Mánudagur 14.03.2011 - 11:38 - 2 ummæli

Gengistryggð lán og málsókn

Óvissan um gengistryggð lán er enn þá til staðar, líkt og ég hef farið í gegnum í fyrri pistli.  Niðurstaða Hæstaréttar hefur létt byrðina fyrir suma, en fyrir aðra hefur staðan versnað umtalsvert.  Jafnvel hjá þeim hafa borgað mest.

Snemma var tekin ákvörðun um að vísa þeim sem væru ósáttir inn í dómskerfið.  Vandinn er að margir þeirra sem hafa góðar forsendur til að fara í mál, leita réttar sín og jafnvel skaðabóta hafa ekki efni á því. 

Lítið hefur verið gert til að koma til móts við það fólk.  Innanríkisráðherra hækkað lítillega tekjuviðmiðin vegna gjafsóknar, en enn þá hefur ekki verið opnað aftur fyrir gjafsókn á fordæmisgefandi málum.  Álfheiður Ingadóttir hefur nú lagt fram frumvarp sem tekur á þessu.  Með samþykkt þess yrði hægt að fá gjafsókn ef mál varðar úrlausn máls sem hefur verulega almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.

Ég tel að flestir geti verið sammála að mál er varða gengisbundin lán uppfylli flest þessi skilyrði.

Sýnum að framlagning frumvarpsins sé ekki sýndarmennskan ein, – heldur að við viljum að réttarkerfið okkar virki óháð efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu málsaðila.

Flokkar: Fjármálakerfið · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Ummæli (2)

  • Bjarni Kjartansson

    Skoða ber samsæri gegn unga fólkinu í landinu með Ólafslögum um VErðtryggingu!! Bankarnir og sjóðirnir fóru gegn K´rónu okkar skipulega og sést það á grafi um gengisvísitölu fyrir hrun.

    Nú er enn ráðist að efnahag heimila með hækkandi verðtryggingarstuðli vegna ófriðar fyrir botni Miðjarðahafs. Það gerist ekki meðal siðaðra þjóða, að vextir hækki í takt við KAffibaunir og olíu.

    Helvítis Kaffibauna siðferði hérlendis, þar sem gróðapungar Finna hverja glufuna eftir aðra til að fá sérleyfi á að fara í vasa unga fólksins.

    Miðbæjaríhaldið

  • Gott mál.
    En stærstu efnahagsmistök, sem gerð hafa verið á Íslandi,er að allar vísitölur hafi ekki verið rifnar úr sambandi strax eftir hrun.Ef allar þær hrávöruverðs hækkanir í heiminum,sem nú er verið að segja frá, verða látnar fara beint inn í vísitöluna, þá er ekki hægt að sjá annað en það verður ófriður í þessu landi.
    Það er náttúrlega algjörlega ga ga, að fjármunir fjármagseigenda skuli vaxa (aukast) við það eitt að olí, kaffi, og aðrar hrávörur hækki á heimsmarkaði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur