Í Morgunblaðinu þann 9. mars sl. var fréttaskýring undir fyrirsögninni „Telur þurrfrystingu ekki vænlegan kost.“ Þar er fjallað um frumvarp um umhverfisvæna og fjölbreytari greftrunarsiði en ég er fyrsti flutningsmaður að frumvarpinu.
Ég geri miklar athugasemdir við umfjöllunina.
Í fyrsta lagi byggir fréttaskýringin á viðtali við einn mann, Þórsteinn Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis og formann Kirkjugarðasambands Íslands. Ekki var leitað skýringa á málinu hjá mér né öðrum. Í öðru lagi var fullyrt að hætt hefði verið við að bjóða upp á umhverfisvæna greftrun (promission) á Norðurlöndunum, – en áfram er unnið að því að bjóða upp á þessa aðferð í Svíþjóð þótt sænska kirkjan hafi dregið sig út úr verkefninu. Jafnframt er unnið að henni í Bretlandi, Hollandi og fleiri löndum. Einnig má benda á opinbera úttekt sænska ríkisins (SOU 2009:79) þar sem lagt er til að aðrar aðferðir við greftrun verði leyfðar, sem verði prófaðar af stjórnvöldum almennt og út frá umhverfisáhrifum (bls. 26.)
Í þriðja lagi geri ég sérstaklega athugasemdir við umfjöllun blaðsins um vinnu við frumvarpið og fullyrðingar Þórsteins Ragnarssonar um fljótaskrift á málinu þar sem verið sé að leggja til ákvæði sem þegar eru í lögunum. Með einföldum hætti hefði verið hægt að sannreyna að þar fór Þórsteinn með rangt mál. Og það sem meira er, er að hann kannast ekki við ákvæði sem er nánast orðrétt í frumvarpinu sem hann vann sjálfur að sem formaður nefndar á vegum dómsmálaráðherra. Þá er ég að vísa til 3. og 5. gr. þingmáls nr. 38 á 136. löggjafarþingi og 2. og 4. gr þess frumvarps sem ég er fyrsti flutningsmaður að. Það frumvarp sem lagt var fram á 136. löggjafarþingi varð aldrei að lögum og því er ákvæðin að sjálfsögðu ekki að finna í núgildandi lögum.
Við sem erum viðmælendur fjölmiðla verðum að bera ábyrgð á okkar orðum. Það hlýtur þó líka að vera hlutverk fjölmiðils að sannreyna fullyrðingar viðmælenda, sérstaklega þegar vegið er að heiðri fólks.
Greftrun er málefni sem umgangast þarf af virðingu. Því er fagleg, málefnaleg og hlutlaus umfjöllun einkar mikilvæg, ekki hvað síst hjá hagsmunaaðilum. Þar þarf að taka upp rökin með og á móti á óhlutdrægan og vandaðan máta.
Það var ekki gert í þessari umfjöllun og því hlýtur hún að vera dregin til baka og leiðrétt af hlutaðeigandi.
PS. Áhugasömum um málið bendi ég á nokkrar greinar:
og vefsíðu Promessa í Svíþjóð.
Gott mál.
Sammmála.
Bæti við einni gamalli tilvitnun (úr The Economist 2002) þar sem bent er á að slíkri breyttir greftrunarsiðir geti skapað kærkomna búbót fyrir skógarbændur:
Woodland burial; Going wild
http://www.economist.com/node/1280865
„The grandeur of an arboreal memorial is pretty hard to beat. Why settle for pushing up daisies when you can push up a mighty oak?“