Laugardagur 09.04.2011 - 19:04 - 14 ummæli

Framsókn gegn ESB aðild

Flokksþing Framsóknarmanna ályktaði í dag að Framsóknarflokkurinn telji að Ísland eigi ekki að verða aðili að Evrópusambandinu.  Ályktunin er svohljóðandi:

„Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun berjast fyrir þeim rétti að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið fyrir utan Evrópusambandið.“

Þessi stefna endurspeglar andstöðu meginþorra Framsóknarmanna við aðild að Evrópusambandinu, að við tökum skýra afstöðu um leið og við virðum hugsjónir okkar um lýðræði og rétt Íslendinga til að taka afstöðu til stórmála.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Guðsteinn Einarsson

    Er þetta ekki vafasöm fullyrðing þegar liðlega 300 manns virðast mæta á fund sem sagt er að 600-800 hafa rétt til setu á. Er þetta ekki frekar ábending um að áhugi á starfsemi og stefnu flokksins sé lítill sem enginn og ný forysta njóti takmarkaðs traust hjá kjósendum.

  • Ágæta þingkona.

    Þarna segir „…og berjast fyrir þeim rétti að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið…“

    Með leyfi, hvað þýðir þetta?

    Hvernig getur það verið réttur að hagsmunir séu A eða B?

    Réttur er eitt.

    Hagsmunir annað.

    Þessi setning – burtséð frá allri pólitík og afstöðu til ESB – stenst enga skoðun.

    Þetta er svo idjótísk og gjörsamlega vanbúin setning að það mætti halda að fábjánar hefðu skilað henni af sér en ekki heill stjórnmálaflokkur.

    Flokkurinn mun eftir atvikum sýnist mér berjast fyrir því sjónarmiði að hagsmunum sé betur borgið utan ESB.

    Það kemur rétti augljóslega ekkert við.

    Annaðhvort vantar eitthvað inn í samþykktina eða orðinu „rétti“ er ofaukið.

    Ef ekki er þessi texti saminn af fábjánum.

    Skýringa er þörf.

    Virðingarfyllst og án nokkurrar afstöðu til ESB

    Karl E Karlsson

  • Niels Hermannsson

    Gott og vel Eygló,
    viltu beita þér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að styrkjakerfinu til landbúnaðar verði haldið áfram eða hann krafinn um að standa undir sér? Það er nefninlega líka stórmál frá sjónarhóli skattgreiðenda og neytenda. Og í þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu í ofanálag öll atkvæði jafngild, ólíkt því sem er í kosningum til Alþingis.

  • Hallur Magnússon

    En Eygló mín kæra!

    Framsóknarmenn felldu tillögu um að draga bæri umsókn að Evrópusambandinu til baka.

    Hins vegar var felld tillaga um að þjóðin ætti að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

    Stefna Framsóknarflokksins er því – halda áfram aðildarviðræðum, Ísland standi utan ESB og þjóðin taki ekki upplýsta ákvörðun.

  • Sjóður

    Hvernig ætlar Framsóknarflokkurinn að halda þingflokknum saman eftir þetta ?

    Það verða nokkrir þingmenn að leita að nýju heimili bráðlega

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Sæl Eygló,

    skemmtilegar athugasemdir á blogginu þínu..

    Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar.

    Tel þennan hluta taka af öll tvímæli um afstöðu Framsóknarmanna. Best er mjög afgerandi orð og gefur ekkert svigrúm til málamiðlanna. Þar sem Framsóknarflokkurinn vill auðlindirnar áfram í eigu þjóðarinnar þá er málið dautt í sjálfu sér. Bless Bless ESB.

  • Það er alltaf gaman af 4% fylgi og gjörspilltum formanni framsóknarflokksins sem telst vera milljarðarmæringur að auki.

  • Sæl Eygló og til hamingju með glæsilega kosningu og glæsilegt ungt fólk í forystu fyrir flokknum ykkar. Vegna nokkra leiðinda athugasemda einhverra karlhlunka hér að framan vil ég segja þetta. Jón Frímann hnýtir í formann ykkar með algjörlega órökstuddum hætti. Það er til skammar hvað mikið er til af svona fólki sem gerir ekkert annað en kasta skít í heiðvirða borgara þessa lands. Svei ummælum eins og þessum frá Jóni Frímanni.
    Ég skil heldur ekkert þruglið í skólabróður mínum Halli Magnússyni hann bara þruglar eitthvað hér á síðunni sem ómögulegt er að skilja.
    Guðsteinn Einarsson virðist einnig vera með einhverja steypu um að þið njótið ekki trausts þ.e. forystan sem þó voruð öll kosin „rússneskri kosningu“ mikið fer svona raus í taugarnar á mér, hugsanlega þó fyllirís-raus.
    Að lokum það sem „Sjóður“ nefnir þ.e. að að hugsanlega kunni einhverjir þingmenn að fara úr flokknum og á þar sennilega við Guðmund Steingríms og Siv. Hún Siv hefur aldrei verið krati og fer því ekkert en ef Guðmundur vill fra frá þér úr flokknum þá bara gerir hann það og það er bara mjög gott mál þá komið þið samheint fram út á við. Enn og aftur til hamingju með glæsilega kosningu og þessa ungu glæsilegu forystu sem flokkurinn hefur.

  • Hallur Magnússon

    HH.

    Er eitthvað erfitt að skilja að Framsóknarmenn felldu tillögu um að draga bæri umsókn að Evrópusambandinu til baka?

  • atli hermanns

    Þegar samningurinn liggur fyrir; þá fyrst er hægt að leggja hlutlægt mat á hvort þjóðinni sé betur borgið innan eða utan ESB. Að álykta eitthvað í aðra hvora áttina löngu áður en að því kemur er óttalega kjánalegt.

  • YKKAR hagsmunum er betur borgið ….

    Það hefur ALDREI verið hægt að treysta Framsóknarflokknum.

    Segir eitt dag og annað á morgun bara eins og vindurinn blæs, opin í báða.

  • Eygló Harðardóttir

    Flestar athugasemdirnar eru nú ekki þess virði að svara. Einkennileg þessi hneigð að þegar fólk kemst í rökþrot að grípa til gífuryrða og klisja.

    Jæja, Framsóknarmenn móta sína stefnu í samræmi við sínar hugsjónir og hugmyndir um hvað sé best fyrir íslensku þjóðina

    Tillagan sem var samþykkt var upprunaleg tillaga málefnanefndarinnar sem var unnin í samstarfi við flokksfélög.

    Hún var samþykkt án breytinga.

    Hún er vel unnin auk þess sem hún tryggir jafnvægi á milli andstöðu okkar gegn aðild og trú okkar á hæfni íslensku þjóðarinnar til að taka ákvörðun um stórmál.

    Því voru breytingartillögurnar felldar.

    Til hamingju öll með niðurstöðu Icesave kosninganna 🙂

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Til hamingju með að hafa tekið einarða afstöðu gegn ESB. Það passaði aldrei flokknum þessi ESB sleikjuháttur. Þetta var ein af slæmum arfleifðum Halldórs tímans, sem næstum því gerði útaf við flokkinn.

    Nú getið þið Framsóknarmenn farið að spjara ykkur aftur og þessir örfáu ESB sinnar sem enn eru í flokknum geta bara farið annað, því að þið fáið fullt af nýjum atkvæðum í staðinn.

  • Jónas Jónsson f. H.

    Jæja flokkurinn minn kominn með gæðastimpil síkópata eins og Gunnlaugs Ingvarssonar! Við hljótum að vera gera eitthvað rétt!

    Jón Valur Jensson einnig afskaplega sammála Framsóknarflokknum.

    Árni Johnsen og Jón Bjarnason einnig hjartanlega á sömu línu og Framsókn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Sigurður Kári í xD eitt hundrað prósent á línu Framsóknar.

    Það er bara eitt um ESB stefnu Framsóknar að segja eftir þetta flokksþing: Tær snilld.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur