Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 19.06 2015 - 10:31

Stefnuleysi í húsnæðismálum ríkisins

Þegar kemur að húsnæðismálum ríkisins er stefnuleysið sláandi. Gróf séð má skipta ríkisfyrirtækjum og stofnunum í 3 flokka þegar kemur að húsnæðismálum: Í fyrsta flokki eru ríkisfyrirtæki og stofnanir utan fjárlaga svo sem ÁTVR, Isavia, FME, Landsbankinn og Seðlabankinn. Hjá þessum stofnunum er yfirleitt ekkert til sparað. Alltaf er keypt það fínasta og flottasta. Það […]

Mánudagur 15.06 2015 - 16:42

Krónan ekki lausnin

Hagfræðingar hins virta dagblaðs Financial Times hafa komist að annarri niðurstöðu um krónuna en íslenskir kollegar þeirra. Gengisfelldur gjaldmiðill er engin lausn segir Martin Sandbu í grein á vefsíðu blaðsins í dag: “In sum, the lessons we should draw from Iceland are nuanced – there is no real argument for copying their entire policy package […]

Mánudagur 15.06 2015 - 08:02

Markaðsbúskapur án markaðslausna

Ísland er gott dæmi um þjóðfélag þar sem menn rembast við að reka markaðsbúskap án markaðslausna. Höftum, skömmtunum og lögum er beitt í stað þess að finna sameiginlegar lausnir. Menn sömdu ekki um Icesave og ekki um markrílinn og ekki hafa samningar náðs við hjúkrunarfræðinga en samningar virðast ætla að takast við kröfuhafa enda hafa […]

Sunnudagur 14.06 2015 - 07:07

„Krónugettó“ framtíðarinnar

Einhver mestu forréttindi við afnám hafta er að fá aftur erlend lán á vöxtum sem fólk ræður við. En þau lán verða ekki til allra eins og fyrir hrun. Þau verða líklega aðeins fyrir þá sem tilheyra gjaldeyrishagkerfinu og svo fáa útvalda vini stjórnmálastéttarinnar. Þannig mun afnám hafta auka efnahagslega stéttaskiptingu. Þeir sem munu fá […]

Föstudagur 12.06 2015 - 11:06

Las Vegas norðursins opnar aftur!

Seðlabankastjóri hefur tilkynnt á Bloomberg að spilavíti norðursins muni opna aftur eftir 7 ára lokun. Hann lofar betri stjórnun og býður spekúlanta velkomna en biður þá að kunna sér hófs. Hér er ég auðvitað að tala um hin frægu vaxtamunaviðskipti sem byggja á að erlendir spekúlantar taka lán í erlendum gjaldeyri sem þeir láta íslenska […]

Fimmtudagur 11.06 2015 - 09:27

Eignastýring eftir höft

Margir eru eflaust farnir að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að varðveita sparifé sitt nú þegar höftin verða losuð. Er skynsamlegt að færa fé yfir í gjaldeyri og þá hversu mikið? Reynslan fyrir hrun sýndi að alltof margir höfðu fjárfest alltof mikið í íslenskum eignum eða eignum erlendis tengdum íslenskum aðilum. Þegar hrunið kom […]

Miðvikudagur 10.06 2015 - 08:46

Losun hafta án ESB

Það eru ekki bara kröfuhafar sem borga losun hafta með stöðugleikaálagi eða skatti. Það gera líka íslensku heimilin og fyrirtækin sem þurfa að borga sitt stöðugleikaálag í gegnum okurvexti krónunnar. Þó 500 ma kr. frá kröfuhöfum sé há upphæð er hún einskiptisaðgerð upp á 1.5 m kr. per íbúa. Vaxtaþrældómur krónunnar er hins vegar nokkuð […]

Þriðjudagur 09.06 2015 - 06:57

Lee Buchheit semur

Ljóst er að samningar við kröfuhafa eru langt komnir, þökk sé AGS og Lee Buchheit, aðalsamningamanni Íslands í Icesave deilunni sem vinstri sjórnin réði til landsins. Menn verða nú að gefa Steingrími prik fyrir það. Það eru litlar líkur á að þessi fordæmalausi stöðugleikaskattur verði notaður, enda gerir hann lítið annað en að rýra orðspor […]

Mánudagur 08.06 2015 - 13:47

Stalínískur tónn

Það var stalínískur tónn í kynningu um losun fjármagnshafta. Þið gerið eins og við segjum annars setjum við 39% eignaskatt á ykkur. Tal um fordómalausar aðgerðir og afnám einkaréttarins var óheppilegt. Ef markmiðið var að gefa kröfuhöfum spark í rassinn þá held ég að menn hafi aðeins farið fram út sér og hrætt líftóruna úr […]

Sunnudagur 07.06 2015 - 07:44

Bankasala keisarans

Nokkrar umræður hafa spunnist um hina svokölluðu “sölu” á nýju bönkunum rétt eftir hrun. Menn tala um að ríkið hafi tapað milljörðum í þessari “sölu”. Hér held ég að gæti ákveðins misskilnings. Ríkið var ekki að selja banka heldur að fjárfesta í nýju bankakerfi. Réttara er að gagnrýna þær fjárfestingarákvarðanir sem teknar voru þegar nýju […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur