Þriðjudagur 08.03.2011 - 11:57 - 4 ummæli

Hagnaður bankanna…

Viðskiptanefnd fundaði með Arion banka, Íslandsbanka og Bankasýslunni í morgun til að fara yfir ársreikninga bankanna.

Þar kom fram að fulltrúar Bankasýslunnar í stjórn bankanna gerðu ekki athugasemdir við launakjör bankastjóranna, sem verður að teljast mjög alvarlegt. Mestur tími fór þó í að ræða svokallaðan „hagnað“ bankanna.  Fyrsta spurningin sem ég velti fyrir mér þegar ég sá ársreikninga þessara tveggja banka  (ársreikningur Íslandsbanka og ársreikningur Arionbanka)  er: Hvernig geta bankar hagnast þegar útlánastarfsemi er nánast engin, meginþorri fyrirtækja í landinu eru í fjárhagslegri endurskipulagningu og um fjórðungur heimila?

Hjá Íslandsbanka er skýringin að stórum hluta tilkomin vegna endurmats á eignasafninu.  Þeir telja sem sagt meiri líkur á að við munum borga af lánunum okkar, eða 14.507 ma.kr. meira.  Sama gildir um Arionbanka.  Endurskoðendur þeirra hafa nokkrar áhyggjur af þessum og koma því með pena ábendingu um óvissuna tengda þessu endurmati.  Mál eins og dómar um gengistryggð lána (s.s. afturvirkni vaxta), atvinnuleysi, verðbólga, vextir og almennt þróun efnahagslífsins skipta víst máli.

Þeir hafa einnig aukið vaxtamuninn, þannig að vextir á innlánum hafa lækkað meira en vextir á útlánum, og þjónustugjöld hafa hækkað.  Að sama skapi hafa þeir ekkert dregið saman rekstrarkostnað hjá sér, og heldur bætt í eins og laun bankastjóranna gefa til kynna.

Því tel ég fyllstu ástæðu til að birta eftirfarandi texta úr skýrslu Íslandsbanka og hvet til 1 mínútu þagnar í kjölfarið…

„The present general distrust towards financial institutions will only be resolved with a continous effort to improve openness and transparency.  The Bank has vowed that it will let its actions speak louder than words in its efforts to encourage greater trust in its operations.“

Flokkar: Fjármálakerfið · Viðskipti og fjármál

«
»

Ummæli (4)

  • Sé enga aðra lausn, en lífeyrissjóðir og almenningur, taki yfir þá fáu sparisjóði sem eftir eru, og þar verði strangt eftirlit, því þetta gengur ekki svona lengur.

  • Er það ekki svo Eygló að núverandi eigendur bankanna eru kröfuhafar sem hafa þegar þurft að færa verulega niður lán sem þeir veittu gömlu bönkunum. Þannig að þeir munu tapa eitthvað minna en þeir reiknuðu með í upphafi?

    Ef þetta er rangt hjá mér má gjarnan leiðrétta þennan skilning minn.

  • Óþolandi að kalla þetta „hagnað“ og flengja því í andlitið á þeim sem töpuðu sparnaði sínum í Glitnis banka, að bankinn væri með meiri „hagnað“ en góðærið 2007.

    Það er ekkert að fjármálalæsi almennings. Fjármálagreining og skýringar höfuðpaura Íslandsbanka þriðja, er hins vegar alvarlega ábótasamt.

  • sigthor jonsson

    Þetta nota þeir nú í stað viðskiptavildar, Íslensk fyrirtæki hækkuðu ávallt viðskiptavild sýna til þess að sýna meiri hagnað og geta þar af leiðandi greitt sér út hærri arð og þannig arðrænt fyrirtækin innan frá, svo virðist sem bankarnir séu að gera það sama bara með lánasöfnin , hvernig geta Arion og Íslandsbanki áætlað auknar innheimtur þegar atvinnuleysi er ekki að minnka og ennþá er fólk að missa heimili sín?

    Þetta er að sjálfsögðu fáránlegt, maður spyr sig nú einnig hefði ekki verið nær fyrir ríkið að halda bönkunum ef tveir bankar slaga upp í 60 milljarða hagnað á einu ári???

    Þá hefðu nú fljótt komið peningar upp í ICESAVE og kostnaðinn við að bjarga bönkunum..

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur