Mánudagur 07.03.2011 - 20:50 - Rita ummæli

Dómstólaleiðin?

Flestir virðast telja að val kjósenda muni standa á milli núverandi samnings og hinnar svokölluðu dómstólaleiðar í Icesave málinu. Litlar upplýsingar hafa komið fram um hina svokölluðu dómstólaleið og er því athyglisvert að sjá að stuðningur við núverandi samning skuli ekki vera meiri en 57,7% skv. nýjustu MMR könnuninni.

Gísli Tryggvason velti nýlega fyrir sér hver helstu deilumálin yrðu fyrir dómstólum. Nefndi hann m.a.  hugsanlega skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna slælegs eftirlits með bönkunum, jafnræðisreglu EES-réttar um hugsanlegrar mismununar á innstæðueigendum og hvort yfirlýsingar ráðherra á haustdögum 2008 hafa verið skuldbindandi. 

Samskonar vangaveltur koma fram í álitsgerðum fjögurra lögfræðinga fyrir fjárlaganefnd. Var þar m.a. bent á að ESA virtist fyrst og fremst vera að horfa á að ríkið ætti að tryggja að innstæðutryggingakerfið gæti staðið við lágmarkstrygginguna, upp á rúmar 20 þús. evrur, en ekki heildarupphæðina.

Skiptar skoðanir voru meðal lögfræðinganna, eins og góðum lögfræðingum sæmir.

Peter Örebeck, norskur lagaprófessor, sendi inn álit til fjárlaganefndar um ESA og innstæðutilskipunina og taldi að mótrök Íslendinga verði að íslenska ríkið er fullvalda ríki og sé í sjálfsvald sett í hvaða viðskiptum það stendur.  „According to the business-strategies of the Icelandic state the Icesave bank was not among its priorities. The takeover of Landsbanki does not necessitate the takeover of Icesave. It is an option, but not a must. This is my [PÖ] primary position. An alternative position is to say that Iceland takover bid for Landsbanki that leaves out Icesave is in itself not discriminatory in a national sense, as all foreign depositiors in the old Landsbanki were offered identical solutions to domestic depositors. This includes all depositors, whether they are domiciled in Iceland or not. Icelandic citizens abroad who deposited money in Icesave, did not receive special treatment, but is totally under identical regime as UK and Dutch depositors.“

Hvaða dómstólum?
Lárus Blöndal færir rök fyrir því í Morgunblaðinu að dómsmál verði fyrst og fremst höfðað fyrir EFTA dómstólnum, en telur ólíklegt að Bretar og Hollendingar muni reyna að sækja beint á íslenska ríkið fyrir íslenskum dómstólum.  Niðurstaðan frá EFTA dómstólnum, ef hún reynist vera jákvæð fyrir þá, verði svo nýtt til að þvinga Íslendinga til að greiða. Aðrir hafa haldið því fram að Bretar og Hollendingar verði að sækja rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum. Allir virðast þó sammála að þeir virðast lítið spenntir fyrir þeirri leið…

Svo er spurning hvar málaferli TIF um forgang lágmarkstryggingarinnar í þrotabúið passa inn í þetta allt saman.

En af hverju er stuðningurinn ekki meiri en 57,7% þrátt fyrir að njóta stuðnings meirihluta þingflokka Samfylkingar, Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks?  Ég held að það sé einfaldlega vegna þess að við upplifum samninginn sem nauðung, ósanngjarnan og óréttlátan.

Þvi má færa rök fyrir því að dómstólaleiðin myndi allavega skýra hvað sé hið rétta í Icesave málinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur