Föstudagur 11.03.2011 - 11:00 - Rita ummæli

Græða á skólum?

 Fyrr í vetur fjallaði menntamálanefnd Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um menntaskólann Hraðbraut. Í skýrslunni gerði ríkisendurskoðandi athugasemdir við rekstur skólans, ofgreiðslur frá ríkinu og arð sem eigendur skólans höfðu greitt sér út.   Menntamálanefnd tók undir þessar athugasemdir og í framhaldinu ákvað menntamálaráðherra að rifta samningum við skólann.

Í bandaríska þinginu eru menn einnig að skoða rekstur skóla í hagnaðarskyni.  Þingnefnd hefur verið að skoða sérstaklega Ashford háskóla sem einkafyrirtækið Bridgepoint tók yfir.  Þá voru um 300 nemendur í skólanum og reksturinn erfiður.  Með uppbyggingu fjárnáms stunda núna um 78 þúsund manns nám við skólann og skilaði skólinn $216 milljónum í hagnað á síðasta ári.   Framlag til kennslu lækkað úr $5000 í $700 á nemanda, og í staðinn fara um $2700 í að ná í nýja nemendur og $1500 í arðgreiðslur.  Brottfall er mjög hátt, eða um 60-80%, og um 86% af tekjum skólans koma með einum eða öðrum hætti frá alríkisstjórninni sbr. umfjöllun NYTimes

Ég tel að skólar eigi ekki að vera reknir í hagnaðarskyni fyrir opinbert fé.  Ef skólar ætla sér að fá framlag frá ríki eða sveitarfélögum, þá eiga þeir að vera reknir sem non-profit eða hagnaðarlausar stofnanir, sem sjálfseignastofnanir eða samvinnufélög.  Allur afgangur af rekstri  á að fara í að bæta kennsluna, laun starfsfólks og starfsumhverfi nemenda

Það þýðir ekki að ég er á móti framtaki einstaklinga í skólamálum.  Stjórnvöld ættu að hvetja starfsfólk, foreldra og aðra hagsmunaaðila til að stofna, taka yfir og reka skóla. 

En  ekki til að græða pening á ríkinu, –  heldur til að tryggja góða menntun, aukna fjölbreytni, atvinnulýðræði og vonandi meiri ánægju með skóla sem vinnustað nemenda og kennara.

Flokkar: Menntun · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur