunavarnir-okkar-og-ljosefnin-godu/

https://www.laeknabladid.is/2000/4/umraeda-frettir/nr/270

https://www.google.com/…/fjallagroes-rannsoknir-og-fle…/amp/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 16.9.2020 - 15:54 - FB ummæli ()

Bólgustormurinn í vetur

Nú að hausti megum við búa daglangt við Covid19 ógnina sem hefur verið meira eða minna viðvarandi síðan snemma sl. vor og nú í upphafi annar bylgju aðeins lítill hluti þjóðarinnar ónæmur, (1-2%) samkvæmt mótefnamælingum. Fyrir 6 árum um svipað leyti að hausti, máttum við búa við gosmengun víða um land og yfirvofandi inflúensu og ebólufaraldur erlendis frá. Enginn vissi hver þróunin yrði í eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu og menn sáu jafnvel fyrir sér ný móðuharðindi, án þess að þjóðfélagið færi á hliðina.

Afleiðingar af Spænsku veikinni hér á landi fyrir einni öld þegar engin bóluefni voru til staðar og jafnvel svínaflensunnar fyrir 11 árum, er áminning um hvernig venjuleg inflúensa getur hagað sér í verstu tilfellunum hjá hverju og einu okkar. Dánartíðni aðeins meðalslæmrar inflúensu er svipuð og í Covidinu nú. Þegar óheftir bólgustormar herja á lungu, bein og vöðva á miðjum vetri, eins og hendi sé veifað. Mæðuharðindi alltaf fyrir þá sem lenda í.

Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna. Bólusótt (stórabóla) lá afar þungt á þjóðinni að viðbættri gosmengun um land allt. Áhrif bólusóttarinnar einnar á 18 öld er mikið vanmetin í Íslandssögunni, en hún átti áður ríkan þátt í endalokum þjóðveldisins á þrettándu öld. Hún dró einfaldlega svo úr viðnámsþrótti þjóðarinnar að henni var nauðsynlegt að ganga erlendu valdi á hönd.

Talið er að allt að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist í móðuharðindunum einum. Hörmungarnar urðu meðal annars til þess að Íslandi var einna fyrst þjóða í heiminum skaffað bóluefni (kúabólusmitefni) sem nýttist til bólusetninga geng bólusóttinni. Danski kóngurinn sá þannig aumur á Íslendingum og sem voru á góðri leið með að þurrkast út sem þjóð og sem vissulega var undir forsjá hans. Bólusetningin, nýleg stofnun Landlæknisembættisins og menntun læknisefna nokkrum áratugum áður svo og menntun ljósmæðra síðar, snarbætti heilsuástand þjóðarinnar. Aldrei í Íslandssögunni hefur verið gert jafn þýðingamikið átak í lýðheilsumálum og sem snarlækkaði afar háan ungbarnadauða. Á landi þar sem áður mátti reikna með að aðeins um fjórðungur barna næði fullorðinsárum.

Margir samverkandi þættir auk bólusóttar og gosmóðu voru að verki sem sköpuðu þær hörmungar sem móðuharðindin reyndust. Mikill kuldi og léleg loftgæði juku t.d. á tíðni hverdagslegra sýkinga, ekki síst lungnabólgu. Sýklalyfin voru eingin. Flensufaraldrar gengu reglulega yfir og dánartíðni af völdum lungnabólgu gat verið allt að þriðjungur. Fátækt var mikil og húsakynni oft léleg. Heilbrigðiskerfið er afar illa í stakk búið að mæta aukinni þjónustuþörf. Margir eru reyndar þegar hættir að treysta á vísindin og farnir að halla sér að kukli, hjávísindum og allskyns gagnslausum skyndikúrum gegn vanheilsu sinni og sem reyndar mest er auglýst í fjölmiðlum þessa daganna. Þar sem gróðahyggja sumra hefur tekið völdin hjá auðtrúa þjóð og almenningur er oft afar illa upplýstur.

Eldra fólki og sjúklingum með langvinna sjúkdóma er sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig á hverju hausti gegn árlegri inflúensu. Eins er mælt með að verðandi mæður fái bólusetningu. Það er ekki síst til að verja ungbarnið, í meðgöngunni og fyrst eftir fæðinguna. Í Bandaríkjunum er einnig mælt með að öll ungbörn frá 6 mánaða aldri fái inflúensubólusetningu að hausti, enda engin bólusetning sem kemur jafn oft í veg fyrir slæmar loftvegsýkingar og fylgisýkingar á veturna en einmitt inflúensubólusetningin. Venjuleg flensa veldur flestum, miklu meiri einkennum en venjuleg Covid19 sýking, þótt langtímaafleiðingar og jafnvel dauðsföll séu fleiri af völdum Covid19 sýkingar, (< 2% greindra, fer eftir stofngerðum og aldri) einkum hjá þeim sem viðkvæmastir eru fyrir. Enginn veit heldur um afleiðingarnar ef þessar tvær pestir blandast saman á sama tíma.

Margir gleyma að allskonar aðrir faraldrar en Covidið nú, hafa verið nærtækir lengi og sem geta með stuttum fyrirvara breyst í drepsóttir. Fuglaflensa, auk heimsfaraldurs nýrrar inflúensu getur brotist út með stuttum fyrirvara og sýklalyfjaónæmir sýklar eru þegar eru farnir að herja á okkur, en sem geta aukist með t.d. óheftum innflutningi á erlendu kjöti og landbúnaðarafurðum. Samfélagsmósar, spítalamósar og ESBL colibakteríur eru í stöðugri sókn og jafnvel fluttar til landsins, á auðveldasta máta sem hægt er að hugsa sér með ófrosnu kjöti. Lungnabólgubakterían (pneumókokkar) og aðrir algengir sýklar eru sífellt að verða ónæmir gegn hefðbundnum sýklalyfjum. Allt vegna ofnotkunar okkar á sýklalyfjum sl. áratugi í samfélaginu og landbúnaði erlendis. Allt algengir sýklar og flórubakteríur í umhverfinu sem afar erfitt getur verið að meðhöndla með sýklalyfjum þegar mest á reynir og þeir ónæmir fyrir lyfjunum okkar. Helsta læknisvopninu okkar og þeirra sem standa vaktina. Fyrirbyggjandi aðgerðir líka og sem eru algjörlega í okkar eigin höndum!

Við getum verið heppin og komist sæmilega gegnum veturinn nú án sérstakra ráðstafanna annarra en vegna Covid19 faraldursins. Miðað við sóttvaranráðstafanir má búast við að flensufaraldurinn í vetur verði samt langvinnari og fari hægar af stað en undanfarin ár. Nú þegar eru líka blikur á lofti í lýðheilsumálunum vegna afleiðinga Covids-hafta og minni þjónustugetu heilbrigðiskerfisins og jafanvel sem sjá má í samfélagslegum breytingum, félagslegri óeyrð, auknu þunglyndi og jafnvel ofbeldi í þjóðfélaginu öllu. Sjúklingar jafnvel farnir að hika við að leita sér þjónustu. Lítið hefur verið gert til að reyna að styrkja heilbrigðiskerfið sl. mánuði, þótt fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna Covid áttu að miða fyrst og fremst að því.

Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda að verja landið eins og kostur er fyrir alvarlegum næmum sjúkdómum og sem Sóttvarnarlæknir hefur aðal umsjón með. Afleiðingar aðgerða mega þó ekki rústa okkar samfélagsgerð, fjárhagslegri þjóðfélagsgetu og almennri heilbrigðisþjónustu. Heldur ekki að afleiðingarnar verði verri lýðheilsa almennt séð en efni standa til. Enginn veit með vissu hvað þættir í ónæmisvörnum okkar gegn covid gegna mestu máli. Mótefni, jafnvel ósérhæfð við fyrri coronaveirufareldrum eða það frumubundna. Mörkin hvar hjarðónæmið liggur eru mjög óljós og sennilega innan við 20% miðað við SARS-COVID2 -19. Hver og einn einstaklingur verður líka að sýna almenna skynsemi og ábyrgð í sínum forvörnum og sinna. Meðal annars með bólusetningu nú fyrir því líklegasta í vetur, inflúensunni og vonandi Covid bólusetningu ef hún sýnir sig virka vel og verður í boði.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 16.7.2020 - 14:19 - FB ummæli ()

Brunavarnir okkar og ljósefnin góðu

Flestir líta á gott fæði fyrst og fremst út frá næringargildi og ferskleika. Það væri svo sem í lagi ef passað væri líka upp á fjölbreytileikann. Vítamín og alls konar lífræn bætiefni í grænmeti, ávöxtum og jurtum, sem líkaminn þarf til daglegrar viðgerða og enduruppbyggingar, í samspili við ónæmiskerfið. Eins gegn árásum óæskilegra örveira og mengunarefna sem við vitum ekki alltaf hvaðan eru upprunnin. Við reisum þannig okkur eigin eldveggi í nánum tengslum við næringuna og umhverfið.

Við þurfum ekki síður að hafa áhyggjur af ýmsum tilbúnum lífrænum efnum og sem við sjálf framleiðum í iðnaði, en sem safnast geta fyrir í okkur og umhverfinu. T.d. þrávirk lífræn efni eins og  PFC efnin og hormónalíku plastefnin (hormónahermar). Eins allskonar rykefni og örefnin (nano products) sem eru svo lítil að þau ná að smygla sér inn í frumurnar eins og Trójuhestar. Sama á við um skordýraeitur, sýklalyf, rotvarnarefni og ýmsa vaxtarhvetjandi hormóna í matvælum. Efni sem berast m.a. í okkur með kjöti, af  misvel þekktum uppruna erlendis frá. Þriðjungur krabbameina er auk þess talin tengjast slæmu fæðuvali eingöngu, of miklum hvítri sykri og fitu.

Uppsöfnun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum í náttúrunni er stöðugt að aukast. PFC efnin hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Þau eru mikið notuð innan á skyndibitapakkningar allskonar og sem teflonhúð á eldhúsáhöldum vegna vatns- og fitufælinna eiginleika. Efni sem líklega geta bælt ónæmiskerfi barna og okkar sjálfra. Eins er um að ræða öll hormónalíku plastefnin (þalöt) sem líkt geta eftir hormónum í verkun (hormónahermar). Efni sem notuð eru sem mýkingarefni í allskonar leikföngum, plastumbúðum og áhöldum tengt matargerð, en borist geta auðveldlega í okkur gegnum húð, mat og drykk. Efni sem m.a. draga úr frjósemi dýra og manna, og flýtir kynþroska unglingsstúlkna. Verst hvað öll þessi þrávirku efni eru mörg og að þeim skuli alltaf vera að fjölga.

Fæði sem í daglegu tali hefur verið kallað erlendis „functional food“ inniheldur hins vegar meira af allskonar lífrænum efnum til verndar. Efni sem virka gegn oxun og þránun próteina í frumunum okkar og á erfðaefninu sem öllu stjórnar. Oxunin er nefnilega stöðugt að verki og óumflýjanleg, ekkert ólíkt og þegar fita þránar og járn ryðgar. Eins á heildrænt fæði að tryggja hagstæðari gerla fyrir flóruna okkar sem hafa skaddast einhverja hluta vegna, eins og t.d. við sýklalyfjainntöku. Gerla sem hægt er að taka inn sem „probiotics“ í stöðluðu magni. Allt til að bæta það sem á vantar í fæðunni okkar.

Ljósefni sem ég vil kalla (phytochemicals), eru sérstök náttúruefni úr jurtaríkinu og sem ekki eru skilgreind sem vítamín eða næringarefni til brennslu eða próteinuppbyggingar, en jafn mikilvæg fyrir okkur á allt annan hátt. Efni sem gefa jurtum sína einstöku eiginleika, tengt lit og lykt. Fyrir utan oft afoxandi eiginleika eru þau talin hafa hvert um sig sína sérstöku eiginleika m.a. til verndar skemmdum á erfðaefninu.

Vítamín, önnur afoxunarefni, steinefni og flóknir efnaferlar með ljósefnunum vernda okkur þannig gegn oxun, hrörnun og öldrun. Þegar alvarleg veikindi herja eða við höfum borðað skemmdan mat. T.d. brenndan/grillaðann og sem eykur þá myndun frírra stakeinda (radíkala) og oxun frumna. Sambærilegt og þegr járn ryðgar.

Íslensku tómatarnir eru hlaðnir æskilegum ljósefnum. Eins mætti telja gullinrót (curcumin öðru nafni turmeric), chilli pipar, engiferrót, hvítlauk, sojabaunir, brokkolí, jafnvel kál, vínber, hunang, grænt te og kaffi. Listinn er í raun miklu lengri. Einna mest vitum við um áhrif gullinrótarinnar. Hugsanlega sem vernd gegn elliglöpum og Alzheimer´s sjúkdómnum. Jafnvel sem hluta krabbameinsmeðferðar og þegar hvað mikilvægast er að byggja hratt upp, það sem rifið hefur verið niður.

Ljósefnin gætu þannig verið svarið til að styrkja ónæmiskerfið sem mest gegn sýkingum, hrörnun, krabbameinum og ófrjósemi. – mál málanna í dag á Covid-tímum, ásamt auðvitað almennt heilbrigðum lífstíl. (Styttri útgáfa af greininni var upphaflega birt í helgarblaði DV, 22.11.2013 og á blogginu mínu)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

Mánudagur 6.7.2020 - 17:44 - FB ummæli ()

Við erum öll almannavarnir

Stundum er lífið svo einkennilegt og samsett úr röð tilvika og minningarbrota, en sem endað getur svo sorglega. Hvað ef ég hefði getað gert eitthvað til að breyta atburðarrásinni? Atburðarrás sem byrjaði fallega, en endaði svo hörmulega og þrátt fyrir að hafa gert eina tilraun til að grípa inn í. Með viðvörun til viðeigandi viðbragðsaðila, eða hvað?

Svo vill til að ég á tvö minningarbrot um mótorhjólahópinn sem hjónin sem létust tilheyrðu og annan sem slasaðist fyrir rúmlega viku á nýmalbikuðum vegarkafla á Kjalarnesi sunnan við Hvalfjarðargöngin. Í fyrra minningarbrotinu fylgdist ég með hópnum þar sem hann kom síðdegis á fallegum sumardegi 25.6. sl. norður til Hólmavíkur. Fylgdist með þar sem glæsilegu mótorhjólin komu keyrandi upp Bröttubrekku við heilsugæsluna á leið inn á Borgarbraut og síðan að Finnahóteli þar sem flestir höfðu síðan náttstað. Áreynslulaust, með mjög hófstilltum mótorhjólagný, sem samt fór ekki fram hjá neinum. Ári eftir hörmulegt mótorhjólabanaslys rétt sunnan við Hólmavík og sem enn situr í starfsfólki heilsugæslunnar. Nýir gestir á vígalegum fákunum sínum. Sniglarnir sjálfir komnir til Hólmavíkur (reyndar sem tilheyrðu HOC Chapter Iceland).

Seinna um daginn eftir vinnu mætti ég hópnum á göngu frá íþróttasvæðinu og sundlauginni í átt að gamla bænum á eyrinni. Tók sérstaklega eftir hvað fólkið var í raun hverdagslegt og nú í venjulegum klæðnaði. Ekkert sem minnti á „motórhjólagengi“. Ekki ungt fólk sem þyrfti að berast á. Ég og flestir í hópnum horfðumst í augu stutta stund, enda kom ég á móti því á aðeins um 30 km hraða suður Hafnarbrautina. Ég á grámann, kagganum mínum, stóra ameríska V8 jeppanum sem í seinni tíð ég hef kallað Hólmarann. Bíll sem þjónað hefur mér svo vel sl. áratuginn við afleysingar á Ströndum og allir taka eftir.

Morguninn eftir 26.6 fylgdist ég síðan með hópnum aftur út um eldhúsgluggann á læknabústaðnum þar sem hann var að leggja af stað frá Finnahótelinu, út úr bænum. Einn af öðrum, allir með sína voldugu hjálma og í leðurgöllum, en svo rólega í morgunkyrrðinni. Sumir tvímenntu á hjólunum og einn að lokum akandi með svart flagg. Góða ferð hugsaði ég. Bar virðingu fyrir hópnum fyrir tillitsaman akstur á fákunum sínum fráum og eftir að hafa litið fólkið augum. Góður hópur sem sennilega gæti verið gaman að tilheyra. Seinna um daginn var veru minni líka lokið á Hólmavík. Heimferð suður í fallegu sumarveðri við bestu aðstæður, í lítilli umferð um hábjartan daginn. Oft kynnst honum svörtum á sömu leið áður. Jafnvel flughálku um vetur og roki. Alltaf komist samt klakklaust heim, án óhappa.

Þegar komið var upp úr svörtu Hvalfjarðagöngunum um kl 17.15 blasti við mér mikil birta eins og oft og síðan nýmalbikaði þjóðvegurinn. Í þá aðeins meiri umferð, en þar sem allir keyrðu rólega og komutími minn einstaklega hagstæður fyrir kvöldboð heima síðar um kvöldið. Allt í einu fór bíllinn að rása upp úr engu, á tiltölulega lítilli ferð. Afturendinn sveiflaðist endurtekið til hliðar. Ég hægði á mér vel niður fyrir 60 km/klst, en sem breytti engu. Varð mjög smeykur og átti erfitt með að treysta á að bíllinn héldist á veginum. Leitaði af fyrsta stað til að stoppa úti á vegkantinum. Aðrir bílar keyrðu síðan hægt framhjá mér. Allt fólksbílar og ekkert virtist vera að hjá þeim! Dekk hlyti að vera laust hjá mér og sem ég fór að skoða og toga í á alla kanta. Hvað, var kannski eitthvað að veginum? Nýja malbikið virtist þarna ósköp venjulegt, nýlegt og ég hafði ekki séð nein skilti um að einhvers bæri sérstaklega að varast. Ekki áberandi blautt. Ef til vill hafði gert einhvern skúr áður en ég kom upp úr göngunum. En malbikið alls ekki áberandi blautt. Eitthvað hlyti að vera að bílnum. Loft samt í öllum dekkjum og þau ekki slitin. Var farinn að hugsa um skilja bílinn eftir og fá konuna til að sækja mig upp á Kjalarnes. Sennilega og þar sem hún var að undirbúa komu gestanna, vildi ég síður trufla hana. Ætlaði að gera eina tilraun enn og keyra löturhægt heim í Mosó, sem ég og gerði. Hafði á tilfinningunni alla leiðina að bíllin færi að rása aftur, en sem gerðist ekki. Sennilega var ég heppinn enn eina ferðina. Samt eiginlega búinn að ákveða að skoða bílinn betur daginn eftir, fara í prufuakstur og fara jafnvel með hann á verkstæðið mitt góða í Hafnarfirði eftir helgina. Ræða málin betur við hann Kára og vini mína á Max 1 eins og ég hef gert svo oft áður.

Morguninn 27.6 eftir heyrði ég um fyrra slysið í fréttum. Útafkeyrslu á sama vegarkafla sunnan Hvalfjarðarganga og ég hafði lent í vandræðunum á, síðdegið áður. Það hafði orðið bílvelta og einn farþegi kastast út úr bílnum. Hljómaði ógnvænlega og sem ég sá fyrir mér hvernig hefði geta atvikast. Einkennileg tilviljun annars, á nákvæmlega sama vegarkafla og ég hafði orðið svo skelkaður á, daginn áður. Reynsla sem sat ennþá mjög óþægilega í mér. Sennilega var þá eitthvað að malbikinu og veginum eftir allt saman og þar sem ekkert virtist hafa verið að bílnum á lokakílómetrunum heim! Hlaut að vera vegurinn. Bylgjur eða snúningur, jafnvel í einhverskonar í bland við nýtt hált malbik. Þá stórhættulegt vegfarendum. Sennilega verst afturdrifnum ökutækjum eins og mínu. Ég varð að láta lögregluna vita og að slysið um morguninn tengist þessum hugsunum mínum um dauaðgildru á þjóðvegi eitt.

Eins og ég hafði reynslu af einu sinni áður, gengur ekki áreynslulaust að fá samband við lögreglu gegnum neyðarlínuna, ef ekki er beinlínis verið að tilkynna um slys. Spurt og spurt hvort erindið snúist um slys. Bent á að tilkynna til Vegagerðarinnar eftir helgina. Varð að vera mjög ákveðinn og kynna mig betur og að lokum sem lækni. Fékk loks samband við varðstjóra í stjórnstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu  (sem ætti að vera til upptaka af) og gaf honum alla lýsingu mína og kenningu um samhengið af reynslu minni á stjórnlausum bílnum daginn áður og hugsanlega a.m.k., meðvirkandi þætti í bílveltunni um morguninn.

Daginn 28.6 vorum við hjónin síðan að koma heim úr hjólreiðartúr til Reykjavíkur og stödd á hjólabrautinni við Vesturlandsveg í blíðskaparveðri, rétt upp úr hádeginu. Heyrum allt sírenuvælið og m.a. mótorhjólalögreglur á fullri ferð norður eftir Vesturlandsvegi. Við stoppuðum. Ég sagði við konuna mína. „Ég er viss um að alvarlegt umferðarslys hefur orðið aftur á sama stað, sunnan Hvalfjarðaganganna“ Eftir hádegið og þegar ég frétti nánar af slysinu varð ég miður mín. Hvað hefði ég getað gert meira?

Ég hringdi aftur til lögreglunnar seinni partinn 28.6 gegnum neyðarlínuna (og sem gekk aftur erfiðlega að ná sambandi við, fyrr en ég kynnti mig sem lækni og að erindið væri alvarlegt, tengt slysinu fyrr um daginn). Ég vildi gefa aftur skýrslu og kvarta um viðbragðsleysi við aðvörun minni daginn áður. Lögreglan kallaði þetta þá skýrslu sem vitni í málinu og sem ég samþykkti. Hef samt ekkert heyrt síðan frá lögreglunni og þannig ekki haft tækifæri á að gefa nákvæmari lýsingu.

Ég hringdi líka á mánudagsmorgninum 29.6 í Vegagerðina og fékk að tala við upplýsingafulltrúa. Hann tók erindi mínu svo sem vel og sagði að þetta atvik mitt yrði rætt innanhús hjá þeim. Ekkert samt heyrt frá honum eða Vegagerðinni síðan. Fylgst eins og allir aðrir bara með málinu í fjölmiðlum. Þjóðin slegin. Vissi ekki einu sinni um tengsl mín við hópinn á Hólmavík fyrr en nú viku síðar, af tilviljun. Að þetta var fólkið sem ég hafði hitt 2 dögum fyrir slysið og sem vel hefði mátt fyrirbyggja. Sorgin þá enn meiri og persónulegri. Særindi á viðbragðsleysi viðbragðsaðila við aðvörun minni og sennilega fleirum, er svo mikil. Á tímum þar sem sagt er að „við erum öll almannavarnir“.

Ég votta aðstandendum og vinum hjónanna sem létust í slysinu á Kjalarnesi 28.6 og sem ég tel mig hafa náð smá vinsamlegu augnsambandi við þremur dögum áður á Hólmavík 25.6 og varað við slysagildrunni sem þau lentu svo að lokum í, án árangurs, dýpstu samúð. Ég vona að við öll, Vegagerðin og viðbragðsaðilar læri af þessu sorglega máli og sem mun alltaf lifa með mér.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag · útivist

Sunnudagur 14.6.2020 - 12:10 - FB ummæli ()

Næmur á Íslandi

Hungurleikarnir – þeir hæfustu fá að lifa

Í dag á Íslandi höfum við miklar áhyggju af smitsjúkdómi sem kallast Covid-19 og sem er heimsfaraldur stökkbreyttrar kórónuveiru. Jafnvel banvænn eldra fólki og fólki með langvinna alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Veirusjúkdómur og sem veldur samt flestum aðeins tímabundnum vægum kvefeinkennum, en sem getur í útsettum tilvikum verið langvinnari og sett í gang alvarlegar vefjabreytingar m.a. í lungum og brenglað ónæmissvör með víðtækum afleiðingum í flestum líffærakerfum, m.a. blóði og storkukerfinu. Öndunarbilun og blóðtappar eru þannig algengastar dauðorsakirnar og sem geta náð til yfir 2% smitaðra í mestri áhættu. Það sem er hins vegar ekki vitað er, hversu mörg okkar eru í raun næm fyrir sjúkdómnum og þar sem aðeins um 1% hefur náð að smitast samkvæmt mótefnamælingum fyrir veirunni í fyrstu bylgju faraldursins í mars-maí á þessu ári. Sennilega aðallega vegna mikilla smitvarna hverskonar og lokunar landsins í 3 mánuði.

 Mannkynssagan markast hins vegar mest af gerðum okkar mannanna og náttúruhamförum ýmiskonar sem við höfum hingað til engu ráðið um. Hlýnun jarðar, mengun og ofnotkun sýklalyfja hafa skapað miklar áskoranir fyrir mannkynið að leysa á eigin forræði og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Sumar þjóðir hafa líka farið afar illa út úr samskiptum við aðrar þjóðir í aldanna rás og bera þess ætíð merki hvað lýðheilsuna varðar. Ein slík er Haítí sem Spánverjar lögðu landareign sína á um miðja 15 öld og kölluðu hana þá Hispaníólu sem síðar varð að þrælanýlendu Evrópuþjóða. Ef til vill má þó segja að Íslendingum hafi verið bjargað að deyja út sem þjóð undir yfirstjórn Dana á okkar málefnum í upphafi 19. aldar. Heimsfaraldar ýmiskonar og náttúruhamfarir höfðu dunið á þjóðinni í aldanna rás, en loks móðurharðindin og stórabóla og þegar danski konungurinn, Friðrik 6. (formlega þó Kristján 7.) sá aumur á þjóðinni og skaffaði Íslendingum fyrst meðal þjóða bóluefni gegn stórubólunni 1805. Stærsta lýðheilsuverkefni Íslandssögunar í mannslífum talið og fækkun ungbarnadauða sem langa-langa-langafi minn, Ari Arason tók þátt í meðal fyrstu læknanna hér á landi í Skagafirði og mér er oft hugsað til þessa daganna og þegar bóluefni gegn Covid-19 sárlega vantar. https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/02/20/ef-bolan-tekur-hann-ekki-eir-ix-seinni-hluti/
En aftur til smitsjúkdómanna úti í hinum stóra heimi og samspil þeirra við erfðafræðina, en á allt annan hátt en þess sem við höfum fengið nú að njóta með aðstoð og aðseturs Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) í Vatnsmýrinni og þar sem Kári Stefánsson, læknir leikur eitt stærsta hlutverkið. Og hugsum okkur nú eitt andartak að lúsmýið skæða gæti borið með sér smitsjúkdóma eins og moskítóflugan gerir víða, t.d. malaríu, beinbrunasótt eða jafnvel fílaveikina og eitt tilfelli greindist fyrir tilviljun á allt anna hátt á Íslandi fyrir rúmum þremur áratugum. Svo sem lítið tilfelli í stóra samhenginu á heimsvísu, en sem segir samt svo ótrúlega mikið um hvað við höfum það gott í dag á Íslandi. Eins til hvers mikils er að að vinna að halda þeirri heilbrigðisstöðu sem er í dag og sem sagan segir að sé auðvitað ekki neitt náttúrulögmál, allra síst með miklum fjölda ferðamanna og ótryggu heilbrigðiskerfi. En hér kemur sagan um Litlu stúlkuna frá Haítí sem ég skrifaði um fyrir áratug, nánar tiltekið janúar 2010 eftir jarðskjálftana miklu á Haítí.
——————————————————————————————————-

Sagan markast mest af gerðum okkar mannanna og náttúruhamförum ýmiskonar. Sumar þjóðir hafa farið illa út úr samskiptum við aðrar þjóðir í aldanna rás og bera þess ætíð merki. Ein slík er Haítí sem Spánverjar lögðu landareign sína á um miðja 15 öld og kölluðu hana þá Hispaníólu sem síðar varð að þrælanýlendu Evrópuþjóða. Englendingar, Frakkar og Hollendingar voru þar stórtækastir og fluttu þangað milljónir Afríkubúa nauðuga. Afkomendur þrælanna blönduðust síðan innfæddum með tímanum.

Sigðkornablóðleysi (Sickle Cell Anemia) sem er erfðablóðsjúkdómur sem á upptök sín upphaflega í Afríku en er nú mjög algengur meðal eyjaskeggja á Haítí. Arfblendnir einstaklingar geta lifað nokkuð eðlilegu lífi en þola ílla alvarlegar sýkingar og háan hita. Rauðu blóðkornin geta þá hlaupið í kekki, stíflað litlar æðar og síðan sprungið. Því er mjög mikilvægt að meðhöndla undirliggjandi sýkingar fljótt og koma eins í veg fyrir fyrir vökvatap. Margir smitsjúkdómar eru auk þess algengir í mið-Ameríku sem eru okkur vesturlandabúum framandi, svo ekki sé talað um eyðnisjúkdóminn sem er mjög algengur á Haítí og tengist mest fátækt þjóðarinnar.

Hér á eftir ætla ég að greina betur frá einum landlægum sjúkdóm sem eyjaskeggjum á Haítí þykir ekki merkilegur en er mér mjög ansi hugstæður. Vegna atburðanna á Haítí og nú síðast frétta um Tarantúlu kóngulóabit meðal íslenskra björgunarmanna sem voru að koma heim, varð mér hugsað til lítillar stúlku frá Haítí sem undir umsjón Þrastar Laxdal, barnalæknis, ég og félagar mínir önnuðumst á barnadeildinni á Landakoti fyrir um aldarfjórðungi síðan. Hún var nýkomin frá Haítí í heimsókn til Íslands með kanadískri fósturfjölskyldu. Stúlkan var innlögð vegna hita, en vitað var að hún var með arfblendna sigkornablóðleysi og það því ein aðal ástæðan fyrir innlögninni.

Þegar við Íslendingarnir vorum að smásjárskoða blóðið til að fræðast og sjá hvernig rauðu blóðkornin skryppu saman við súrefnisskort og sem er einkennandi próf sem hægt er að gera hjá þeim sem eru grunaðir um þennan blóðsjúkdóm í arfblendnu formi, var erfitt að fá fókus og rauðu blóðkornin virtust öll á „iði“. Við betri athugun og lýsingu, kom í ljós að blóðdropinn undir glerinu var fullur af lirfum og sem litu út eins og lítil síli og sem sópuðu til blóðkornunum.

Nú voru góð ráð dýr og Dr. Sigurður Richter, dýrafræðingur á Keldum var kallaður til, til að reyna greina fyrirbærið fyrir okkur  og út frá myndum í stórum atlas sem hann kom með var hægt að greina Wuncheria Bancrofti lirfar. Hann veldur ormaveiki sem kölluð er „fílaveiki“ (elephantosis) og sem reyndar tveir aðrir skyldir ormar geta einnig valdið. Móðurormarnir geta verið allt að 10 cm. langir og stíflað sogæðar og þannig valdið miklum og síðar krónískum bjúg þannig að útlimir geta margfaldast að ummáli og afmyndast líkt og sést á meðfylgjandi mynd.

Reyndar var stúlkan okkar með vægan „fílafót“ á öðrum fætinum. Við ómskoðun komu enda fram nokkrir stórir móðurormar í nára, og síða m.a. hreiður við ósæð hjartans sem olli þrengslum og hjartaóhljóði við hjartahlustun sem við vorum búnir að greina. Annar stór ormur var líka við lifur. Við þessum sjúkdóm var svo sem ekkert heldur að gera.  Ormanna og lirfurnar á þessu stigi má ekki drepa með lyfjum vegna hættu þá á ofnæmis-sjokki og mikið magn af framandi próteinum frá ormum og lirfum leysast snögglega upp í blóðinu.

Það sem vantaði hér á landi til að smit gæti átt sér stað milli manna voru moskító flugurnar. Flugan er síðan millihýsill fyrir lirfurnar sem geta síðan smitað aðra og hún náð kynþroska. Lifitími ormsins í líkama mannsins er ca 1-2 ár og sennilega var stúlkan langt komin með sína ormaveiki miðað við umfang ormaveikinnar í blóðrásinni (aldur og stærð móðurormanna). Auk framangreindra sjúkdóma var stúlkan með ýmsa aðra króníska sjúkdóma svo sem langvarandi þvagfærasýkingu og mikla vaxtartruflun.

Tilfellið minnti mann á áþreifanlegann hátt  á erfiða sjúkdóma sem eru okkur hér norður á hjara veraldar framandi.  Sýkingar og vatnsskortur gerir nú líf fólksins á Haítí enn erfiðara og farsóttir geta blossað upp. Eyjaskeggjar sýna þó ótrúlegan dugnað og æðruleysi, eins og fram hefur komið í viðtölum við björgunarsveitarmenn. Í dag snýst umræðan hér á landi og mörgum vestrænum löndum hins vegar meira um oflækningar, sjúkt heilbrigðiskerfi og ofnotkun lyfja. Mikið er lífsins gæðunum misskipt milli landa og sennilega væri vestrænum löndum betra að fara sér eitthvað hægar og reyna að koma a.m.k. í veg fyrir heimatilbúin heilbrigðissvandamál.

Mér er ekki kunnugt um að fílaveiki hafi greinst hér á landi fyrr eða síðar, þótt áætlað sé að allt að 120 milljónir manna séu smitaðir og sýktir úti í hinum stóra heimi. Ekki má heldur gleyma þeim aragrúa annarra sníkjudýrasjúkdóma og smitsjúkdóma sem lönd eins og Haítí eiga við að glíma, ofan á allt annað. Sagan hér að ofan getur e.t.v. verið hvatning fyrir einhverja að styrkja þessa þjóð nú.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 14.5.2020 - 16:32 - FB ummæli ()

Ríkisstjórn sem vill sleppa reiðhjólabjöllunni

Undanfarin sumur hafa orðið fjöldamörg reiðhjólaslys þar sem hjólreiðarmaður keyrir aftan að göngufólki á göngu- og hjólastígum borgarinnar, án þess að nota reiðhjólabjölluna og fólkinu algjörlega á óvart. Oft er um svokallaða racer-hjólreiðarkappa að ræða og sem meta áhættuna minni að þjóta óviðbúið fram hjá, aftan frá á, en bjalla og styggja fólkið sem gæti þá stigið í veg fyrir hjólið. Eins heyrast þau rök að bjallan auki vindmótstöðuna á hjólinu og því betra að sleppa henni alveg. Ekki má spilla fyrir ávinningi af spandex-hjólagallanum nýja og þar sem hver sekúnda skiptir máli í keppninni við sjálfan sig eða vinahópinn. Öryggi gangandi, eldra fólks, barna og dýravina látið víkja. Engu virðist breyta lagaréttur gangandi fólks á stígunum. Fyrir  aðeins nokkrum dögum tók ég á móti einu fórnarlambi kappakstursins og bjallan ekki notuð. Afleiðingarnar voru m.a. mölbrotinn ökkli sem þurfti að fara í skurðaðgerð og spengja upp á nýtt.

Í samlíkingu má segja að stjórnvöld sleppi öryggisbjöllunni og komi aftan að fólki með ákvörðun sinni um sl. áramót að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá og sem getur smitað 1000 meira en frosið, í flutningi og í kjötborði kaupmannsins. Í innkaupapokann okkar og síðan um allt. Eins með óupplýstri umræðu ríkisfjölmiðla um sýklalyfjaónæmar súnur, sameiginlega flóra manna og dýra og sem er sýklalyfjaónæm víða erlendis. Bakteríur eins og E.coli (ESBL) og klasakokkar (MÓSAR) og sem valda m.a. flestum tilfallandi bakteríusýkingum mannsins, eins og þvagfærasýkingum og sárasýkingum. Staðreyndir um vaxandi áhættu sýklalyfjaónæmis í nærflórunni hérlendis sem fæstir stjórnmálamenn láta sér neinu varða um. Ekki einu sinni heilbrigðisnefnd alþingis sl. haust og varað var við ákvörðuninni um að leyfa frjálsan innflutning með ófrosnu kjöti í stað frosins kjöts og sem getur verið í sumum tilvikum verið smitað í meira en 50% tilvika.

Ríkisstjórn lætur sér málið heldur engu varða, ekki heldur nú á nýjum Covid-tímum og allir ættu að sjá smithættuna. Bara að allir hlýði Víði og 2 metra fjarlægðareglunni milli ókunnuga einstaklinga (socail distancing). Óbreytt ástand þannig í smitvörnum er varðar innflutning á hrávörur erlendis frá og margir fá að snerta fyrir eldun. „Highest risk of contact contamination“ og sem m.a. Alþjóða heilbrigðisstofnunni hefur hvað mestar áhyggjur af til lengri framtíðar á landbúnaðarvörum, vegna mikillar sýklalyfjanotkunar í landbúnaði erlendis og mikið sýklalyfjaónæmi flórubaktería í landbúnaðarafurðum. Stór hluti ógnar sem stefnir í að valda fleiri dauðsföllum en krabbamein gerir eftir 2-3 áratugi. Mörgum milljónun manna á öllum aldri.

Eftirlit með innflutningi sem ákveðið var af þessu tilefni, nær eingöngu til matareitrunarbaktería eins og salmonellu og kamphýlobakter og sýklalyfjaónæmis meðal þeirra. Þannig var fylgt dómsúrskurði EFTA í EES samningsákvæðum um öll Evrópulönd, án þess að lítið væri á afar góða sérstöðu Íslands að þessu leyti og sem hefur verið að mestu laus við þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur og sýklayfjanotkun í landbúnaði alltaf lítil. Dómur sem var að vísu kveðinn upp löngu fyrir Covid19, en þar sem öll Evrópulönd virðast geta hagað sínum smitvörnum af hentisemi og sem gagnast hverju aðildarlandi best. Flest lagaákvæði í viðskiptasamstarfi milli ríkja látin víkja.

Covid-smitlítið Ísland er málið í dag, en hvað með morgundaginn og hvað með að nota reiðhjólabjölluna ríkisstjórn góð þegar komið er aftan að fólki í ákvörðunum með smitvarnir sem skipta meginmáli fyrir lýðheilsuna og hjarðónæmið er og verður ekkert?

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/05/04/timi-til-ad-endurskoda-adgerdaleysi-islenskra-stjornvalda-gegn-smitahaettu-syklalyfjaonaemra-suna-erlendis-fra/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 4.5.2020 - 15:52 - FB ummæli ()

Tími til að endurskoða aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gegn smitáhættu sýklalyfjaónæmra súna erlendis frá?

Sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins getur kostað íslenska ríkið allt 50-100 milljarða króna á ári eftir 2-3 áratugi, í auknum heilbrigðiskostnaði og töpuðum mannslífum, allt að nokkur hundruð líf á ári og ef spár heilbrigðisstofnana heims ganga eftir, þar á meðal WHO og bandaríska landlæknisembættisins, CDC og tölur heimfærðar fyrir Ísland.

Kostnaður fyrir þjóðfélagið vegna Covid19 veirufaraldursins nú, er áætlaður upp á allt að 400 milljarða króna. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á öðrum slíkum faraldri næsta áratuginn. Þjóðin skilur samt vonandi betur en áður í seinni tíð, mikilvægi smitvarna í víðara samhengi og margsinnis hefur verið varað við. Margt í almennum smitvörnum, með lágmarks tilkostnaði, getur sparað mikla fjármuni í framtíðinni og ef vel er staðið að málum. Lýðheilsumarkmiðin látin ráða fram yfir viðskiptahagsmuni og t.d. EFTA ákvæði sem byggjast að hluta á miklum misskilningi og ekki tekið tilliti til sérstöðu Íslands. Að okkur takist að takmarka sem mest nýdreifingu sýklalyfjaónæmra súna á Íslandi, sameiginlegri flórubaktería dýra og manna, erlendis frá með landbúnaðarafurðum. Þar á meðal sýklalyfjaónæmra colibaktería (ESBL) og klasakokka (MÓSA).

Sýklalyfjaónæmi súna í eldisdýrum er víða orðið mjög algengt erlendis (oft >50%), ólíkt því sem þekkst hefur á Íslandi og þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur alltaf verið mjög lítil. Sáralítið er af þessari sýklalyfjaónæmu flóru í Íslendingum og íslenskum eldisdýrum í dag (<2%). Íslendingar hafa þannig sloppið að mestu við þennan mangerða faraldur, vegna lítillar sýklalyfjanotkunar í landbúnaði, frystiákvæða á erlendu kjöti til síðustu áramóta og legu landsins. Lágmarks krafa ætti því að vera að flytja ekki þessar flórubakteríur á auðveldasta máta til landsins með ófrosnu kjöti og sem var ákveðið að leyfa frá síðustu áramótum. Nýja óhagstæða flóru með blóðleku kjöti og sem dreifist miklu frekar um allt en frosið. Í og úr kjötborði kaupmannsins, á aðrar vörur, í margnota innkaupapokana okkar, á hendur okkar og barnanna.

Þó að enginn 2 metra regla gildir auðvitað í samskiptum við kjötkaupmanninn eða neinn annar samfélagssáttmáli gerður fyrir verslanir, ætti að vera miklu meiri áhersla á að fyrirbyggja fyrirséða snertismitáhættu súnubaktería frá hráu ófrosnu erlendu kjöti í menn. Síðar sýklalyfjaónæmri garna- og húðflóru sem við berum um ófyrirsjáanlegan tíma og sem getur verið afar illgjörn löngu ef veldur sýkingum síðar og sýklalyfin virka ekki á. Sýklar sem valda algengust sýkingum mannsins eins og t.d. sárasýkingum hverskonar eða þvagfæra- eða iðrasýkingum og við myndum ekkert ónæmi gegn. Sérstakt ráðgert eftirlit í tollinum í dag, með svokölluðum matareitrunarbakteríunum og sýklalyfjaónæmi meðal þeirra (salmonellu og kamphýlobakter), dugar auðvitað engan veginn gegn þessari nýju óhagstæðu nærflóru mannsins sem verið er að bjóða upp á.

Eins og ég er stoltur af árangri smitvarna í Covid faraldrinum nú, er ég jafn hissa á andvaraleysinu er snertir stærstu manngerðu lýðheilsumistök samtímans og þar sem takmörk smitsjúkdómafræðinnar eru þverbrotin. Alverleg og rándýr misstök stjórnvalda þegar upp verður staðið. Með flutningi á ófrosnu og lekandi hráu erlendu kjöti í verslanir landsmanna. Frjáls innflutningur á erlendu ófrosnu grænmeti er síðan enn annað stórmál og þar með aukin smithætta á sýklalyfjaónæmum bakteríum úr erlendum menguðum jarðvegi og áveituvatni. Þegar öryggir framleiðsluhættir á landbúnaðarafurðum, þrif, skol og öruggir flutningar, skiptir mestu máli.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn