Sunnudagur 10.04.2011 - 08:58 - Rita ummæli

Afgerandi nei

Niðurstöður Icesave kosninganna liggja fyrir.  Meirihluti Íslendinga sagði nei við Icesave samningunum og varð nei-ið ofan á í öllum kjördæmum.

Niðurstaðan eru sár vonbrigði fyrir stjórnarflokkana og forystu Sjálfstæðisflokksins.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða nú að tala fyrir íslenskum hagsmunum og útskýra forsendur þess að við höfnum ríkisábyrgð á þessum kröfum.

Í fyrsta lagi, það er ekki lagaleg forsenda fyrir þeim og hefur aldrei verið að okkar mati. 

Í öðru lagi, við höfum gert það sem við getum til að tryggja að breskir og hollenskir innstæðueigendur fái innstæður sínar greiddar með samþykkt neyðarlaganna o.fl.  Trygggingasjóðir þeirra fá greitt út úr þrotabúunum í samræmi við þær áætlanir sem slitastjórn Landsbankans hefur kynnt.  Nýjustu fréttir gefa til kynna að líkur eru á að þeir fái að fullu greitt upp í sínar forgangskröfur.

Þetta þarf að kynna og fylgja vel eftir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur