Danir hafa áhyggjur af því að þjóðartekjur þeirra muni ekki vaxa nógu hratt í framtíðinni til að viðhalda norrænu velferðarkerfi. Nú geta menn yfirleitt verið sammála um að danskt efnahagslíf stendur sterkari fótum en hið íslenska. Hvað þá með framtíð velferðarkerfisins á Íslandi? Danir líta á stærð og vöxt á landsframleiðslu á mann sem lykilstærð […]
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn segja að ekki sé þörf á að rannsaka einkavæðingarferli ríkisbankanna. Og hver skyldu nú vera rökin fyrir þessari niðurstöðu? Hana finnum við á bls. 31 í bókun 3, í skýrslu þingmannanefndarinnar: „Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir telja í ljósi skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003, […]
Varla er hægt að hugsa sér verri útkomu en að þingið klofni í afstöðu sinni til RNA út frá pólitískum línum og vinskap. En var raunhæft að ætlast til að þingmenn gætu tekið hlutlaust á sjálfum sér og sínum samstarfsmönnum til margra ára? Það er ljóst að ef þingmenn geta ekki tekið heilshugar á þessu […]
Nýr viðskiptaráðherra hefur gefið Icesave málinu ákveðinn Kafka blæ, enda virðist allt hafa verið reynt hingað til, svo ekki er vitlaust að reyna að fríska aðeins upp á málið með nýjum manni! Ekkert gengur að semja um vextina sem við eigum að borga og því er skynsamlegt að fara dómstólaleiðina til að fá reikninginn felldan […]
Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland það land á norðurhveli jarðar þar sem minnstan þjóðhagslegan stöðuleika er að finna. Á suðurhveli er Simbabve með þennan vafasama heiður. Þetta hljómar ótrúlega, en hvað er það sem fellir Ísland. Samkvæmt skýrslunni eru það sex þættir: Ríkishallinn sem er sá versti af öllum 139 löndunum Háar […]
Þá er komin erlend staðfesting á því að þjóðhagslegur stöðuleiki á Íslandi og í Simbabve eru þeir verstu í víðri veröld. Í nýju riti Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir samkeppnisstöðu 139 ríkja 2010-2011 lendir Ísland í 138. sæti hvað varðar þjóðhagslegan stöðuleika (stability of the macroeconomic environment). Neðstu fimm sætin verma: 135. Malaví 136. Gana […]
Martin Wolf er einhver besti dálkahöfundur á Financial Times og er samkeppnin ansi hörð á því gæðablaði. Financial Times er eitthvert hið virtast og áhrifamesta dagblað í Evrópu og ekkert blað er t.d. tekið jafn alvarlega og FT, í aðalstöðum ESB í Brussel. Það er hrein unun að lesa FT og eitt blað er á […]
Það er engin furða að Gylfi Arnbjörnsson sé fúll út í krónuna. Þeir sem standa í útflutningi hafa sjaldan haft það eins gott og núna, sérstakleg þeir sem ekki skulda mikið. Íslenskir launamenn hafa tekið á sig stórfellda launaskerðingu sem hlutfall af útflutningstekjum, þessi skerðing rennur að miklum hluta beint í vasa útflutningsaðila sem hafa […]
Í þessum mánuði ganga Svíar til þingkosninga. Stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð mælist nú Moderaterna, velferðarflokkur hægra megin við miðju sem styður ESB samstarf og aðild. Eins og í Danmörku eru sósíaldemókratar ekki lengur stærsti stjórnmálaflokkurinn, kjósendur fylkja sér nú um flokka hægra megin við miðju sem setja velferð, atvinnu og ESB samstarf á oddinn. Kjósendur […]
Nýlegar tölur frá Hagstofunni sem stangast á pólitískar glansmyndir Jóhönnu og Steingríms sýna enn eina ferðina, fram á nauðsyn þess að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Enginn stjórnmálaflokkur berst fyrir að hér rísi óháð og sjálfstæð stofnun sem geti sett fram þjóðhagsspár byggða á bestu fáanlegum staðreyndum en ekki pólitískum spuna. Davíð lagði þessa stofnun niður vegna þess […]