Forsetinn hefur vísað Icesave samningnum til þjóðarinnar, til staðfestingar eður ei. Nú skiptir öllu að þjóðin fái að kynna sér málið niður í kjölinn, kosti þess og galla að staðfesta ríkisábyrgðina og taki svo upplýsta ákvörðun í framhaldinu.
Lýðræði virkar ekki án upplýsinga. Því leggur samvinnuhugsjónin mikla áherslu á menntun og þekkingu samhliða einn maður eitt atkvæði auk þess að gætt sé að jafnrétti.
Ábyrgð fjölmiðla og annarra lýðræðisafla er því mikil í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá ábyrgð verður að axla af virðingu.
Ég tel jafnframt að samhliða kosningum um Icesave ættum við að kjósa aftur til stjórnlagaþings.
Rita ummæli