Sunnudagur 20.03.2011 - 17:06 - 2 ummæli

Hljótt um Lýsingu

Í Viðskiptablaðinu var að finna litla frétt um fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu sem ég tel ástæðu til að vekja athygli á. 

Þar sagði: „Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins enn rekið á undanþágu Fjármálaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði um eigið fé. Allt frá því að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán í krónum ólögmæt heur staða Lýsingar verið tvísýn. Í lok árs 2009 var eiginfjárhlutfall Lýsingar 11,2% en frá þeim tíma hefur staðan versnað mikið.  Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú neikvætt, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.  FME vildi ekki tjá sig um stöðu Lýsingar þegar eftir því var leitað.  FME getur veitt fyrirtækjum 6 mánaða frest til að uppfylla skilyrði um eigið fé, og síðan aftur ef því er að skipta.“

Þessu til viðbótar má bæta við að kröfur vegna ofgreiðslu frá lántakendum verða líklega almennar kröfur ef til formlegs gjaldþrots kemur. 

Því er það undarlegt hvað lítið heyrist frá Lýsingu, sem og okkar ágæta Fjármálaeftirliti…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þau fjármálafyrirtæki sem hafa keyrt fyrirtæki og einstaklinga í þrot, vegna ólöglegra gengistryggingar lána, hljóta að vera skaðabótaskyld, ekki kennitalan, heldur stjórnendur þessara fyrirtækja.
    Og ef FME er með endalausar undanþágur hlýtur FME að geta orðið skaðabótaskylt.

    Það ber að hafa verulegar áhyggjur af því, ef gjaldeyrishöftum verður aflétt því þá hrynur krónan, og verðtryggð lán tvöfaldast, og 90% þjóðarinnar orðinn eignalaus.

  • Magnus Björgvinsson

    Bara að benda á að sem fyrrum lántakandi hjá Lýsingu þá er held ég búið að gera upp bílalán og kaupleigusamninga við flesta einstaklinga. Það var t.d. gert upp við mig í desember s.l. eða janúar. Og þá skildist mér að aðeins einhver vafamál væru eftir varðandi einstaklinga.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur