Fimmtudagur 21.04.2011 - 08:11 - Rita ummæli

Hugsjónir og hugrekki

Hugsjónir og hugrekki

Oft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með skort á hugsjónum í stjórnmálum. 

Það sem hefur sviðið sérstaklega undan er hin háværa krafa um það eigi ekki að vera neinar hugsjónir í stjórnmálum.  Stjórnmálamenn eigi bara að fara í verkin og ljúka þeim. Ef þeir geta það ekki þá eigi bara að fá einhverja aðra.

Þetta viðhorf virðist byggjast á hugmyndinni um að það sé alltaf einhver ein rétt lausn fyrir hvert vandamál. Hugmyndinni um málamiðlun frekar en hugrekki til að standa fyrir það sem er rétt og sanngjarnt. 

Þessu er ég einfaldlega ósammála.

Ég tel að lausnir verði að byggjast á ákveðinni hugmyndafræði, ákveðinni  sýn og mati á því hvað við teljum vera rétt, sanngjarnt og gott samfélag.

Og við verðum hvert og eitt að hafa hugrekki til að standa fyrir okkar hugsjónir.

(Birtist fyrst 8.12.2010 á eyglohardar.blog.is)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur