Þriðjudagur 11.11.2014 - 18:14 - 5 ummæli

Vilji var það sem þurfti

Í febrúar 2010 birti ASÍ könnun þar sem kom fram að 91% aðspurðra sögðu að gera yrði meira fyrir heimilin.  Þegar spurt var hvað stjórnvöld ættu að gera nefndu langflestir lækkun höfuðstóls, 13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi húsnæðislán og 12% nefndu afnám verðtryggingar.

Flest svörin snéru þannig að lækkun eða leiðréttingu fasteignalána.

Nú í nóvember 2014 er loksins komið til móts við óskir almennings.  Niðurstöður leiðréttingarinnar hafa verið birtar 69 þúsund heimilum á vefsíðu verkefnisins; leidretting.is

Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni er að meðaltali um 1,3 milljónir króna.  Heimili sem nýtur hámarksleiðréttingar getur hins vegar lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum.  Til dæmis getur heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Heildarumfang aðgerðarinnar er um 150 milljarðar króna.   Á árunum 2015-2017 munu ráðstöfunartekjur hjá þátttakendum aukast um 130-200 þús.kr. á ári eða 17%.  Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017.

Leiðréttingin er fyrsta stóra aðgerðin af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu.  Markmiðið með þeim öllum er að búa íslenskum heimilum heilbrigðara og betra umhverfi.  Þar má nefna losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbyggingu húsnæðiskerfisins og endurskipulagningu Íbúðalánasjóðs.  Öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, eiga að njóta góðs af breytingunum.

Forsenda árangurs er að vilji liggi fyrir til góðra verka til hagsbóta fyrir íslensk heimili.

Sá vilji er skýr hjá ríkisstjórninni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Vel gert!

  • Örn Stefánsson

    Vilji + 100 milljarðar úr ríkissjóði

  • Þetta er allveg rétt vilji er allt sem þarf
    1.það er val að leggja skatt á
    2.það er val í hvað peningurinn er notaður
    3.það er val að láta fólk fá þessa peninga úr ríkissjóði hvort sem þörf er eða ekki
    4.Það er val að leigjendur með verðtryggða leigu sem eru í flestum tilfellum þeir sem eru í verstu aðstæðum.Fái engar bætur
    5.það er val að nota ekki þessa skattpeninga í heilbrigðiskerfið
    6.það er val að minka ekki skuldir ríkissjóðs
    7.þetta er val og vilji Framsóknar að nota þessa peninga svona.

  • Þetta er afar óskynsamleg efnahagsleg aðgerð. Hvernig geta stjórnvöld leyft sér að deila út gjöfum til sumra á kostnað skattgreiðenda. Þessi aðgerð leiðir aðeins til aukinnar verðbólgu sem etur „ávinning“ þeirra útvöldu. Alvarlegra er þó, þegar stjórnmálaflokkur kaupir sér vinsældir með þessum hætti á sama tíma og heilbrigðiskerfinu er ýtt fram af bjargbúninni. Þessir peningar hefðu nægt til að snúa við þróun niðurníslu heilbrigðisþjónustunnar og það hefði komið landsmönnum öllum til góða.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Hvaða mótvægisaðgerð hafa stjórnvöld gert fyrir leigjendur ? Sá sem býr í td. 100 fm íbúð fær að meðaltali yfir miljón í leiðréttingu. Sá sem leigir samskonar íbúð ætti með réttu að fá sambærilega upphæð og eigandinn.

    Meðaltalsupphæð leiðréttingarinnar samsvarar ca 2 fríum leigumánuðum á ári næstu árin fyrir leigjandann. Leigjendur hafa orðið að borga forsendubrestinn + álagningu.

    Þar að auki munu hliðaráhrif leiðréttinganna auka húsnæðiskostnað leigjenda enn frekar með hærri verðbólgu og hækkandi fasteignaverði.

    Úr stjórnarsáttmálanum :

    „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn búi við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins, og hafi raunverulegan valkost um búsetuform “

    Hvar er áherslan á hitt búsetuformið (leigumarkaðinn ) ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur