Allir ætla að græða á hótelbyggingum og sjálfsagt munu margir gera það, en það græða ekki allir þegar gert er út á lágt gengi og lág laun. Þeir sem eru bjartsýnastir í hótelbransanum hljóta að vinna eftir þeirri forsendur að lág laun og lágt gengi haldist hér sem lengst – á því byggir þessi gróðaformúla. […]
Svigrúm ríkisins til launahækkana virðist ansi takmarkað. Samkvæmt nýjum ríkisreikningi fyrir árið 2012 var hallarekstur ríkisins 10 ma kr meiri en áætlað var, eða um 36 ma kr. Heildarlaunakostnaður ríkisins er um 140 ma kr. á ári eða tæplega 25% af gjöldum ríkissjóðs. Hver 10% hækkun á launum kostar því 14 ma kr. Það er […]
Umræða um heilbrigðiskerfið er ekki nógu öguð. Kerfið skiptist upp í tvo megin þætti: 1) tryggingarþátt og 2) þjónustuþátt. Nær öll umræðan er um þáttöku einkaaðila í þjónustuhlutanum en hún er auðvita nú þegar mikil þó einkaspítalar séu enn bannorð á Íslandi. Hinn þátturinn er alveg jafn mikilvægur, þ.e. hvernig staðið er að tryggingarþættinum. Í […]
Ríkisstjórnin byrjaði strax á því að stöðva ESB viðræður og Forsetinn tók heldur betur undir það og sagði að ESB hefði ekki vilja til að ljúka viðræðum. Utanríkisráðherra var sendur til Brussel til að flytja boðskapinn við góðar undirtektir hér heima. En nú bregður svo við að sjálfur forsætisráðherran hefur tekið sér tíma til að […]
Svo virðist sem Ísland sé komið fram yfir síðasta söludag þegar kemur að helstu innviðum samfélagsins. Lífeyriskerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, stjórnsýslan og húsnæðislánakerfið eru dæmi um kerfi sem þarf að endurnýja. Vandamálið er að flest kerfi hökta enn, þau eru dýr í rekstri, flest of stór og óskilvirk, og alls ekki í takt við stöðu Íslands […]
Landsbréf sem er í eigu Landsbankans gaf nýlega út yfirlýsingu varðandi Magma bréfið, þar sem framkvæmdastjórinn sagði: “Ég fagna því að kauptilboði Landsbréfa hafi verið tekið, en við teljum skuldabréfið spennandi fjárfestingakost.” Hvað er svona spennandi við skuldabréfið og hvað eru fjárfestar að kaupa? Er Landsbréf að selja stöðugt sjóðsflæði eða veðið á bak við […]
Eitt besta hagræðingartækifæri sem Ísland á er 20 ma kr. hagræðing innan grunnskólans og framhaldsskólans. Þessar stofnanir eru þær dýrustu innan OECD og kosta um 5% af VLF á meðan meðaltalið innan OECD er um 3.8%. Ef Ísland setur sér það markmið að grunnskólinn og framhaldsskólinn kosti ekki meira en OECD meðaltalið (sem er kostnaður […]
Það er auðvelt að vera sammála Euromoney þegar þeir velja Íslandsbanka sem besta banka á Íslandi. Eftir hrun hefur Íslandsbanki markað sér öfluga og aðgreinda stefnu frá hinum stóru bönkunum og tekist að halda því frumkvæði. Íslandsbanki hefur iðulega verið fyrstur með nýjungar og unnið fagmannlega að áhættustýringu sem sést best á markaðssetningu Íslandsbanka á […]
Líklegt er að Goldman Sachs sé á bak við söluna á Magma bréfi OR. Goldman veitti nýlega lán til OR á hagstæðum kjörum sem átti að halda leyndu en lak út. Goldman er einn fremsti fjárfestingabanki heims og afgreiðir varla stök viðskiptalán til félaga eins og OR. Goldman er þekktur fyrir að endurskipulegga efnahagsreikninga hjá […]
Það var mjög athyglisvert að lesa yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar um Magma málið. Á visis.is er haft eftir Dag: “Landsbréf leggur fram tilboð með fyrirvara um fjármögnun. Þeir stofna félag sem ýmsir koma að. Það er það sem er ófrángengið þeirra megin og þess vegna er málinu ekki lokið heldur var borgarráð að veita Orkuveitunni […]