Hér eru tvær færslur sem ég skrifaði um yfirvofandi taxtahækkun OR í apríl sem fáir vildu ræða þá. Nú er blaðinu auðvita snúið við þegar þeir sjórnmálaflokkar sem sitja í sjórn OR hafa stórtapað. Nú er tilkynnt um hækkanir upp á næstum 40% yfir 5 ár þremur dögum eftir kosningar.
OR mun ekki aðeins kynda heimili borgarbúa heldur einnig verðbólguna á næstu árum.
—————-
Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru handan við kosningarhornið fyrir viðskiptavini OR.
Ekki þarf annað en að líta á rekstur OR sem enn er rekin með miklu tapi. Rekstrartekjur OR voru 2009 um 29 ma en tap fyrir skatta var 3.9 ma. Til að koma þessum rekstri yfir núllið og geta greitt Reykjavíkurborg arð upp á 1 ma kr. þarf taxtahækkun upp á 20%.
Vilji Reykjavíkurborg hærri arðsgreiðslu, segjum 2 ma kr, þá verður taxtahækkunin um 25%. Þannig virkar það.
Þetta er mikilvægt mál sem borgarbúar þurfa að setja sig inn í fyrir kosningar. Þeir þurfa að krefja frambjóðendur um svör við hvernig þeir ætli að rétta af rekstur OR?
Eins og staðan er í dag er langlíklegast að þessu verði öllu velt yfir á borgarbúa, eftir kosningar.
Klassískt ekki satt!
———–
Vandamál OR er frekar einfalt, tekjur duga ekki fyrir skuldum. Lausnin er hækkaðar tekjur en það þýðir taxtahækkun á notendur. Út frá viðskiptalegum sjónarmiðum hefðu taxtar átt að hækka fyrir löngu til að taka á þessum vanda. Frestun á taxtahækkun gerir vandann einungis verri og skellurinn fyrir neytendur verður enn verri þegar hann kemur.
Hins vegar hentar það ekki stjórnmálamönnum að hækka taxta fyrir kosningar og þar með eru þeirra hagsmunir settir ofar viðskiptalegum hagsmunum OR. Það er því ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að OR sé rekið út frá pólitískum forsendum og það skýrir ákvörðun Moody’s.
Stjórnarformaður OR hefði frekar átt að gagnrýna stjórnmálamenn en boðberann Moody’s. Hitt er víst að hækkun taxta OR eftir kosningar verður myndarleg kúla, sem stækkar dag frá degi.
——–´
Mín síðasta færsla um OR fyrir kosningar endað svona:
Með Besta flokknum kemur nýtt fólk með nýja hugmyndir og áherslur. En það er einmitt það sem stjórn OR þarf.
Nýir vendir sópa best.